Tími til kominn að snúa sér að aðalatriðunum

Þessi ríkisstjórn er að mörgu leyti merkileg.

Á upphafsdögum hennar sögðu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar að meginverkefnin væru að slá skjaldborg um heimilin í landinu, endurreisa bankakerfið og koma hjólum atvinnulífsins af stað á nýjan leik.

Önnur verkefni yrðu að bíða.

Frá því að þessi ríkisstjórn tók við völdum hafa eftirfarandi frumvörp verið samþykkt sem lög frá Alþingi.

  • - Lög um leit, rannsóknir og vinnslu kolefnis.
  • - Lög um kosningar til Alþingis.
  • - Lög um tekjustofna sveitarfélaga og gatnagerðargjald.
  • - Lög um uppbyggingu og rekstur fráveitna.
  • - Lög um Seðlabanka Íslands.

Á Alþingi var dagurinn helgaður frumvarpi sem ættað er úr smiðju ríkisstjórnarinnar til breytinga á kosningalögum þar sem lagt er til að tekið verði upp persónukjör í komandi alþingiskosningum.

Í kvöld kynnti ríkisstjórnin svo frumvarp til breytinga á stjórnarskránni lagt.

Þessi afrekslisti er merkilegur fyrir þær sakir að hann hefur ekkert með þau meginmarkmið að gera sem að var stefnt að ná í upphafi.

Ekkert þessara mála lýtur að því að slá skjaldborg um heimilin í landinu og enn síður lúta þau að endurreisn bankakerfisins og því að koma hjólum atvinnulífsins af stað á nýjan leik.

Ég held að það sé ekki seinna vænna fyrir ríkisstjórnina að fara að snúa sér að aðalatriðunum.

Þolinmæðinni eru ákveðin takmörk sett.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband