Föstudagur, 20. mars 2009
Spillingin er víða
Eins og áður eru Þjóðmál stútfull af áhugaverðum greinum um stjórnmál og menningu.
Ein þessara greina fjallar um spillingu innan Evrópusambandsins, en um hana er lítið fjallað í hérlendum fjölmiðlum. Umræður í íslenskum fjölmiðlum um Evrópusambandið er á öðrum nótum.
Höfundur greinarinnar er Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðinemi, en hún ber yfirskriftina ,,Spillt skriffinnskubákn."
Hjörtur er augsýnilega ekki hrifinn af Evrópusambandinu en grein hans er fyrir margra hluta sakir athyglisverð, en þar gerir hann meðal annars að umfjöllunarefni fjármál og bókhald Evrópusambandsins, sem hafa verið í miklum ólestri um margra ára skeið.
Í greininni segir m.a.:
,,En Evrópusambandið er ekki aðeins skriffinnskubákn heldur er það sömuleiðis gerspillt. Fjöldi alvarlegra spillingarmála hefur komið upp í stjórnkerfi sambandsins á liðnum árum og virðist sem þeim hafi frekar farið fjölgandi en hitt. Alvarlegasta málið er vafalaust sú staðreynd að endurskoðendur Evrópusambandsins hafa ekki treyst sér til þess að samþykkja bókhald sambandsins samfellt í 14 ár eða frá árinu 1994. Ástæðan hefur iðulega verið sú sama, ekki er vitað með neinni vissu í hvað meirihluti útgjalda þess fer, eftir að þeim fjármunum hefur verið úthlutað til ríkja sambandsins. Um hefur verið að ræða allt að 90% útgjaldanna og í sumum tilfellum rúmlega það."
Í greininni kemur fram að málið hafi fyrst orðið opinbert í byrjun árs þegar þáverandi yfirmaður endurskoðunarstofnunar Evrópusambandsins, Marta Andreasen, hafi vakið athygli fjölmiðla á því.
Jafnframt kemur fra að aðeins ein mannsekja hafi verið látin taka pokann sinn vegna málsins, en það er Marta Andreasen, sú sama og vakti á því athygli.
Ég er hræddur um að það myndi heyrast hljóð úr horni ef Ríkisendurskoðun neitaði að skrifa upp á bókhald íslenska ríkisins. Hvað þá 14 ár í röð!
Þá má ekki gleyma því að fyrirtækjum, hér á landi og í Evrópu, er skylt að skila ársreikningum sínum á ári hverju, undirrituðum af löggiltum endurskoðendum. Sé það ekki gert kann það að hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi fyrirtæki.
Margar af þeim reglum sem gilda um ársreikninga og fjármál fyrirtækja eiga rót sína að rekja til Evrópusambandsins.
Það skýtur auðvitað skökku við að ríkjasamband sem setur slíkar reglur og fylgir því fast eftir að þeim sé framfylgt skuli ekki sjá sóma sinn í því að framfylgja þeim sjálft.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.