Föstudagur, 13. mars 2009
Kæru sjálfstæðismenn
Í prófkjöri okkar sem fram fer í dag og á morgun legg ég verk mín sem alþingismaður í dóm samherja minna. Ég óska eftir stuðningi í 2.-3. sæti í prófkjörinu.
Þegar ég tók sæti á Alþingi árið 2003 hét ég því að vinna ötullega að málefnum sem snerta allan þorra almennings sem er umhugað um að bæta kjör sín. Vera talsmaður almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna og vinna í þágu sjálfstæðisstefnunnar. Á þessum forsendum hef ég unnið.
Við stjórnmálamönnum blasa nú risavaxin verkefni við endurreisn samfélagsins. Við höfum verk að vinna og ég er reiðubúinn að axla þá miklu ábyrgð sem í þeirri vinnu felst. Á síðustu vikum og mánuðum hef ég sett fram þau áherslumál og hugmyndir sem ég vil beita mér fyrir við þá endurreisn.
Ég tók alvarlega það traust sem mér var sýnt í síðasta prófkjöri. Ég hef barist af krafti fyrir því að sjónarmið mín og Sjálfstæðisflokksins næðu fram að ganga, bæði í stjórn og ekki síður nú, í stjórnarandstöðu. Sjálfur hef ég átt frumkvæði að fjölda þingmála. Er þar skemmst að minnast frumvarps sem ég samdi og samþykkt var sem lög frá Alþingi sem greiða fyrir og hvetja til málsókna á hendur Bretum vegna beitingar hryðjuverkalaga.
Á Alþingi hefur mér verið falin mikil ábyrgð m.a. með formennsku í menntamálanefnd, þar sem ég hef m.a. unnið að heildarendurskoðun löggjafar um skólamál. Ég tel að á síðustu 6 árum hafi ég aflað mér mikilvægrar reynslu og þekkingar til að takast á við þau brýnu verkefni sem nú bíða úrlausnar.
Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi í minn garð og ekki síður við þau áherslumál sem vil beita mér fyrir við endurreisn samfélagsins.
Sá stuðningur er mér afar mikilvægur. Samband mitt við sjálfstæðismenn, ekki síst fjölmarga ósérhlífna þátttakendur í starfi flokksins í Reykjavík, er mér ómetanlegt.
Í þessu prófkjöri sæki ég fram. Ég sækist eftir því að vera í forystu Sjálfstæðisflokksins við það mikla endurreisnarstarf sem framundan er. Þess vegna fer ég þess á leit við sjálfstæðismenn að þeir veiti mér atkvæði sitt í 2.-3. sæti í komandi prófkjöri.
Höfundur er alþingismaður og óskar eftir stuðningi í 2.-3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.