Þriðjudagur, 24. mars 2009
Endurreisn á grundvelli samkeppni
Á föstudaginn skilaði endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins niðurstöðum sínum á fundi í Valhöll. Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, kynnti meginefni skýrslunnar en um 200 sjálfstæðismenn víðsvegar af landinu unnu að henni.
Sjálfur skrifaði ég kafla í skýrsluna. Hann fjallar um endurreisn á grundvelli samkeppninnar.
Kaflinn sem ég skrifaði er svohljóðandi:
"Inngangur
Í kjölfar hruns fjármálakerfisins er mikilvægara en nokkru sinni að vandað sé til verka við endurreisn íslensks samfélags. Við þá endurreisn þurfa stjórnvöld að taka ákvarðanir um á hvaða grundvelli slík endurreisn skuli fara fram og marka skýra stefnu á framtíðarsýn íslensks samfélags.
Reynslan hefur sýnt að markaðshagkerfi og samkeppni hefur mikla yfirburði umfram að þá kosti sem í boði eru. Óumdeilt er að samkeppnin stuðlar að skilvirkni í rekstri, aukinni framleiðni og bættum árangri og þar með hagvexti og lífskjarabótum fyrir fólk og fyrirtæki. Forsenda þess að lífskjör batni er aukin framleiðni. Án hennar geta lífskjör ekki batnað. Það hefur sýnt sig að samkeppnin er drifkraftur nýrra hugmynda og atvinnusköpunar, uppfinninga og aðferða og hún skapar ný tækifæri. Á þeim þarf íslenskt samfélag nauðsynlega á að halda við þær aðstæður sem nú eru uppi.
Samkeppni - ekki boð og höft
Við hrun fjármálakerfisins hafa komið fram efasemdir um markaðshagkerfið og gildri frjálsrar samkeppni. Því er haldið fram að samkeppnin hafi burgðist, reynst þjóðinni skaðleg, spillt verðmætum og leitt til sóunar, jafnvel ójöfnuðar. Það er eðlilegt að slíkar efasemdir komi fram þegar jafn alvarleg efnahagsleg áföll hafa dunið yfir og hér hefur gerst.
Þrátt fyrir þessar efasemdir telur Sjálfstæðisflokkurinn það ekki líklegt til árangurs að standa að endurreisn íslensks samfélags til framtíðar á grundvelli lokaðs hagkerfis, hafta, boða og banna. Þau lönd sem hafa orðið fyrir efnahagslegum áföllum hafa dregið þann lærdóm að verndarstefna er ekki til þess fallin að stuðla að endurreisn. Þvert á móti sýnir reynslan að hún stigmagnar þann vanda sem henni er ætlað að leysa. Jafnframt sýna þær hagfræðirannsóknir sem fyrir liggja að aðgerðir til þess að viðhalda og efla samkeppni stuðla að hraðari endurreisn atvinnulífs. Á henni verður endurreisnin byggð, þó þannig að vanda verði mjög til þess regluverks sem um hana á að gilda. Þannig getur Ísland aftur fest sig í sessi í fremstu röð meðal þeirra reíkja varðandi lífskjör og atvinnulíf.
Hrun fjármálakerfisins og þau áföll sem orðið hafa í íslensku atvinnulífi verða ekki skrifuð á reikning samkeppninnar. Þó er ljóst rekja má orsakir fjármálakreppunnar sem nú geisar til ákveðinna markaðsbresta sem fólust í því að nýjar fjármálaafurðir urðu til, svo sem afleiður og vafningar, sem núverandi regluverk tók ekki tillit til. Nánast takmarkalaus aðgangur að ódýru lánsfé leiddi til óhóflegrar skuldsetningar sem atvinnulífið átti erfitt með að standa undir. Gjaldmiðillinn og peningamálastefnan reyndust atvinnulífinu fjötur um fót, ásamt því sem þrengingar á erlendum fjármálamarkaði leiddu til lánsfjárþurrðar um allan heim. Allar þessar ástæður og fleiri leiddu til þess ástands sem nú hefur skapast hér á landi.
Samkeppnin hefur skilað árangri
Engu að síður verður ekki framhjá því litið að á síðustu árum hefur íslenskt atvinnulíf sýnt hversu mikill kraftur býr í okkar mannauði og fyrirtækjum. Í því samkeppnisumhverfi sem hér hefur ríkt hafa íslensk fyrirtæki haslað sér völl á nýjum mörkuðum og skapað grundvöll fyrir aukinni verðmætasköpun fyrir samfélagið auk þess að hafa skapað tækifæri fyrir okkar vel menntuðu einstaklinga. En samkeppnin hefur ekki síður stuðlað að grósku á öðrum sviðum en í hinu hefðbundna viðskiptalífi. Samkeppni í menntakerfinu hefur, svo dæmi sé tekið, umbylt því kerfi sem við áður þekktum. Nýjar menntastofnanir hafa sprottið upp. Námsframboð hefur aukist. Nýjar greinar á sviði þekkingarsköpunar, rannsókna og menntunar hafa orðið til og svo mætti lengi telja. Þannig hefur samkeppnin stuðlað að aukinni þekkingu og færni í samfélaginu og búið til ný tækifæri fyrir komandi kynslóðir. Á þessum grunni þarf áfram að byggja.
Hrun fjármálakerfisins hefur haft það í för með sér að samkeppnisumhverfi íslensks atvinnulífs er gjörbreytt. Ríkisafskipti hafa aukist stórkostlega frá því sem áður var. Meirihluti fjármálastarfsemi landsins er nú komin í hendur ríkisins. Með því hefur ríkið fengið í hendur víðtækt ákvörðunarvald um framtíð atvinnulífsins og fyrirtækjanna í landinu. Hætt er við að yfirvofandi rekstrarerfiðleikar fyrirtækja geri það að verkum að þeim muni fækka og samþjöppun aukast. Slíkt verður að varast í íslensku þjóðfélagi.
Helstu verkefni:
- Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda nú er að leggja grunninn að því með markvissum hætti að eignir ríkisins í atvinnureksti verði á ný færðar með skilvirkum og gegnsæjum hætti í hendur einkaaðila. Umfangsmikill ríkisrekstur á öllum sviðum atvinnulífsins er ekki til þess fallinn að stuðla að endurreisn samfélagsins.
- Samkeppni einkaaðila við ríkið getur aldrei eðli málsins samkvæmt verið sanngjörn eða eðlileg. Því er nauðsynlegt að skapa hér á ný samkeppnisumhverfi í atvinnulífinu þar sem jafnræði ríkir meðal þeirra sem á markaðinu starfa. Foraðst ber að þar myndist umhverfi sem einkennist af fákeppni.
- Tryggja þarf að samkeppnishömlum sé rutt úr vegi og koma í veg fyrir að aðgangshindranir myndist á mikilvægum samkeppnismörkuðum. Slíkar hömlur og hindranir tefja fyrir og koma í veg fyrir þá mikilvægu endurreisn sem framundan er, þær daga úr sköpunarmætti og framþróun íslensks atvinnulífs.
Endurmat - Endurreisn
Frá því að samkeppnislög tóku gildi árið 1993 hefur mikil þróun átt sér stað í íslenskum samkeppnisrétti. Markmið samkeppnislaga, sem mæla fyrir um að efla virka samkeppni í viðskiptum og vinna þar með að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagisins, eru atvinnulífinu mikilvæg. Það sama má segja um það markmið þeirra að vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum ásamt því að auðvelda aðgang nýrra aðila að markaðnum. Engu að síður er óhjákvæmilegt eftir þau áföll sem orðið hafa í íslensku efnahags- og atvinnulífi að taka til skoðunar hvort bæta megi regluverk samkeppnismála.
Verkefni næstu missera og ára er að endurreisa efnahagslífið á ný, hefja nýja sókn til framtíðar. Til þess að það takist þarf skýra framtíðarsýn, áræðni og hugmyndaauðgi. Leita þarf allra leiða til þess að skapa grundvöll fyrir atvinnuuppbyggingu á öllum sviðum. Það verður gert með því að stuðla að aukinni nýsköpun í atvinnulífinu, rannsóknum og samkeppni á öllum sviðum.
Til þess að íslenska þjóðin nái sér upp úr þeirri kreppu sem nú geisar þarf að skapa störf og verðmæti. Þar verður einkageirinn að vera drifkraftur. Ríkið á ekki að vera leiðandi í atvinnulífinu og fólkið í landinu í vinnu hjá því.
Það er mikivægara en nokkru sinni fyrr að skapa umhverfi og hvata fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að fjárfesta, taka áhættu og skapa. Það verður ekki gert með umfangsmiklum ríkisrekstri sem kæfir alla samkeppni, nýsköpun, framþróun og aukna verðmætasköpun.
Á þessum grunni ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa að endurreisn efnahagslífsins."
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 203711
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.