Miðvikudagur, 18. mars 2009
Breytingar á stjórnarskránni
Þessi orðrómur á ekki við rök að styðjast og er beinlínis rangur.
Sjálfstæðisflokkurinn og þingmenn hans hafa ítrekað lýst vilja sínum til þess að breyta stjórnarskránni. Stjórnarskráin er að mörgu leyti úr sér gengin og þarfnast endurskoðunar. Að slíkri endurskoðun hafa sjálfstæðismenn unnið og lagt fram tillögur um breytingar á henni. Það er heldur ekki hægt að sitja undir því að Sjálfstæðisflokkurinn og þingmenn hans hafi með einhverjum hætti reynt að tefja framgang málsins innan Alþingis. Það sjá allir sem kynna sér málið.
Hins vegar teljum við að það skipti máli með hvaða hætti stjórnarskránni er breytt.
Stjórnarskráin hefur að geyma grundvallarlög lýðveldisins. Hún geymir meginreglur okkar þjóðskipulags sem önnur lög mega ekki brjóta í bága við.
Af þeim ástæðum er mikilvægt að löggjafinn umgangist stjórnarskránna af þeirri ábyrgð og virðingu sem hún á skilið og ætlast er til. Nauðsynlegt er að vandað sé til verka þegar gerðar eru breytingar á þessum mikilvægasta lagabálki þjóðarinnar. Um það hafa allir helstu stjórnlagasérfræðingar þjóðarinnar verið sammála síðan hún var upphaflega sett.
Þess vegna höfum við sjálfstæðismenn varað við því að beitt verði fljótaskrift og handahófskenndum vinnubrögðum varðandi grundvallarbreytingar á mikilvægum ákvæðum stjórnarskrárinnar, líkt og ríkisstjórnin, með stuðningi Framsóknarflokksins, leggur nú til að gert verði. Á slík vinnubrögð mun Sjálfstæðisflokkurinn ekki fallast þegar stjórnarskráin er annars vegar.
Við sjálfstæðismenn höfum einnig lýst vonbrigðum okkar með að gerðar séu tillögur um breytingar á stjórnarskránni án alls samráðs við stærsta stjórnmálaflokk landsins. Síðustu áratugi hafa allar þær breytingar sem gerðar hafa verið á stjórnarskránni verið gerðar með samkomulegi allra stjórnmálaflokka á Alþingi. Um fordæmi fyrir öðru þarf að leita allt til fjórða áratugs síðustu aldar, þegar gerðar voru breytingar á stjórnarskránni í andstöðu við vilja Framsóknarflokksins. Frá þeim tíma hafa stjórnmálaflokkarnir komið sér saman um breytingar á stjórnarskrá, þar til nú.
Vonandi munu stjórnarflokkarnir sjá að sér og ná samkomulagi við Sjálfstæðisflokkinn um breytingar á stjórnarskránni. Slíkt samkomulag ætti að geta náðst því nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sett fram tillögur um efni slíks samkomulags, sem lýtur að því að auðvelda breytingar á stjórnarskránni í framtíðinni með þjóðaratkvæðagreiðslum.
,,Stjórnarskráin er grunnlög lýðveldisins og þar er mikilvægt að um þau sé fjallað af mikilli ábyrgð og það sé reynt að ná sem breiðastri og víðtækastri samstöðu um þau mál."
Þetta sagði Össur Skarphéðinsson, núverandi utanríkis- og iðnaðarráðherra, í ræðu sem hann hélt á Alþingi þann 9. Mars 2007, þá sem stjórnarandstæðingur.
Í sömu umræðu sama dag sagði Ögmundur Jónasson, þá formaður þingflokks Vinstri grænna, nú heilbrigðisráðherra:
,,Stjórnarskránni á ekki að breyta í þeim tilgangi að afla kjörfylgis í aðdraganda kosninga, en framganga Framsóknarflokksins, sérstaklega í þessu máli, ber öll þess merki."
Ég er sammála þeim Ögmundi og Össuri.
Vonandi muna þeir félagar eftir því hvað þeir sjálfir sögðu fyrir tveimur árum síðan.
Og vonandi tekst þeim að sannfæra félaga sína í ríkisstjórninni um að þeir séu á rangri leið.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.