Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Ráð fyrir ríkisstjórn
Forustumenn ríkisstjórnarinnar hafa gefið í skyn að til standi að hækka skatta á Íslandi. Það gerði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, í Kastljósi 2. febrúar sl. og í svipaðan streng hefur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, tekið. Hann hefur boðað skattahækkanir, hátekjuskatt og breytingar í skattkerfinu. Því miður er ólíklegt að nýr ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Indriði H. Þorláksson, muni tala um fyrir Steingrími, enda hefur hann um árabil verið annálaður talsmaður ,,hressilegrar" skattheimtu. Það er því óhætt að segja að framtíð íslenskra skattgreiðenda hafi verið bjartari en einmitt nú.
Mín ráð til ríkisstjórnarinnar eru þau að hún leggi öll sín skattahækkunaráform til hliðar. Aðstæður í efnahagslífinu eru þannig að fólkið í landinu og fyrirtækin mega ekki við frekari áföllum. Stýrivextir eru himinháir. Verðbólgan líka. Krónan er hrunin. Margir hafa misst atvinnu sína en aðrir lækkað í launum. Kaupmáttur hefur dregist saman og greiðslugeta fólks minnkað. Fjöldi fyrirtækja er kominn í þrot. Önnur eiga í alvarlegum vanda.
Við slíkar aðstæður eru skattahækkanir ekki beinlínis sú aðgerð sem almenningur í landinu þarf á að halda. Þvert á móti ríður nú á slegið verði skjaldborg um almenning og fyrirtækin í landinu. Það væri einfaldlega aðför að þeim ef ríkið ætlaði sér að taka í sínar vörslur hærra hlutfall tekna þeirra en nú er gert.
Sjálfur tók ég beinan þátt í því að afnema hátekjuskattinn. Ég sé ekki eftir því. En nú vill Steingrímur J. vekja hann aftur til lífsins. Í hvaða formi veit ég ekki. Hitt veit ég þó að hátekjuskattur er skaðlegur að því leyti að hann dregur úr hvata fólks til að afla sér aukinna tekna. Á slíkum hvötum þarf hagkerfið að halda nú þegar kreppir að.
Þegar hátekjuskattur var við líði var hann lagður á tekjur sem námu rúmlega 300.000 kr. á mánuði. Yrði hátekjuskatturinn endurvakinn í þeirri mynd myndi hann koma sér verst fyrir ungt og skuldsett barnafólk með millitekjur sem nú á fullt í fangi með að greiða af lánum sínum. Það gefur augaleið að þetta fólk hefur margt annað og betra að gera við tekjur sínar en að afhenda þær stjórnmálamönnum til ráðstöfunar.
Það sama má segja um fyrirtækin okkar. Flest þeirra berjast nú í bökkum og eru að sligast undan háum fjármagnskostnaði og slæmum aðgangi að lánsfé. Með aukinni skattheimtu aukast líkur á að þau gefi upp öndina. Í kjölfarið eykst atvinnuleysi. Gegn því þarf að berjast. Þá dregur hún úr líkum á áhuga erlendra fjárfesta á að koma með fjármagn til landsins. Áhugi þeirra er lítill um þessar mundir, en hann mun snarminnka með auknum álögum.
Við tekjusamdrætti ríkisins verður að bregðast með öðru en aukinni skattheimtu. Þegar tekjur dragast saman þarf að draga úr útgjöldum. Það lögmál gildir alveg jafnt um rekstur ríkisins eins og annan rekstur. Skera þarf burt alla fitu í ríkisrekstrinum. Sumar stofnanir þarf að leggja niður eða sameina og verkefnum þarf að slá á frest. Slíkar niðurskurðaraðgerðir eru sársaukafullar, en nauðsynlegar. Verði ekki í þær ráðist mun hallarekstur okkar kynslóða skella á komandi kynslóðum. Slíkt er óverjandi.
Vonandi tekur ríkisstjórnin þessum ráðum mínum vel.
Málið er nú í þeirra höndum.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Greinin birtist í Viðskiptablaðinu í dag.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Sigurður, þú segir í greininni: "Aðstæður í efnahagslífinu eru þannig að fólkið í landinu og fyrirtækin mega ekki við frekari áföllum. Stýrivextir eru himinháir. Verðbólgan líka. Krónan er hrunin. Margir hafa misst atvinnu sína en aðrir lækkað í launum. Kaupmáttur hefur dregist saman og greiðslugeta fólks minnkað. Fjöldi fyrirtækja er kominn í þrot. Önnur eiga í alvarlegum vanda."
Er þetta þín lýsing á viðskilnaði Sjálfstæðisflokksins eftir nærri tveggja áratuga stjórnun flokksins sem endaði með mestu þjóðnýtingu allra tíma á Íslandi? Getur þú sagt mér og öðrum sjálfstæðismönnum sem hafa stutt flokkinn síðustu tvo áratugi hver sé ábyrgur?
Einar Páll Svavarsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:10
Sæll Sigurður.
"Fulltrúar lítilmagnans" eru enn á ný að sýna hverjir þeirra eigin skjóstæðingar eru...og það er svo sannarlega ekki lítilmagninn og þaðan af síður millistéttin.
Skattlagning á allt er svarið !
Sjáum til dæmis séreignasparnaðinn.... 1 milljón skatlögð gerir 600.000 krónur. Hverjum er verið að "hjálpa".... fólkinu eða Kosningabandalaginu ?
Þessi vinstri stjórn væri góður brandari ef hún væri bara í öðru landi...við sigjum upp með hana hjá okkur.
Haraldur Baldursson, 19.2.2009 kl. 13:14
"Aðstæður í efnahagslífinu eru þannig að fólkið í landinu og fyrirtækin mega ekki við frekari áföllum. Stýrivextir eru himinháir. Verðbólgan líka. Krónan er hrunin. Margir hafa misst atvinnu sína en aðrir lækkað í launum. Kaupmáttur hefur dregist saman og greiðslugeta fólks minnkað. Fjöldi fyrirtækja er kominn í þrot."
Þetta er góð lýsing hjá þér, Sigurður, á viðsklilnaði Sjálfstæðisflokksin eftir að r gafst upp við stjórn landsins og hljópst frá borði eins og skipsrotta.
Svo heldur þú að ríkisstjórnin núverandi að leiti sér ráða hjá þér. Ég vona bara að guð blessi þig um leið og hann blessar Ísland. Ekki veitir þér af.
Dunni, 19.2.2009 kl. 22:35
Sparnaðarráð no1.
Leggja niður alla starfsemi á Rvíkurflugvelli.
Óþarft með ölluað reka TVO stóra flugvelli í innan við 40 km radíus.
Hætta strax að greiða ferðakostnað manna sem stunda vinnu í öðrum landshlutum en starfstöð þeirra er. Þetta á til dæmis við um kennara í Háskólum víða. ÞEir fá meira greitt í allskonar ferðasposlur en laun fyrir vinnu sína.
Ef menn ekki vilja búa þar sem blásið er til starfsemi, verður að leita annarra starfskrafta eða leggja niður starfsemina að öðrum kosti.
Mibbó
oft með harðar skoðanir en ætíð þjóðlegar.
e.s.
ÞAkka drengilega baráttu gegn útþynningu ísl gilda.
Bjarni Kjartansson, 20.2.2009 kl. 10:20
Hvernig leggur þú til að ríkissjóður fjármagni fjárlagahallan ef ekki í gegnum skattheimtu?
Þór Ludwig Stiefel TORA, 20.2.2009 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.