Á að skipta um gjaldmiðil á Íslandi? - Opinn fundur í Valhöll

Í dag, fimmtudag, klukkan 18.15 verður haldinn opinn fundur í Valhöll, við Háaleitisbraut, um gjaldmiðlamál undir yfirskriftinni:

Á að skipta um gjaldmiðil á Íslandi?

Frummælendur á fundinum verða Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður, og Ársæll Valfells, lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Fundarstjórar verða Fanney Birna Jónsdóttir, formaður Heimdallar, og Theódór Bender, formaður Óðins.

Fundurinn er öllum opinn.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ef skipta á um gjaldmiðil, verðum við að fá greiðslumiðil, sem er traustur en ekki mjög flöktandi , því að til dæmis Evran er flöktandi.

Sviss franki væri hugsanlegur sem slíkur en svona til að byrja með, væri rétt AÐ HAF EINN GJALDMIÐIL  á Íslandi.  Núna erum við með tvo, annarsvegar þann,sem menn hér fá laun í og hinsvegar þann sem menn skulda í.

Til skamma tíma voru menn skammaðir fyrir að taka lá í öðrum gjaldmiðli, en þeim sem þeir fengu laun í EN  BANKARNIR LÁNA BARA EKKI Í  þeim miðli semm venjulegir borgarar þessa lands fá laun sín í.

Þeir krefjast einhvers gjaldmiðils, sem breytist eftir óútreiknanlegum ástæðum og stundum vegna BEINNA árása bankana (annars samningsaðilans) á gegni gjaldmiðlsins sem viðskipta ,,vinur" bankans (hinn samningsaðilinn) fær tekjur sínar í.

Svo er verið að tala um HEILBRIGT VIÐSKIPTAUMHVERFI.

Manni verður flökurt.

Bjarni Kjartansson, 12.2.2009 kl. 09:39

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sæll Sigurður Kári.
Ég vona að landið beri nú gæfu til að halda krónunni og gefa henni frið til að skapa líflínu okkar, útflutningnum, svigrúm til að hífa okkur upp úr þessari lægð sem við erum í. Krónan er einn okkar sterkasti og áreiðanlegasti bandamaður.

Haraldur Baldursson, 12.2.2009 kl. 11:18

3 Smámynd: Benedikta E

Haraldur - Gott að heyra þetta frá þér um blessaða krónuna - hún er nefninlega ekki sjálfvirk -  sveiflurnar á henni eru mannanna verk. Krónan    hentar okkur.

Benedikta E, 12.2.2009 kl. 11:51

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Komið þið sæl

Það er sem sagt ekki runnið af mönnum ennþá? Þetta er ótrúlegt. Eftir allt sem á hefur gengið.

Er ekki brýnna að skipta um hugsunarhátt heldur en um gjaldmiðil?

Gjaldmiðill Íslands, krónan, er ein af forsendum sjálfstæðis Íslands. Krónan hefði ekki haggast ef menn hefðu ekki hagað sér eins og kjánar í 5 ár. Það er mun einfaldara að skipta um hugsunarhátt. Ekkert jafnast á við góða hagstjórn og að stunda atvinnurekstur og viðskipti af hyggjuviti í stað offors og villimennsku.

Að geta prentað peninga og stýrt þeim er ein af forsendum sjálfstæðis þjóða. Galdurinn við peninga er sára einfaldur og alltaf þessi: að hafa þá NÚNA!

Kveður

Gunnar Rögnvaldsson, 12.2.2009 kl. 12:32

5 identicon

Ég er hræddur um að peningaprentun sé það úrræði sem enginn heilvita maður myndi leggja til málanna í stöðunni í dag.

Aðalatriðið er að aðskilja "upptöku nýs gjaldmiðils" frá "hugmyndinni um aðild að ESB".

Viðskiptaráðherra talar nú á erlendum vettvangi eins og við séum bara að fara að sækja um aðild að ERM. Efnahagur landsins er hjúpur erlendra gjaldmiðla sem umlykja krónusvæðið Ísland eins og ísköld þokumóða.

Geta Íslendingar stundað eðlileg og heiðarleg viðskipti sem ganga ekki út á að taka gengisgróða úr vasa almennings?

sandkassi (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:57

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já ættir þú ekki að vera hrifinn af US dollar Gunnar, því þar keyra prentvélarnar dag og nótt núna, ásamt í fleiri löndum sem ráða sér sjálf. Bandaríkjamenn munu gera "what ever it takes" til að koma hjólunum í gang og komast hjá verðhjöðnun.

Þú gætir kanski reynt að prenta ríkisskuldabréf í staðinn, til að fjármagna ríkissjóð, ef þá einhver vill kaupa þau með X% ávöxtun í mynt sem þú ræður engu um hvaða stýrivexti ber. Ég er hræddur um að kaupendur verði fáir og langt á milli þeirra. Spánn er að reyna núna, einnig Grikkland og Írland og Belgía og Holland. En lítið gengur

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.2.2009 kl. 06:54

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þess má geta hér að núna er seðlabanki Bandaríkjanna eini bankinn í Bandaríkjunum sem virkar sem banki og sem veitir peningum út í samfélagið. Enda hefur efnahagsreikningur hanns margfaldast á örskömmum tíma.

Þeir sem eru að biðja um að losa okkur við svona lífsnauðsynlega stofnun ættu að reyna að giska á hvernig ástandið væri er það væri enginn seðlabanki í þjóðfélaginu - á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þá held ég að svitinn á andlitum ykkar væri frekar súr og Lettneskur.

Þessi myntumræða er hættuleg öryggi þjóðarinnar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.2.2009 kl. 07:17

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Heyr heyr Gunnar !

Betur færi ef íslenskir stjórnmálamenn og aðrir ókjörnir ráðherrar hlýddu betur á orð þín. ESB þægð og/eða gjaldmiðlablinda eru það sísta sem við þurfum á að halda.

Haraldur Baldursson, 13.2.2009 kl. 08:21

9 identicon

nei láttu ekki svona Gunnar,

annars er ég kominn á þá skoðun að við ættum að taka upp nýjan gjaldmiðil samhliða krónu.

Það er alveg gríðarlega úrelt að tengja gjaldmiðil við sjálfstæðisumræðu. Þetta hljómar svona eins og hræðsluáróður 3. kynslóðar kvótaerfingja sem þora ekki að vera með fljótandi gjaldmiðil (krónu) og þora ekki heldur að beygja sig undir eðlileg markaðslögmál (með gjaldmiðil sem er í lagi).

Varðandi dollar þá er búið að prenta svolítið mikið af honum en ýmislegt rugl er þó á sveimi í sambandi við dollar. Dollar er sterkasti gjaldmiðill heims og er bara alvöru frjálshyggjugjaldmiðill. Gull og olía er verðlagt í dollar ect. og dollar hefur bara aldrei hrunið. Hann mun ekki gera það núna.

Nú eigum við að ná okkur í dollara og ganga í NAFTA.

En Gunnar R. ég nenni ekki að rífast mikið við þig því mér þykir þú of skemmtilegur til þess. Þú mátt samt ekki vera svona hræddur við eðlileg markaðslögmál.

Það á ekki stjórna genginu út frá hagsmunum útflutnings, það er það hroðalegasta fokking around og sveitamennska sem til er. Eina leiðin til þess að setja Kínamúr utan um starfssemi Seðlabankans er að ráða erlenda aðila til þess eins og AGS er reyndar að benda á, en ber það vott um sjálfstæði?

njeee

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 10:08

10 identicon

Annars er alltaf möguleiki að taka krónuna upp einhliða-:)

bkv.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 11:01

11 identicon

Svarið er, "tvímælalaust" eigum við að "kasta krónunni", það er að segja þessari "venjulegu" sem flækst hefur fyrir "Gullmolanum" okkar í of mörg ár.  Við við þurfum ekki að leita langt yfir skammt.  "Gullmolinn okkar", það er að segja "verðtryggða loftbólukrónan" er það sem koma skalog þessi "venjulega" króna skal út.  Hugsið ykkur hvað við eigum "gríðarleg auðæfi" í "verðtryggðu loftbólukrónunni" sem flæðir um allt "peningakerfið okkar" og er nú reyndar á góðri leið með að útrýma þessari "venjulegu" fyrir okkur.  Um hver einustu mánaðamót stækkar þessi "auðæfapakki okkar" um stórar upphæðir.  Við þurfum að byggja upp nákvæmari "verðbólguskráningu" fyrir "verðtryggðu loftbólukrónuna" og ekki seinna en á morgun þurfum við að hefja "loftbólukrónugengisskráningu" og birta hvern dag klukkan 8 að morgni svo að allir sjái hversu auðæfi þeirra hafa vaxið frá gærdeginum.  Það er lítið mál að hefja þessa skráningu og til þess getum við byggt upp "verðbólgukrónuráðuneyti" og skaffað þessum 15 þúsundum sem nú þegar hafa hrökklast úr vinnu vegna "venjulegu krónunnar" atvinnu.  Nú ef við erum ekki sátt við "loftbólukrónugengisskráninguna" í dag, þá hvetjum við alla til að hækka verð svo að næsta dag þar á eftir hækkar "loftbólukrónugengisskráningin" og allir eignast fleiri "verðtryggðar loftbólukrónur".  Við bjóðum erlendum fjárfestum uppá "Gullmolareikninga", sem virka þannig að þeir leggja inn á "Gullmolareikninginn" "loftbólukrónurnar" sem þeir fengu fyrir "fánýtar" evrur, dollara og aðra gjaldmiðla og geyma þar í óákveðinn tíma.  Þegar þeir svo breyta öllum "loftbólukrónunum" í sýna gjaldmiðla aftur, þá fá þeir auðvitað miklu fleiri evrur, dollara og aðra gjaldmiðla en þeir komu með í fyrstu, en það er aftur seinni tíma vandamál hvar við fáum alla erlenda gjaldmiðla sem þeir vilja fá til baka eftir að hafa ávaxtað "verðtryggðu loftbólukrónurnar" sínar í nokkra mánuði eða jafnvel nokkur ár.  Barnabörn ,barnabarnabörn og barnabarnabarnabörnin geta séð um að útvega fleiri evrur, dollara og aðra gjaldmiðla af þeirri tegund sem erlendu fjárfestarnir komu með og vilja fá aftur nema þeir verði svo ánægðir með "loftbólukrónurnar" að þeir hreinlega flytji til landsins og helli sér í "loftbóluleikinn" með okkur.  Þegar við lánum þessar "loftbólukrónur" til loftbólufjárfestinga hér innanlands, þá búum við til "loftbóluveð" til að hafa öruggar tryggingar fyrir "loftbólulánunum".  Hugsið ykkur hvað við erum snjallir fjármálamenn og hvað "verðtryggða loftbólukrónan" er stórkostlegt kraftaverk sem skapast hefur í höfði einhvers "loftbólufjármálasnillings".  Það er þó eitt vandamál sem við þurfum að reyna að finna lausn á.  Þar sem þessar "verðtryggðu loftbólukrónur" verða bara til í formi "skuldabréfa og annarskonar pappírssniffsa" má alls ekki umbreyta þeim í "loftbóluseðla", því þá erum við að færa okkur aftur í form "venjulegrar krónu" og hún er einskis virði og verður ekki um ókominn tíma.  Seðlaprentun verður um alla tíð bara í formi "verðtryggðar loftbólukrónuskuldabréfa". 

Ég nenni ekki að útskýra þetta frekar í dag, geri það kannski seinna. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 10:52

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Tja. Verðtyggð ríkisskuldabréf eru nú ágætur peningur einnig. Þetta er um 1,5 trilljón dollara markaður á ári hverju og þáttakendur eru t.d. ríkisstjórnir eftirfarandi landa.

Bandaríkin

Bretland

Þýskaland

Frakkland

Canada

Ítalía

Japan

Svíþjóð

Ísland

Grikkland

Ástralía

Svo eru til verðtryggðir skattar. eins og t.d í ESB og svo er til . . . .

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband