Ekki benda á mig

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði í Kastljóssþætti Sjónvarpsins í gær að nokkur hundruð einkahlutafélög hefðu fengið sérstaka þjónustu í bankakerfinu.  Sú mynd sem Davíð dró upp af þessari sérmeðferð var ekki björt.

Í viðtalinu sagði Davíð orðrétt:

,,Það eru nokkur hundruð einkahlutafélög sem menn hafa ekkert verið að skoða.  Þessir menn fengu sérstaka þjónustu í bankakerfinu, væru menn sem eru þekktir í þjóðlífinu og stjórnmálalífinu og öðrum slíkum hlutum."

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því síðan yfir í dag að hann vildi að upplýst yrði um hvaða einkahlutafélög væri þarna um að ræða.

Ég er sammála um nauðsyn þess að þessi mál verði upplýst, ekki síst í ljósi þess að í viðtalinu nefnir Davíð sérstaklega að menn í stjórnmálalífinu hefðu notið sérmeðferðar í bankakerfinu umfram aðra.

Verði ekki upplýst hverjir í hlut eiga liggjum við öll, sem tökum þátt í stjórnmálalífinu, undir grun.

Vegna þess sem fram kom í viðtalinu við Davíð Oddsson vil ég ítreka það sem ég sagði í minni framboðstilkynningu.

Ég er hvorki hluthafi í né sit í stjórnum neinna fyrirtækja.  Það þýðir að ég er ekki hluthafi í einkahlutafélögum og hef þar að auki ekki hlotið neina sérmeðferð umfram aðra í bankakerfinu.

Ég er því með hreinan skjöld.

Mér finnst mikilvægt að það komi fram í ljósi þess sem fram kom í viðtalinu við seðlabankastjórann.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband