Föstudagur, 6. mars 2009
Lágmörkum skaðann
Ég skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar fjalla ég um skuldastöðu íslenska ríkisins og bendi á leiðir til þess að lágmarka skuldsetningu ríkissjóðs og komandi kynslóða.
Greinin er svohljóðandi:
"Eitt helsta áhyggjuefni nútímans er yfirvofandi skuldsetning ríkisins og komandi kynslóða í kjölfar efnahagshrunsins. Bent hefur verið á að sá skuldaklafi muni reynast komandi kynslóðum þungur kross að bera. Verkefni stjórnmálamanna nú er að tryggja að skaðinn verði lágmarkaður.
Mikilvægasta verkefnið
Á köflum hefur verið erfitt að henda reiður á umræðunni um yfirvofandi skuldir ríkissjóðs. Það er einkum tvennt sem mér finnst þýðingarmikið að benda á. Í fyrsta lagi, að það er rétt sem bent hefur verið á, að verstu spár gefa of dökka mynd af þeim vanda sem stefnir í. Í öðru lagi, að nú ríður á að takmarka sem allra mest þá skuldsetningu sem ríkissjóður gæti þurft að sitja uppi með. Þetta er eitt mikilvægasta verkefnið sem stjórnvöld ættu að vera að sinna þessa dagana.
Verstu spár sem ég hef séð um yfirvofandi skuldir ríkisins hljóða upp á um 2.200 milljarða króna. Mér sýnist að þeir sem settu fram slíkar spár hljóti að hafa gleymt að gera greinarmun á skuldunum sem kunna að falla á ríkissjóð og lánunum sem tekin verða til að greiða þessar skuldir. Það er vitaskuld tvítalning að leggja þetta tvennt saman. Ef milljón króna víxill fellur á ábyrgðarmann og hann tekur milljón króna lán til að geta borgað, þá skuldar hann auðvitað bara eina milljón en ekki tvær milljónir.
Hver er skuldastaðan?
En hver er staðan? Skuldir ríkissjóðs um síðustu áramót voru um 650 milljarðar króna. Í fjárlögum er gert ráð fyrir um 150 milljarða halla, sem bætist þá við skuldirnar. Ríkissjóður hefur gefið út skuldabréf til að greiða Seðlabanka Íslands fyrir skuldabréf bankanna. Útgáfan nam 270 milljörðum en á móti er áætlað virði eignanna um 50 milljarðar þannig að nettó vaxtaberandi skuld ríkissjóðs eykst um 220 milljarða við þetta.
Ofangreint leiðir til þess að skuldir ríkisins verði rétt um 1.000 milljarðar króna í lok þessa árs, eða um það bil 70-80% af landsframleiðslu. Það er ekki lítið en þó ekki meira en svo að það er nálægt OECD meðaltalinu eins og það var síðastliðið haust, áður en bankar víða um heim tóku að hrynja hver um annan þveran. Meðaltal OECD mun því væntanlega hækka umtalsvert fram til ársloka.
Hér á hins vegar eftir að taka tillit til tveggja þátta sem geta haft afgerandi áhrif á skuldastöðu ríkisins: Icesave-skuldbindinganna alræmdu og eiginfjárframlags ríkisins til bankanna þriggja sem fóru í þrot í haust.
Icesave
Nýjustu fregnir af Icesave-innlánunum herma að skuldbinding ríkisins vegna þeirra verði mun minni en talið var í fyrstu. Skilanefnd Landsbankans telur nú að fjárhæðin nemi 72 milljörðum króna, sambærilegri fjárhæð söluandvirðis Landssíma Íslands. Það er vissulega feiknarmikið fé en þó aðeins um 6% af landframleiðslu og ætti því ekki að gerbreyta framangreindri mynd. Þar að auki tel ég að eitt mikilvægasta verkefni næstu ríkisstjórnar verði að ná ásættanlegum samningum við bresk yfirvöld um lúkningu þessa máls, þannig að taki ríkissjóður yfirleitt á sig skuldbindingar verði lánskjör með þeim hætti að lánin verði lítt íþyngjandi. Íslensk stjórnvöld virðast hafa veitt eitthvað viðnám við afarkostum, fyrst enn hefur ekki verið samið um þessi mál. En það verður að gera betur.
385 milljarða lán?
Síðast en ekki síst þarf að skoða hugsanlegt eiginfjárframlag ríkisins til bankanna þriggja. Rætt hefur verið um að það nemi 385 milljörðum króna, sem ríkissjóður myndi þurfa að taka að láni. Það samsvarar um 30% af landsframleiðslu. Slík lántaka myndi því setja ríkið í þá ógnvænlegu stöðu að skulda meira en 100% af landsframleiðslu og vera þar með í hópi allra skuldugustu OECD þjóða.
Það er að mínu viti alls ekki forsvaranlegt fyrir ríkið að eyða slíkum fjárhæðum til þess að kaupa þrjá banka úr þrotabúum gömlu bankanna. Mér er kunnugt um að erlendir kröfuhafar hafi lýst yfir áhuga á að eignast Kaupþing og Íslandsbanka, sem myndi þýða að ríkissjóður þyrfti ekki að leggja þeim til neitt eigið fé. Ég er eindregið hlynntur því að sú leið verði skoðuð til hlítar, enda er ég ekki talsmaður þess að ríkið eigi banka, hvað þá stofni þá með óheyrilegum tilkostnaði. Sé ekki með sama hætti áhugi á Landsbankanum ætti ríkið annað hvort að kaupa minni hlut úr þrotabúi bankans með minna eiginfjárframlagi en rætt hefur verið um, eða hreinlega að bjóða hinum bönkunum tveimur að kaupa innlenda starfsemi hans.
Afstaða mín
Afstaða mín gagnvart málefnum bankanna helgast einkum af tvennu. Annars vegar er ég enn þeirrar skoðunar, þrátt fyrir örlög bankanna, að ríkið eigi ekki að stunda samkeppnisrekstur. Til lengri tíma litið væri það skref úr öskunni í eldinn. Hitt skiptir ekki síður máli, og um það held ég að jafnvel hörðustu andstæðingar mínir í stjórnmálum geti verið mér sammála, að ríkissjóður hefur hreinlega ekki ráð á því að taka risavaxin lán til þess að kaupa þrjá banka.
Þó skuldastaða ríkisins og kynslóða framtíðarinnar sé verulegt áhyggjuefni þá höfum við tækifæri til þess lágmarka skaðann. Þessi tækifæri er nauðsynlegt að grípa.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.