Miðvikudagur, 18. mars 2009
Stjórnlagaþingið
Í síðasta pistli mínum um frumvarp ríkisstjórnarflokkanna og Framsóknarflokksins um breytingar á stjórnarskránni lýsti ég vonbrigðum okkar sjálfstæðismanna yfir því að slíkar tillögur væru lagðar fram án alls samráðs við stærsta stjórnmálaflokk landsins, Sjálfstæðisflokkinn.
Sá skortur á samningsvilja sem ríkisstjórnin þjáist af í stjórnarskrármálinu er nánast einsdæmi í stjórnmálasögunni, en þó má finna honum fordæmi leiti menn aftur til fjórða áratugs síðustu aldar, þegar gerðar voru breytingar á stjórnarskránni í andstöðu við vilja Framsóknarflokksins.
Það sama á við um annan tillöguflutning sem mikið fer fyrir um þessar mundir, en það er hugmynd Framsóknarflokksins um að stofnað verði til stjórnlagaþings á Íslandi.
Tryggvi Gíslason, fyrrum skólameistari á Akureyri, og einn helsti áhugamaður á Íslandi um að hér verði stofnað til stjórnlagaþings sendi okkur alþingismönnum opið bréf í tölvupósti í dag. Þar segir m.a.:
,,Illt var að ekki skyldi reynt til þrautar að fá Sjálfstæðisflokkinn til þess að standa að frumvarpi um stjórnlagaþing, flokk sem hefur flesta fulltrúa á Alþingi og hefur verið stærsti stjórnmálaflokkur landsins frá stofnun lýðveldisins.
Tryggvi lýsir hér viðhorfi sem ég hef hér reifað, það er mikilvægi þess að reynt sé að ná samkomulagi milli allra stjórnmálaflokka á Alþingi um grundvallarbreytingar á stjórnarskránni og þeim meginreglum sem stjórnskipan okkar byggir á.
Því miður deilir núverandi ríkisstjórn því viðhorfi ekki með okkur Tryggva Gíslasyni.
En þá að stjórnlagaþinginu.
Ég hef lýst yfir efasemdum um skynsemi þess að stofnað verði til stjórnlagaþings með þeim hætti sem ríkisstjórnin hefur lagt til að frumkvæði Framsóknarflokksins.
Nú liggur fyrir hvað stjórnlagaþing Framsóknarflokksins mun kosta fólkið í landinu. 1.700 til 2.100 milljónir króna segir fjármálaráðuneytið í kostnaðarmati sem lagt hefur verið fram. Kostnaðurinn er með öðrum orðum gríðarlegur og mun meiri en framsóknarmenn lögðu upp með í upphafi, en þá var því haldið fram að kostnaður við stjórnlagaþing myndi nema 200 til 300 milljónum króna.
Talsmenn stjórnlagaþings hljóta nú að endurskoða hug sinn og að minnsta kosti velta því fyrir sér hvort verjanlegt sé að verja svo miklum fjármunum til stofnunar stjórnlagaþings.
Þeir hljóta að velta því fyrir sér hvort það sé ekki eitthvað bogið við það að vilja eyða 1,7 til 2,1 milljarði til þessa verkefnis miðað við ástand efnahagsmála.
Ríkissjóður er nú rekinn með 150 milljarða halla. Við slíkar aðstæður þarf að forgangsraða fjármunum eftir mikilvægi mála.
Maður hlýtur að spyrja sig hvort ekki sé skynsamlegra að nota þessa miklu fjármuni í önnur og brýnni verkefni. Í mínum huga er ljóst að verði stjórnlagaþingið að veruleika þá sé nauðsynlegt að skera niður fjárframlög til annarra málaflokka. Og hvar á að skera niður? Í öldrunarþjónustunni eða almannatryggingakerfinu? Væri þessum fjármunum ekki betur varið til mennta- eða heilbrigðismála?
Þessum spurningum verða Framsóknarmenn og forystumenn ríkisstjórnarinnar að svara.
Hugmynd Framsóknarflokksins um stjórnlagaþing verður svo enn furðulegri þegar haft er í huga að nú þegar er starfrækt stjórnlagaþing á Íslandi. Alþingi Íslendinga er stjórnlagaþing í þeim skilningi að þar eru stjórnlög sett. Á Alþingi eru frumvörp til breytinga á stjórnarskrá lögð fram, flutt og samþykkt og svo borin undir þjóðaratkvæði.
Finnst fólki það virkilega skynsamlegt að stofna nýtt þing til hliðar við það þing sem þegar er til staðar?
Ég hef ekki orðið var við annað en að þeir sem hafa látið sig þessi mál varða hafi talað fyrir því að þingmönnum á Alþingi verði fækkað.
Hugmyndin um stjórnlagaþing gengur hins vegar út á að þingmönnum verði fjölgað um 41. Er einhver glóra í því?
Ég tel að við núverandi aðstæður í efnahagslífinu ætti ríkisstjórnin og Framsóknarflokkurinn frekar að einbeita sér að því að finna leiðir til þess að koma heimilum landsins og atvinnulífinu til bjargar en að eyða orku sinni og fjármunum skattgreiðenda í að stofna nýtt þing til hliðar við það sem fyrir er.
Ég get vel skilið að stjórnmálaflokkar vilji slá sér upp skömmu fyrir kosningar í þeirri von að auka fylgi sitt.
Það er hins vegar ekki verjandi að eyða þúsundum milljóna króna af skattfé í stjórnlagaþing a.m.k. ekki í þeirri mynd sem lagt er til.
Við höfum ekki efni á því.
Sigurður Kári
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.