Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Sundurlyndi innan Samfylkingarinnar
Krafa Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og formanns Alþýðuflokksins, um að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir axli sín skinn og láti af formennsku í Samfylkingunni, ellegar sé honum að mæta í kosningu, kemur ekki á óvart.
Hótun Jón Baldvins er skýr birtingarmynd þess sundurlyndis sem nú ríkir innan Samfylkingarinnar, sundurlyndis og sundurþykkju sem Samfylkingarfólk hefur aldrei viljað heyra á minnst.
Krafa Jóns Baldvins um afsögn Ingibjargar Sólrúnar undirstrikar þá lýsingu sem fram kom í máli Geirs H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, við stjórnarslit ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, þá lýsingu að Samfylkingin sem stjórnmálaflokkur væri í tætlum.
Það er líka til marks um ástandið innan Samfylkingarinnar að Jón Baldvin, af öllum mönnum, skuli stinga upp á því að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, taki við formennsku í flokknum. Milli þeirra tveggja hefur aldrei verið kært.
Það muna til dæmis allir eftir því þegar Jón Baldvin gekk pólitískt milli bols og höfuðs Jóhönnu í formannskosningu í Alþýðuflokknum um árið sem leiddi til þess að Jóhanna sagði sig úr Alþýðuflokknum og stofnaði Þjóðvaka.
Og nú vill Jón Baldvin að Jóhanna verði formaður!
Það segir meira en mörg orð um ástandið.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Það vekur athygli hversu umræðan um Jón Baldvin er lítil. Reyndar ekki við því að búast að menn taki mark á gálfrinu þegar glingrað er.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.2.2009 kl. 22:37
Ingibjörg Sólrún er veik og ég hygg að flestir virði friðhelgi hennar einkalífs, með því að beina ekki spjótum í hennar átt. Vandi Jóns Baldvins og í raun Samfylkingarinnar er sá að Ingibjörg setur stefnuna á endurkomu. Það séð í þröngum tímaramma fram að kosningum gerir honum ill mögulegt að bíða eftir ISG.
Ábyrgð
Ákall hans um ábyrgð er þörf og á mega allir flokkar taka það til sín. Baráttumálin eru ekki að hverfa, en það þarf nýja ræðara.
xD(1)
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki ónæmur fyrir kalli um ábyrgð og teldi ég farsælast fyrir flokkinn að endurnýja alla framvarðasveitina. Ég held til að mynda að allir fyrrverandi ráðherrar xD ættu að snúa til annarra starfa í amk. 3-4 ár. Það hefur ekkert með gæði þessa fólks að gera, miklu heldur að nýr kafli er kominn í líf þessa ágæta fólks og í okkar landi.
xD(2)
Þingmenn xD allir mega reyndar skoða sinn hug varðandi önnur atvinnutækifæri. Jafnvel þú kæri Sigurður Kári. Þó þú hafir í gegnum tíðina verið eindreginn málssvari margra góðra og þarfra mála og gildra sjónarmiða. Endurnýjun þarf ekki endilega að fela í sér að "eldra" fólkið verði að víkja. Jafnvel ungir menn eins og þú hafa gott af því að reyna sig á öðrum vettvangi en á í stjórnmálum. Endurkoma er síðan ekki bara möguleg, heldur oft mjög af hinu góða.
Jón Baldvin
Verði Jóni af ósk sinni fær hann sprotann að nýju. Samfylkingin er hins vegar ekki Alþýðuflokkurinn, eins og hann reyndar sjálfur bendir oft á. Samfylkingin er mun ósundurleitari flokkur (réttara að segja bandalag) sem ég hygg að muni í hræðslu standa að baki sínum núverandi formanni. Jóhanna, vinkona Jóns, hefur ekki kjark til að fara á móti ISG. Og Jón ekki bakland til að ýta henni til hliðar. Væri ég hið minnsta tilfinningalega tengdur xS (sem ég svo sannarlega er ekki) myndi mér þykja þessi þróun leið. Ingibjörg er nefnilega, að mínu áliti, einn sísti leiðtoginn í íslenskum stjórnmálum.
xD(3)
Nýtt fólk þarf að koma fram í Sjálfstæðisflokknum. Nýtt fólk sem er ekki sligað af farangri gamalla mistaka. Nýtt fólk sem er reiðubúið að takast á við nýjar nálganir, án þess að horfa of stíft aftur á bak til fyrri yfirlýsinga.
Konrad Adenauer
„Was interessiert mich mein Geschwätz von gestern?"
"Hvaða áhuga á ég að hafa á einhverri vitleysu sem ég sagði í gær"
Adenauer var fyrsti kanslari Vestur-Þýskalands eftir Seinni-Heimstyrjöldina. Hann var einn mikilfenglegasti stjórnmálaleiðtogi síðustu aldar. Þegar reynt var að núa honum um nasir gömul fullyrðing hans, svarði hann með þessum fleygu orðum og gerði tvennt í einu, játaði fyrri mistök og slökkti á snöktandi gagnrýnanda. Færi vel að menn af þessari stærðargráðu fetuðu sig aftur í stjórnmálum.
Haraldur Baldursson, 16.2.2009 kl. 09:30
Aðvörun: forðist Samfylkinguna vegna stórkostlegrar sprengihættu !
Jón Baldvin er kominn aftur eftir langa og "þurra" hvíld. Á fundi Alþýðuflokksmanna sýndi hann, að ekkert er fyrirgefið og engu er þyrmt. Þótt hann beri sjálfur mesta ábyrgð á efnahagskreppunni, þá verður hún notuð til að ryðja keppinautum úr vegi.
Hér má vísa til sannleiks-orða Björns Bjarnasonar:
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.2.2009 kl. 10:22
Óhuggulegt er að sjá hvernig þið íhaldsmenn sjáið ekki bjálkann í eigin augum. Reynið viðstöðulaust að dreifa athyglinni frá ykkar eigin klúðri. ÞIÐ SKYLJIÐ EFTIR YKKUR SVIÐNA JÖRÐ OG RÍFIÐ SVO KJAFT. Kunnið ekki að skammast ykkar.
Davíð Löve., 16.2.2009 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.