Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Stjórnarskrárbreytingar á ljóshraða
Þetta sagði Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, í ræðu á Alþingi 9. mars 2007.
Í verkefnaskrá minnihlutastjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna segir:
,,Breytingar verði gerðar á eftirtöldum atriðum í stjórnarskrá lýðveldisins:
a) Kveðið verður á um auðlindir í þjóðareigu.
b) Sett verði ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur.
c) Aðferð við breytingar á stjórnarskrá með sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu.
Lög verða sett um skipan og verkefni stjórnlagaþings."
Ef eitthvað er að marka verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar þá hyggst hún ráðast í og afgreiða þær stjórnarskrárbreytingar sem þar eru nefndar. Sumar þeirra varða helstu hagsmunamál þjóðarinnar sem harðar deilur hafa staðið um í áratugi.
,,Stjórnarskráin er grunnlög lýðveldisins og þar er mikilvægt að um þau sé fjallað af mikilli ábyrgð og það sé reynt að ná sem breiðastri og víðtækastri samstöðu um þau mál."
Þessi orð lét Össur Skarphéðinsson, núverandi utanríkis- og iðnaðarráðherra, falla í ræðu sem hann hélt á Alþingi þann 9. mars 2007, þá sem stjórnarandstæðingur.
Ég er sammála þessum orðum Össurar. Stjórnarskráin felur í sér grundvallarlög íslenska lýðveldisins og hana ber að umgangast af varfærni. Um stjórnarskránna þarf að fjalla af mikilli ábyrgð og það er mikilvægt að víðtæk pólitísk samstaða náist um stjórnarskrárbreytingar.
Fram til þessa hafa stjórnvöld leitast við að ná þverpólitískri samstöðu um stjórnarskrárbreytingar. Það var til dæmis gert þegar ráðist var í endurskoðun á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar árið 1995, undir forystu Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.
Sú ríkisstjórn sem nú hefur boðað umfangsmiklar breytingar á stjórnarskránni hefur ekki haft neitt samráð um þær breytingar við Sjálfstæðisflokkinn og þar með ekki sýnt nokkra viðleitni í þá átt að um þær náist samstaða. Hvers vegna veit ég ekki, því Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið reiðubúinn til viðræðna um endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Sú staðreynd að áformað sé að gera breytingar á stjórnarskránni á ljóshraða ber þess heldur ekki merki að ríkisstjórnin ætli sér að umgangast hana af þeirri ábyrgð sem Össur Skarphéðinsson, ráðherra í þeirri ríkisstjórn sem nú hefur þessi áform uppi, hvatti til í árslok árið 2007.
Sjálfur trúi ég því ekki að ríkisstjórninni sé alvara að ætla sér að breyta stjórnarskránni í svo veigamiklum þáttum á svo skömmum tíma. Í slíkri vinnu verða stjórnmálamenn að sýna þá ábyrgð og þann þroska að ganga hægt um gleðinnar dyr og vanda til verka.
Stjórnarskránni á ekki að breyta í þeim tilgangi að afla kjörfylgis í aðdraganda kosninga", eins og Ögmundur Jónasson sagði í ræðu sinni sem hér hefur verið vitnað til.
Samráðherrar Ögmundar í ríkisstjórninni ættu að hafa orð hans frá árinu 2007 í huga áður en þeir taka frekari ákvarðanir.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Þakka þér fyrir góða grein og fína pistla undanfarið. Þú stendur þig vel.
Anna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.