Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Ummæli fræðimanna og hagsmunaaðila um stjórnarskrárfrumvarpið
Í dag og í kvöld hefur stjórnarskrárfrumvarpið ríkisstjórnarinnar og meðreiðarsveina hennar í Framsóknarflokknum verið rætt á Alþingi.
Ég hef áður velt því fyrir mér og líst furðu minni á því hvers vegna Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson og allir hinir ráðherrarnir, sem á tyllidögum lýsa áhyggjum sínum af stöðu heimilanna og atvinnulífsins, leggja nú ofuráherslu á að stjórnarskránni sé breytt og eru reiðubúin til þess að leggja allt undir til þess af því verði.
Ég trúi því ekki að nokkurt þeirra haldi að breytingar á stjórnarskránni séu til þess fallnar að draga úr atvinnuleysi í landinu eða koma heimilunum í landinu til bjargar. Ekki einu sinni stjórnlagaþingið margumrædda, sem Framsóknarflokkurinn leggur ofuráherslu á að komið verði á fót. Það á ekki að kalla saman fyrr en 17. júní 2010!
Framganga ríkisstjórnarinnar og framsóknarmanna minnir óneitanlega á atburði sem áttu sér stað í Róm í fyrndinni. Á meðan Róm brann, lék Neró Rómarkeisari á fiðlu.
Nú brenna heimilin og fyrirtækin á Íslandi og ráðherrarnir hafa tekið sér fiðlu í hönd, og framsóknarmenn spila undir, í stað þess að leysa þau brýnu viðfangsefni sem að steðja.
Það hefur verið magnað að hlusta á ræður þingmanna stjórnarflokkanna mæra sjálfa sig og þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð í tengslum við þessar stjórnarskrárbreytingar. Einn þeirra er Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sem jafnframt er hæstaréttarlögmaður.
Atli Gíslason fór mikinn þegar hann var þingmaður í stjórnarandstöðu. Þá lagði hann mikla áherslu á faglega verkferla í lagasetningu, lýðræðisleg, gagnsæ og opin vinnubrögð og að hlustað yrði eftir sjónarmiðum sérfræðinga og hagsmunaaðila í tengslum við lagasetningu á Alþingi.
Nú er það svo að umsagna var leitað hjá fræðimönnum og hagsmunaaðilum við meðferð málsins á Alþingi. Reyndar var þeim gefinn afar skammur tími til þess að fara yfir frumvarpið og skila athugasemdum til þingsins.
Langflestir þeirra aðila sem leitað var umsagna hjá eiga það sameiginlegt að hafa gert alvarlegar athugasemdir við þetta frumvarp.
Á þá hafa hvorki hinn faglegi Atli Gíslason, né ráðherrar ríkisstjórnarinnar eða þingmenn framsóknarmanna hlustað.
Svo lesendur þessarar heimasíðu geti glöggvað sig á því hvað utanaðkomandi umsagnaraðilar hafa um þetta stjórnarskrárfrumvarp að segja ætla ég að birta hér hluta úr umsögnum þeirra:
Það er skoðun mín, að með því að naumur meirihluti á þingi samþykki stjórnarskrárbreytingar í andstöðu við stóran stjórnmálaflokk sé stjórnarskráin færð inn í hringiðu stjórnmálanna. Þess má vænta að næsti meirihluti geri þær breytingar sem honum hugnast án þess að takmarka sig við það sem næst almenn sátt um á þingi og þannig koll af kolli. Þannig getur stjórnarskráin orðið óstöðugri og pólitískari en verið hefur, sem er óæskileg þróun."
Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík.
...tel ég það verulega misráðið af stjórnarskrárgjafanum að binda 1. gr. frumvarpsins í stjórnarskrána."
Davíð Þorláksson, lögfræðingur.
"Veittur var frestur til 20 mars til að skila inn umsögn. Þennan frest verður að telja mjög skamman þegar umfang málsins er haft í huga."
... æskilegt að nákvæm skoðun fari fram á þessu atriði [1. gr. frumvarpsins] og mögulegum afleiðingum ákvæðisins að þessu leyti."
Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu.
Ég tel að skoða þyrfti 1. gr. frumvarpsins betur vegna óljósrar merkingar orða og hugtaka sem þar eru notuð. [...] ...tel rétt að fella burt 1. gr. þannig að betra tóm gefist til að huga að því hvernig slíkum yfirlýsingum verði fyrir komið ef á annað borð þykir rétt að hafa slíkt í stjórnarskrá."
Annars get ég ekki dulið þá skoðun mína að ólíklegt sé að þing skipað 41 manni valdi þessu verkefni. Líklegast er að þingið þróist yfir í eins konar umræðufund og þrætusamkomu sem sökkvi niður í deilur sem engu skili."
Sigurður Líndal, prófessor emeritus í lögfræði.
...teljum við að með samþykkt ákvæðisins væri verið að veikja efnahag þjóðarinnar enn frekar."
Ragnar Árnason og Birgir Þór Runólfsson, prófessorar í hagfræði við Háskóla Íslands.
Ekki verður hjá því komist hjá því að benda á að sá tími sem veittur er af hálfu Alþingis til umfjöllunar og umsagnar um svo viðamikið mál er afar stuttur."
Landsvirkjun telur að nauðsynlegt sé að slík umræða og skoðanaskipti fari fram með faglegum og vönduðum hætti áður en ákvæði af þessu toga er tekið upp í íslensku stjórnarskrána. Það gerist ekki á nokkrum dögum. Þar til slík opin og hreinskiptin umræða hefur farið fram leggur Landsvirkjun til að frestað verði að taka inn í íslensku stjórnarskrána efnisákvæði 3. mgr. 1. frumvarpsins."
Landsvirkjun.
...telur Norðurál að bæta mætti skýrleiki í lagatexta frumvarpsins."
Norðurál.
Jafnframt vill RARIK leggja sérstaka áherslu á gagnrýni á þau vinnubrögð sem í þetta skiptið eru viðhöfð við breytingu á stjórnarskránni."
Rarik.
...efnisatriði frumvarpsins hafa ekki fengið þá almennu umfjöllun í samfélaginu sem eðlilegt hlýtur að teljast við breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins..."
Leggur Samorka til að frestað verði að taka inn í stjórnarskrána efnisatriði 1. gr. frumvarpsins."
Samorka.
Tíminn alltof naumur til að taka saman vandaðar efnislegar athugasemdir með þeim kröfum um vinnubrögð sem viðhöfð eru hér innanhúss."
RA hefur verulegar athugasemdir um þau frumvarpsdrög um stjórnlagaþing sem fylgja frumvarpinu..."
Reykjavíkurakademían.
Samtök atvinnulífsins leggja því höfuðáherslu á að þess sé vandlega gætt að fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá ýti ekki undir óstöðugleika, vegi að ofangreindum gildi eða leiði til óæskilegra hindrana."
Eitt brýnasta verkefni okkar er að endurvekja traust umheimsins. Hringlandaháttur í lagasetningu er ekki skref í þá átt."
Samtök atvinnulífsins.
LS finnst mjög miður hversu knappan tíma það hefur til umsagnar um þetta mikilvæga mál."
Það vefst fyrir LS hver hugmyndafræðin er að baki 1. gr. frumvarpsins og hvað hún þýðir í raun og framkvæmd."
Landssamband smábátaeigenda.
Fyrir það fyrsta gerir Viðskiptaráð talsverðar athugasemdir við þá ætlan löggjafans að afgreiða þetta frumvarp með þeim hraða sem raun ber vitni. Frumvarpið felur í sér breytingar á grundvallarlögum lýðveldisins og við slíkar breytingar ber að gæta vandaðra vinnubragða, sérstaklega hvað snertir samráð við atvinnulíf, fræðimenn og aðra hagsmunaaðila."
Viðskiptaráð Íslands.
FUMÍ telur að fyrir þurfi að liggja skilgreining á því hvað felst í að láta náttúruauðlindir í þjóðareign varanlega af hendi..."
Félag umhverfisfræðinga.
Um auðlindahugtakið: Hvor skilningurinn sem er lagður til grundvallar þá er þetta óskiljanlegt." (vísað til 1. gr.)
Ljóst er að með umorðun á því sem fram kemur í niðurstöðum auðlindanefndar þeirrar, sem kosin var á Alþingi í kjölfar samþykktar á þingsályktun í júní 1998, hefur eitthvað misfarist af hálfu stjórnarskrárgjafans". (Hér er átt við frumvarpshöfunda).
Orkustofnun leggur til að hinu nýja þjóðareignarhugtaki verði sleppt..."
Orkustofnun.
Stjórnarskrá lýðveldisins er grundvallarlöggjöf þessa lands sem öllum ber að virða. Þannig er stjórnarskránni ætlað að vera hafin yfir dægurþras og sveiflur í stjórnmálum. Vegna mikilvægis stjórnarskrárinnar er nauðsynlegt að stjórnskipunarlög séu sett að vel ígrunduðu máli og í sem mestri sátt."
Tilgangur ákvæðisins er fremur óljós og sömuleiðis hvaða áhrif ákvæðinu er ætlað að hafa" (um 1. gr.)
Samband íslenskra sveitarfélaga.
Breyting á stjórnarskránni krefst vandaðs undirbúnings og því teljum við rétt að lengri tími verði tekinn til að undirbúa þær en hér er gert ráð fyrir."
Við leggjumst eindregið gegn því að þær breytingar sem lagðar eru til í 1. gr. frumvarpsins nái fram að ganga. Það er mikilvægt fyrir íslenskan sjávarútveg að búa við stöðugt laga- og rekstrarumhverfi en þetta frumvarp gengur þvert þar á."
Landssamband íslenskra útvegsmanna.
Samtök um lýðræði og almannahag telja að mest allt frumvarpið sé ólýðræðislegt og þarfnist gagngerrar endurskoðunar við."
Samtök um lýðræði og almannahag.
,,Því miður gildir hið sama í báðum tilfellum að tími til umsagnar um svo viðamikið mál er of skammur til að forsvaranlegt sé að senda skriflega umsögn um málið."
Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.
HS Orka hf. vill þó nota tækifærið til að árétta sérstaklega að sá frestur sem gefinn er til svo veigamikilla breytinga er ekki boðlegur. Þá er skilgreiningu hugtaka mjög ábótavant og loks tekur HS Orka hf. undir kröfu Samorku um að frestað verði að taka inn í stjórnarskrána efnisatriði 1. gr. frumvarpsins."
HS ORKA hf.
Að mati laganefndar eru þær breytingar á stjórnarskránni sem boðaðar eru með frumvarpinu í raun grundvallarbreytingar. Laganefnd áréttar mikilvægi þess að allar breytingar á stjórnarskránni séu gerðar að vel athuguðu máli og í mikilli sátt allra aðila, ekki síst þegar um grundvallarbreytingar er að ræða. Er það afstaða laganefndar að framangreindar breytingar þurfi frekari athugunar við og leggst nefndin af þeim sökum gegn samþykkt frumvarpsins eins og það er lagt fyrir."
Laganefnd Lögmannafélags Íslands.
Ég vona að þeir sem lesa þessar tilvitnanir skilji hvers vegna við sjálfstæðismenn höfum miklar efasemdir um það stjórnarskrárfrumvarp sem nú er til umræðu á Alþingi.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 203711
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.