Mánudagur, 23. mars 2009
Styrkir til stjórnmálaflokkanna
Þessa dagana birtast fréttir af því í fjölmiðlum hvaða fyrirtæki styrktu stjórnmálaflokkana með fjárframlagi á kosningaárinu 2007.
Umræður um styrki til stjórnmálaflokka hafa vakið upp ýmsar spurningar og stjórnmálaflokkar og fyrirtæki hafa sætt gagnrýni.
Einkum hefur verið gagnrýnt að félög og samtök sem annað hvort eru í eigu hins opinbera eða á fjárhagslegu framfæri hins opinbera hafi styrkt starfsemi stjórnmálaflokkanna.
x x x
Lögum samkvæmt fá stjórnmálaflokkarnir væn framlög úr ríkissjóði, en upphæð framlags úr ríkissjóði reiknast í hlutfalli við fjölda þingmanna hvers flokks. Samkvæmt upplýsingum úr samstæðureikningum stjórnmálaflokkanna sem eiga fulltrúa á Alþingi árið 2007 voru ríkisframlög til starfsemi þeirra eftirfarandi:
Framsóknarflokkur: 79.103.704.-.
Frjálslyndi flokkurinn: 33.620.529.-.
Samfylkingin: 128.976.529.-.
Sjálfstæðisflokkurinn: 140.101.471.-.
Vinstri grænir: 42.983.200.-.
Samkvæmt samstæðureikningum flokkanna námu fjárframlög ríkisins til þeirra árið 2007 alls kr. 424.767.466.-.
Ríkið leggur með öðrum orðum gríðarlegt fé til stjórnmálaflokkanna á ári hverju.
x x x
Í lögum um fjárframlög til stjórnmálaflokka kemur fram að stjórnmálaflokkar megi ekki taka við framlögum frá fyrirtækjum sem eru í meirihlutaeigu hins opinbera.
Engu að síður kemur fram í samstæðureikningum flokkanna að Framsóknarflokkur, Samfylking, Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur fengu fjárstyrk frá Íslandspósti hf.
Ég fæ ekki séð að flokkunum fjórum sé stætt á öðru en að endurgreiða þessa styrki, enda virðast þeir ekki vera í samræmi við ákveði laganna.
x x x
Í umræðunni um styrki til stjórnmálaflokkanna hefur verið gagnrýnt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þegið fjárstyrk frá Neyðarlínunni ohf., en félagið styrkti flokkinn um 300.000 krónur árið 2007.
Ég hef ekki upplýsingar um hvernig rekstrarformi og eignarhaldi Neyðarlínunnar var háttað þegar styrkurinn var veittur.
Neyðarlínan er nú opinbert hlutafélag og í meirihlutaeigu íslenska ríkisins.
Mín skoðun er sú að opinbert hlutafélag eins og Neyðarlínan eigi ekki að styðja stjórnmálaflokka og að stjórnamálaflokkar eigi ekki að taka við styrkjum frá félögum í eigu hins opinbera.
Ríkið styrkir starfsemi stjórnmálaflokkanna afar ríflega með beinum fjárframlögum, eins og hér hefur verið rakið. Viðbótarframlög frá félögum og stofnunum í eigu hins opinbera eiga ekki að viðgangast, enda koma þau úr sömu vösum og beinu ríkisframlögin, þ.e. úr vösum skattgreiðenda.
Í ljósi þess tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að afþakka það framlag sem Neyðarlínan veitti flokknum árið 2007 og endurgreiða það og mér segir svo hugur að það verði gert.
x x x
Það sama gildir um Framsóknarflokkinn.
Upplýst hefur verið að utanríkisráðuneytið styrkti Framsóknarflokkinn um 90.000 krónur árið 2007. Valgerður Sverrisdóttir gegndi þá embætti utanríkisráðherra. Valgerður stóð með öðrum orðum að því að láta ráðuneyti sitt styrkja sinn eigin flokk fjárhagslega.
Valgerður hefur sjálf sagt að styrkurinn hafi verið veittur ungum framsóknarmönnum vegna farar þeirra á norræna ráðstefnu sem Samband ungra framsóknarmanna átti aðild að.
Vel má vera að svo sé.
Það breytir ekki því hins vegar ekki að ráðherra á ekki að hafa milligöngu um að ráðuneyti sitt styðji eigin stjórnmálaflokk fjárhagslega, hvort sem þiggjendurnir eru eldri flokksmenn eða yngri.
Slíkir fjárstyrkir eiga ekki að viðgangast og eðlilegt væri að Framsóknarflokkurinn endurgreiddi þennan fjárstyrk.
x x x
Ég tek eftir því að Skúli Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og núverandi frambjóðandi flokksins til Alþingis, kallar Sjálfstæðisflokkinn ,,Flokk auðmagnsins" á heimasíðu sinni. Þar býsnast Skúli yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið mun hærri fjárframlög frá einkaaðilum en aðrir flokkar.
Fyrir því eru auðvitað nokkrar ástæður.
Sú fyrsta er auðvitað sú að fleiri einkaaðilar studdu við bakið á Sjálfstæðisflokknum en öðrum flokkum. Af þeirri ástæðu er heildarfjárhæð styrkja Sjálfstæðisflokksins hærri en annarra flokka.
Það er í öðru lagi ekkert óeðlilegt að stærsti stjórnmálaflokkur landsins til áratuga eigi auðveldara með að afla sér styrkja frá einkaaðilum en aðrir flokkar. Félagar í Sjálfstæðisflokknum skipta tugum þúsunda. Vilji þeir styðja fjárhagslega við bakið á flokknum sínum er ekkert athugavert við það og óþarfi að gera slík framlög tortryggileg.
Þá hefur það hefur aldrei verið leyndarmál að Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá upphafi vega lagt áherslu á uppbyggingu íslensks atvinnulífs. Það þarf ekki að koma á óvart að forsvarsmenn í atvinnulífinu vilji styðja við bakið á þeim málsstað sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir.
Svo má auðvitað spyrja:
Af hverju ættu íslensk fyrirtæki að styðja stjórnmálaflokka, eins og vinstriflokkana, sem hafa það beinlínis á stefnuskrá sinni að skattleggja þau sem mest og takmarka svigrúm þeirra?
x x x
Þegar skoðaðir eru styrktaraðilar Samfylkingarinnar vekur hins vegar að minnsta kosti tvennt athygli.
Annars vegar vekur athygli að fjárframlög Baugs og tengdra félaga eru að minnsta kosti 100% hærri til Samfylkingarinnar en annarra stjórnmálaflokka.
Hitt sem vekur athygli er að fjögur verkalýðsfélög styrkja Samfylkinguna fjárhagslega. Styrkir verkalýðsfélaga til Samfylkingarinnar eru eftirfarandi:
Efling 25.000.-.
Samiðn 25.000.-.
Rafiðnaðarsambandið 25.000.-.
Starfsgreinasambandið 25.000.-.
Samtals styrktu verkalýðsfélögin Samfylkinguna um 100.000 krónur árið 2007, að því er mér virðist einan stjórnmálaflokka.
Það er athyglisvert, ekki síst í ljósi þess að félagsmenn í verkalýðsfélögunum koma úr öllum stjórnmálaflokkum.
Ég trúi ekki öðru en að félagsmenn í ofangreindum verkalýðsfélögum hljóti að gera athugasemdir við að forsvarsmenn þeirra skuli verja fjármunum félagsmanna til þess að styðja við bakið á einum stjórnmálaflokki. Það ættu að minnsta kosti þeir félagsmenn í þessum verkalýðsfélögum að gera sem ekki styðja Samfylkinguna.
x x x
Sjálfur hef ég margoft varað við því að verkalýðsfélögin í landinu tengist einstökum stjórnmálaflokkum of sterkum böndum.
Ég hef til dæmis gagnrýnt Ögmund Jónasson, formann B.S.R.B. og núverandi heimbrigðisráðherra, fyrir að nota bandalagið í þágu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og gagnrýnt hann harðlega fyrir að líta á BSRB sem deild í Vinsti grænum.
Sú gagnrýni hefur meðal annars byggst á því sjónarmiði að félagsmenn í verkalýðsfélögum eru flestir eða allir skyldaðir með lögum til aðildar við félögin og til þess að greiða til þeirra félagsgjöld. Af þeim ástæðum hef ég talið óeðlilegt að verkalýðsfélöginum sé beitt á flokkspólitískum forsendum í stjórnmálabaráttunni.
Mér finnst býsna langt seilst þegar forsvarsmenn verkalýðfélaganna eru farnir að nota fé úr sjóðum félagsmanna sinna til þess að styrkja einstaka stjórnmálaflokka.
x x x
Í tilefni af umræðunni nú um fjárframlög og styrki til stjórnmálaflokka er full ástæða til að rifja það upp sérstaklega að þegar löggjöf um fjárframlög til stjórnmálaflokkanna var til umræðu síðast lagði þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, það til að fjárframlög fyrirtækja til flokkanna yrðu bönnuð.
Á það tilboð gátu Framsóknarflokkur og Vinstri grænir ekki fallist og allra síst Samfylkingin.
Fram til þessa hafa vinstriflokkarnir ekki séð ástæðu til að útskýra þá afstöðu sína.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.