Mánudagur, 9. mars 2009
Ingibjörg Sólrún hættir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hún væri hætt afskiptum af stjórnmálum og myndi hvorki bjóða sig fram til endurkjörs á landsfundi Samfylkingarinnar né í komandi Alþingiskosningum.
Brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar af vettvangi stjórnmálanna eru auðvitað mikil tíðindi, en þar hverfur á braut sterkasti leiðtogi Samfylkingarinnar.
Tímasetning brotthvarfs Ingibjargar Sólrúnar er auðvitað óheppileg fyrir Samfylkinguna því flokkurinn heldur prófkjör sitt innan skamms og landsfundur hans er framundan, auk þess sem alþingiskosningar nálgast óðum.
Erfitt er að segja til um hvaða áhrif brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar mun hafa á Samfylkinguna sem stjórnmálaflokk og gengi hans í komandi kosningum. Ingibjörg Sólrún hefur verið óskoraður leiðtogi jafnaðarmanna og því er brotthvarf hennar áfall fyrir flokkinn og flokksmenn.
Nú gengur maður undir manns hönd við að sannfæra Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um að taka við formennsku í Samfylkingunni. Jóhanna hefur sjálf lýst því yfir að hennar hugur standi ekki til formennsku í Samfylkingunni. Á meðan standa aðrir hugsanlegir formannskandídatar á hliðarlínunni og bíða þess sem verða vill.
Láti Jóhanna Sigurðardóttir ekki undan þrýstingi um að taka við formennsku í Samfylkingunni er ljóst að mikið valdatafl er framundan í Samfylkingunni sem kann að leiða til þess að flokkurinn muni laskast verulega í aðdraganda alþingiskosninga. Við sem höfum fylgst með þróun mála innan Samfylkingarinnar í nokkru návígi vitum að innan raða flokksins má finna einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að ganga með formennsku í Samfylkingunni í maganum, en eiga að öðru leyti fátt annað sameiginlegt.
Það verður því fróðlegt að fylgjast með þróun mála innan Samfylkingarinnar á komandi vikum.
Ingibjörg Sólrún lýsti því á blaðamannafundinum í dag að hún hyggðist nú einbeita sér að því að ná bata eftir þau erfiðu veikindi sem hafa hrjáð hana á síðustu vikum og mánuðum.
Ég óska Ingibjörgu Sólrúnu góðs bata og alls hins besta í komandi framtíð.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.