Hörð gagnrýni á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar

Ég gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í dag.

Í umræðum um störf þingsins rifjaði upp að í verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar kæmi fram að meginverkefni þessarar ríkisstjórnar væri að slá skjaldborg um heimilin í landinu, koma hjólum atvinnulífsins í gang á nýjan leik og að vinna að endurreisn bankakerfisins.  Þessi áform hefðu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar margítrekað í fjölmiðlum frá því að hún komast til valda.

Ég kallaði eftir því að í þessi brýnu verkefni yrði ráðist í stað þess að ríkisstjórnin eyddi heilli vinnuviku á Alþingi í umræður um breytingar á kosningalögum og stjórnarskrá, eins og gert hefði verið.

Ég benti í því sambandi á að breytingar á stjórnarskrá lækkuðu ekki greiðslubyrði heimilanna.  Breytingar á stjórnarskránni hefðu ekkert með endurreisn atvinnulífsins að gera og að hvorugt þessara mála stuðluðu að endurreisn bankakerfisins.

Brýnna væri að leysa þessi verkefni en að eyða dýrmætum tíma þingsins í umræður um breytingar á kosningalögum og stjórnarskrá.

Sjá:  www.sigurdurkari.is

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband