Fyrirspurn um öryggis- og björgunarmál

Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag spurði ég Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, um öryggis- og björgunarmál.

Tilefni fyrirspurnarinnar voru uppsagnir innan Landhelgisgæslunnar og afleiðingar þeirra fyrir öryggi sæfarenda.

Vefrit Morgunblaðsins gerði málinu skil á vefsíðu sinni, en í fréttinni segir:

“Hugsanlegt að Gæslan taki við verkefnum af Varnarmálastofnun

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði Rögnu um mál Landhelgisgæslunnar í ljósi þess, að segja ætti upp þyrluflugmönnum, sem myndi leiða til að björgunargeta stofnunarinnar muni skerðist verulega og ekki verði hægt að halda úti tvöfaldri vakt þyrluáhafna.

Sagði Sigurður algerlega óviðunandi að öryggi sjómanna sé teflt í hættu með þessu móti. Spurði hann hvort kannað hefði verið hvort hægt væri að fela Landhelgisgæslunni þau verkefni, sem Varnarmálastofnun sinnir og nota þá fjármuni, sem ætlaðir eru Varnarmálastofnun, um 1,5 milljarða króna á þessu ári. Sagðist Sigurður Kári vera sannfærður um að nota megi þessa fjármuni betur, þar á meðal til að styrkja innviði Landhelgisgæslunnar.

Ragna sagði, að fara yrði varlega í hagræðingaraðgerðum þegar komi að öryggi sjómanna og annarra. En Landhelgisgæslunni væri markaður útgjaldarammi árið 2009, og það væri ekki á valdi framkvæmdavaldsins að breyta því.

Ragna sagði, að hagræðingaraðgerðir stofnunarinnar miðuðu að því að skerða leitar- og björgunargetu hennar sem minnst. Fara þyrfti í gegnum sársaukafullar aðgerðir en flugrekstardeildin þurfi að þola minnsta skerðingu og fimm þyrluvaktir af sex haldi sér. Uppsagnir hjá einni þyrluvakt koma að fullu til framkvæmda í lok sumars en Ragna sagði, að sér væri tjáð að björgunargetan muni ekki skerðast.

Tilfærsla verkefna frá Varnarmálastofnun til Landhelgisgæslunnar væri einn af hagræðingarmöguleikunum sem verði að skoða. Hins vegar verði skoða hvort sameining stofnana skili raunverulegri hagræðingu áður en viðræður um slíka sameiningu hefjast.”

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband