Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Ný eftirlaunalög
Af frumvarpinu að dæma virðist tilgangur þess vera sá að breyta núgildandi lögum þannig að almenner reglur um lífeyriskjör opinberra starfsmanna gildi um alþingismenn, ráðherra, hæstaréttardómara og markmiðið sé því að koma á samræmi í lífeyrismálum ráðamanna og almennings.
Annað meginbreyting sem fram kemur í frumvarpinu er sú að laun fyrrverandi alþingismanna, ráðherra og hæstaréttardómara, sem þeir vinna sér inn fyrir önnur störf á vegum ríkisins, stofnana þess eða félaga í meirihlutaeigu þess, að stjórnmálaferli þeirra loknum, verði dregin frá eftirlaunum þeirra.
Eins og ég sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag sé ég enga ástæðu til annars en að taka þessum tillögum vel og með opnum huga. Þær eru í samræmi við þær tillögur sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði áherslu á í tíð síðustu ríkisstjórnar.
Ég hef verið þeirrar skoðunar að sjálfsagt sé að breyta eftirlaunalögunum á þann veg að lífeyrisréttindi alþingsmanna, ráðherra, hæstaréttardómara og forseta Íslands verði þau sömu og lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna. Að sama skapi hef ég lýst mig reiðubúinn til að ræða hugmyndir um að jafna lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og starfsmanna á almenna vinnumarkaðnum.
Ég hlýt því að taka þessum tillögum með opnum huga.
Í umræðu um eftirlaun alþingismanna, ráðherra, hæstaréttardómara og forseta Íslands, gleymist yfirleitt að halda því til haga að sú regla núgildandi laga, sem ætlunin er að breyta með nýja frumvarpinu, um heimildir þessara aðila til þess að taka að sér önnur störf á vegum ríkisins án þess að áunnin eftirlaunaréttindi þeirra skerðist var lögfest árið 1965, en ekki með hinum umdeildu eftirlaunalögum frá árinu 2003.
Við sjálfstæðismenn lögðum til að þessari reglu yrði breytt nú fyrir áramót og í ljósi þess fæ ég ekki séð að ástæða sé til þess að standa henni í vegi. Þvert á móti tel ég að um þessa breytingu ætti að geta náðst nokkuð góð sátt, að því gefnu að hún standist ákvæði annarra laga sem um þessi mál gilda.
En hið nýja eftirlaunafrumvarp má bæta.
Ég held að þær miklu deilur sem uppi hafa verið um eftirlaun alþingismanna, ráðherra, hæstaréttardómara og forseta Íslands séu ekki síst tilkomnar vegna þess að samkvæmt núgildandi lögum eru það þingmenn og ráðherrar sjálfir sem eru að taka ákvarðanir um lífeyrisréttindi sín og hafa sjaldan komist að sameiginlegri niðurstöðu um það með hvaða hætti þessum málum skuli hagað.
Mér finnst ófært að kjörnir fulltrúar á Alþingis séu að taka ákvarðanir um kaup sitt og kjör með lagasetningu. Það er ekki heppilegt að menn séu dómarar í eigin sök og það er í raun óþolandi að þurfa að standa í stappi um eigin kjör einkum þegar önnur og brýnni viðfangsefni bíða úrlausnar.
Samkvæmt núgildandi lögum tekur kjararáð ákvarðanir um laun alþingismanna, ráðherra, hæstaréttardómara og forseta Íslands. Hins vegar setja alþingismenn lög um lífeyrisréttindi þessara hópa.
Mér þætti mun eðlilegra og til mikilla bóta ef í hinu nýja frumvarpi yrði í eitt skipti fyrir öll kveðið á um það að ákvarðanir um kaup og kjör þessara hópa yrðu færð í frá alþingismönnum og til kjararáðs.
Með því yrði tryggt að kjararáð tæki ákvarðanir um þingfarakaup, laun, lífeyrisréttindi og önnur réttindi þessara hópa, án þess að þeir hefðu nokkuð um það að segja.
Þannig gæti löggjafinn frekar eytt kröftum sínum í önnur og brýnni verkefni en að karpa um sín eigin kjör.
Slíkt fyrirkomulag væri að mínu mati til mikilla bóta.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Ég er ekki oft sammála þér, Sigurður Kári, en þarna hittir þú naglann á höfuðið. Það er í hæsta máta óeðlilegt að Alþingismenn ákveði kjör sín sjálfir. Gott að þú ert hlyntur frumvarpinu, sem hefði átt að ná fram að ganga fyrr, miklu fyrr!
Baldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 18:13
Sigurður,
Það er alveg augljóst að lífeyrisréttindi þessara hópa eiga ekki að lúta neinum öðrum lögmálum en lífeyrisréttindi sambærilegra hópa í starfi hjá ríkinu. En það er eitt sem ég botna ekki í og kannski kemur þar til ókunnugleiki minn í pólitík.
Af hverju var þetta eftirlaunamál þá ekki klárað á svona einfaldan hátt í síðustu ríkistjórn (D og S) þegar hún fjallaði um þetta frumvarp rétt fyrir jól ef ég man rétt?
Egill Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 02:13
Það er spilling að þeir ákvarði þetta sjálfir og mál að stoppa það.
EE elle
EE (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.