Troðfullt út úr dyrum við opnun kosningaskrifstofu Sigurðar Kára

Picture 087Troðfullt var út úr dyrum við opnun kosningaskrifstofu Sigurðar Kára Kristjánssonar, alþingismanns, í dag.  Mörg hundruð manns mættu til opnunar skrifstofunnar til þess að sýna Sigurði Kára stuðning sinn.

Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, kosningastjóri Sigurðar Kára, bauð gesti velkomna og tveir góðir vinir og samstarfsmenn Sigurðar Kára héldu ræður honum til stuðnings.

 

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók fyrstur til máls.  Í máli hans kom meðal annars fram hversu mikinn dugnað og frumkvæði Sigurður Kári hefði sýnt í störfum sínum á Alþingi, bæði sem formaður menntamálanefndar Alþingis en ekki síður á öðrum sviðum.  Vilhjálmur sagði Sigurð Kára hreinan og beinan stjórnmálamann sem léti skoðanir sínar í ljós og lýsti honum sem öflugum talsmanni Sjálfstæðisflokksins.  Ennfremur lýsti Vilhjálmur ánægju sinni með hversu mikinn þátt Sigurður Kári hefði tekið í þeirri miklu málefnavinnu sem lögð hefði verið af mörkum í grasrót Sjálfstæðisflokksins, nú síðast með Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins, sem Vilhjálmur stýrir af miklum myndarskap.

Á eftir Vilhjálmi tók Bjarni Benediktsson, alþingismaður, til máls, en Bjarni og Sigurður Kári tóku saman sæti á Alþingi árið 2003 eftir að hafa verið samstarfsmenn á lögfræðiskrifstofu árin þar á undan.  Í ræðu sinni lýsti Bjarni góðu og farsælu samstarfi þeirra tveggja á undanförnum árum og mikilvægi þess að sjálfstæðismenn í Reykjavík tryggðu Sigurði Kára það forystusæti sem hann sækist eftir í prófkjörinu.

Að lokum tók Sigurður Kári til máls og rakti helstu áherslur sínar í prófkjörinu, sem hægt er að kynna sér á www.sigurdurkari.is , og óskaði eftir stuðningi í 2. eða 3. sæti í prófkjörinu.

Það er óhætt að segja að formlegt upphaf kosningabaráttu Sigurðar Kára hafi hafist með miklum glæsibrag og ljóst að sá mikli og víðtæki stuðningur og hlýhugur sem hann fann fyrir eru mikið og gott veganesti í prófkjörsbaráttunni sem framundan er og gefur afar góð fyrirheit um að settu marki verði náð.

Myndir frá opnun kosningaskrifstofu Sigurðar Kára má sjá á vefsíðunni www.sigurdurkari.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband