Sameiginlegur fundur með frambjóðendum í Iðnó

Sameiginlegur fundur með frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fór fram í Iðnó í gærkvöldi.

Flestir frambjóðendur mættu til fundarins, þar á meðal Sigurður Kári Kristjánsson, og spjölluðu við gesti um framboð sín og áherslumál.  Kári Sölmundarson, formaður félags sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri, stýrði fundinum af mikilli röggsemi, en að fundinum stóðu hverfafélög sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, Vesturbæ og Miðbæ og Nes- og Melahverfi. 

Fundarformið var óhefðbundið þar sem frambjóðendur gengu á milli borða þar sem þeir voru teknir tali.

Fundurinn heppnaðist vel en næsti fundur verður haldinn á næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 20.00 í Árbæjarskóla, þar sem frambjóðendur munu hitta fyrir sjálfstæðismenn í hverfafélögum í austurborginni.

Sjá:  www.sigurdurkari.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband