Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Sjálfstæðisflokkurinn og stjórnarskráin
Nú fer fram umræða á Alþingi um frumvarp til breytinga á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
Fyrir utan hversu dæmalaus sum efnisatriði þessa frumvarps eru og meðferð málsins öll hér á Alþingi hefur verið er ekkert annað en ótrúlegt að ríkisstjórnin, með stuðningi Framsóknarflokksins, skuli nú leggja ofuráherslu á að gerðar séu breytingar á stjórnarskrá, á sama tíma og um 17.700 manns eru á atvinnuleysisskrá og allt stefni í að þúsundir stúdenta verði án vinnu í sumar.
Breytingar á stjórnarskrá hafa ekkert með það að gera að slá skjaldborg um heimilin í landinu og koma atvinnulífinu til bjargar, en það eru þau verkefni sem minnihlutastjórnin ætlaði sér að vinna að þegar til stjórnarsamstarfsins var stofnað.
Framsóknarflokkurinn ákvað að verja minnihlutastjórnina vantrausti til þess að hún gæti unnið að málefnum heimilanna og fyrirtækjanna í landinu og lýsti því yfir að þeim verkefnum skyldi lokið þann 12. mars.
Í dag er 2. apríl og ríkisstjórninni hefur ekki tekist að koma þeim málum í framkvæmd sem lagt var upp með í upphafi, heldur er tíma þingsins nú sóað í að fjalla um stjórnarskrárbreytingar sem hafa ekkert með atvinnumál að gera frekar en málefni heimilanna í landinu.
Og þingmenn Framsóknarflokksins hafa farið hamförum í gagnrýni sinni á verkleysi ríkisstjórnarinnar hér á Alþingi á síðustu dögum og lengst hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gengið í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina fyrir verkleysi.
Samt sem áður stendur þingflokkur Framsóknarflokksins að þessum stjórnarskrárbreytingum og satt best að segja er ómögulegt að skilja framgöngu flokksins í þessu máli, ekki síst í ljósi yfirlýsinga formanns flokksins.
Líklegasta skýringin er sú að formaður Framsóknarflokksins ræður ekkert við þingflokk sinn.
Við sjálfstæðismenn tökum ekki þátt í þeim pólitíska hráskinnaleik sem nú fer fram á Alþingi af hálfu Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins.
Við viljum einbeita okkur að því að ræða og afgreiða mál sem lúta að því að endurreisa bankakerfið, koma hjólum atvinnulífins í gang á nýjan leik, berjast gegn atvinnuleysi og koma heimilunum í landinu til bjargar á þeim erfiðu tímum sem við nú lifum.
Í morgun héldu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður, blaðamannafund um stjórnarskrármálið þar sem þau skýrðu út sjónarmið okkar sjálfstæðismanna í málinu. Í kjölfarið sendi Sjálfstæðisflokkurinn frá sér fréttatilkynningu vegna málsins, en þar segir eftirfarandi:
,,Gagnrýni á óvandaða málsmeðferðStjórnarskráin er grundvöllur stjórnskipulags íslenska lýðveldisins. Hún mælir annarsvegar fyrir um reglur er fjalla um vald handhafa ríkisvalds, þ.e. löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds, og hinsvegar um mannréttindi borgaranna og þær takmarkanir og skyldur sem hvíla á handhöfum ríkisvalds gagnvart almenningi í landinu.
Til stendur að keyra í gegnum Alþingi breytingar á grundvallarlögum lýðveldisins á fáeinum dögum. Sérfræðingar og samtök sem leitað hefur verið umsagnar hjá í meðförum málsins á Alþingi eru nánast allir á einu máli um það, að málið sé ekki fullunnið, og að tíminn sem gefinn hafi verið til umsagnar og umræðu sé of naumur.
Þá blasir við, að ekki hefur farið fram málefnaleg og vönduð umræða um málið í þjóðfélaginu á þeim skamma tíma sem liðinn er frá því frumvarpið var lagt fram.
Sjálfstæðismenn vilja breytingar á 79. gr. stjórnarskrárinnar
Sjálfstæðisflokkurinn telur engu að síður þörf á að breyta stjórnarskránni með ígrunduðum hætti og hefur lagt fram tillögu í þeim efnum. Til þess að liðka fyrir slíkum breytingum og skapa svigrúm fyrir vandað verklag, telja sjálfstæðismenn eðlilegt að breyta 79. grein stjórnarskrárinnar, þannig að ekki þurfi að rjúfa þing og fá endurnýjað samþykki Alþingis til þess að stjórnarskrárbreytingar taki gildi.
Tillaga Sjálfstæðisflokksins kveður á um, að breytingar á stjórnarskrá eigi að leggja fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef farin verður sú leið á yfirstandandi þingi, og endurnýjað samþykki Alþingis fæst eftir kosningar, þá verður hægt að setja hugmyndir um breytingar á stjórnarskrá í vandaðan farveg og leggja þær svo í dóm þjóðarinnar, án þess að rjúfa þing.
Endurskoðun sett í farveg ágreinings og átaka
Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur því að ráðist verði í umfangsmiklar breytingar á stjórnarskránni án þess að tími gefist til vandaðrar málsmeðferðar. Þá gagnrýna sjálfstæðismenn harðlega að ekki hefur verið tekið tillit til sjónarmiða þeirra við endurskoðun stjórnarskrárinnar, heldur þess í stað valinn farvegur ágreinings. Allt stefnir í að rofin verði 50 ára hefð um að leita samstöðu á Alþingi um breytingar á stjórnarskránni.
Stjórnarskrárbreytingar hjálpa hvorki heimilum né atvinnulífi
Vakin er sérstök athygli á því, að breytingar á stjórnarskrá hafa enga þýðingu fyrir bráðavandann í efnahagslífinu. Fyrirtækin falla hvert af öðru og heimilin hrópa á aðgerðir. Mikilvægt er að setja mál sem varða risavaxinn vanda fyrirtækja og heimila í forgang og sjálfstæðismenn munu hér eftir sem hingað til greiða fyrir þjóðhagslega brýnum þingmálum.
Grundvallarreglur mikilvægar á umrótatímum
Stjórnarskráin endurspeglar á hverjum tíma grundvallarreglur réttarríkisins. Þær eru mikilvægar á tímum góðæris og hagsældar, en enn mikilvægari á umrótatímum. Það að hreyfa við þessum grundvallarstoðum lagasetningar í landinu eykur enn á óvissuna í íslensku þjóðfélagi, sem leggst þá ofan á óvissuna um efnahagslega velferð þjóðarinnar.
Það er hlutverk og skylda stjórnarandstöðu á Alþingi að koma í veg fyrir að í tímaþröng verði ráðist í vanhugsaðar breytingar á stjórnarskránni.
Sigurður Kári
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 203711
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.