Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Látnir taka pokann sinn
Í dag sögðu þeir Valur Valsson, stjórnarformaður Nýja Glitnis hf., og Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Nýja Kaupþings hf., af sér.
Þar með bætast þeir á lista þeirra sem þurft hafa að taka pokann sinn í kjölfar stjórnarskipta, lista sem sífellt lengist.
Valur Valsson og Magnús Gunnarsson voru skipaðir formenn stjórna þessara tveggja banka í kjölfar bankahrunsins. Undir þeirra stjórn átti að endurreisa bankana tvo, en til þeirra var leitað vegna yfirgripsmikillar reynslu þeirra og þekkingar á bankarekstri, en báðir eiga þeir að baki farsælan feril á bankamarkaði.
Þó svo að þeir Valur og Magnús hafi sjálfir sagt upp störfum þarf engum að dyljast að frumkvæðið að uppsögnum þeirra kemur ekki frá þeim sjálfum heldur ráðherrum ríkisstjórnarinnar, þó svo að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafi reynt að láta í annað sé látið skína í fjölmiðlum.
Í frétt um málið á vef Ríkisútvarpsins í dag sagði:
,,Í samtali við fréttastofu sagði Valur að ákvörðunin væri ekki beinlínis tekin að beiðni stjórnvalda. Hann segði af sér til að skapa frið til þeirra mannabreytinga sem ríkisstjórnin kysi að gera á stjórnum bankanna. Valur og Magnús ræddu við Steingrím J. Sigfússon í fjármálaráðuneytinu á föstudag. Þeir sendu Steingrími afsagnarbréf í dag."
Af fréttinni að dæma virðist ljóst að þó svo að ákvörðun Vals og Magnúsar hafi ekki beinlínis verið tekin að beiðni stjórnvalda hafi þau haft mikið með hana að gera.
Hins vegar hefur ekkert komið fram um að yfirmenn þessara manna hafi haft nokkuð út á störf þeirra að setja heldur virðast önnur sjónarmið hafa ráðið þar för.
Því verður ekki neitað að sú óþægilega hugsun læðist að manni að nú hugsi forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, sér gott til glóðarinnar og ætli sér að nýta bankana sem valdatæki og að afskipti stjórnmálamanna af málefnum bankanna verði nú meiri en við höfum áður séð.
Miðvikudaginn 4. febrúar síðastliðinn birti Morgunblaðið grein eftir mig undir fyrirsögninni ,,Þetta eru verkefnin", en hún er einnig birt á þessari síðu. Í greininni tiltók ég átta verkefni sem ég tel mikilvægast að ríkisstjórnin ráðist í fram að kosningum til þess að bregðast við þeim alvarlegu aðstæðum sem uppi eru í þjóðfélaginu.
Eitt af þessum brýnu verkefnum sem ég nefndi varðar endurreisn bankanna. Um hana sagði ég:
,,1. Endurreisn bankanna. Eitt mikilvægasta verkefnið nú er að endurreisa bankana. Virki bankakerfið ekki, mun atvinnulífið ekki ná sér á strik á nýjan leik. Tryggja þarf að endurmat á eignum bankanna og samningar við kröfuhafa gömlu bankanna um greiðslur fyrir eignir nýju bankanna umfram yfirteknar skuldir þeirra gangi skjótt fyrir sig. Ríkið getur þá loksins lagt þeim til eigið fé og starfsemi þeirra komist í eðlilegt horf. Atvinnulífið í landinu getur ekki án skilvirks bankakerfis verið. Gangi endurreisn bankanna ekki hratt og vel fyrir sig mun það hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulífið. Samhliða þessu þarf að kanna hvort skynsamlegt sé að grípa til sameiningar á bankamarkaði til að ná fram nauðsynlegri hagræðingu."
Ég óttast að ríkisstjórnin hafi hlaupið illilega á sig með ákvörðun sinni um að láta Val Valsson og Magnús Gunnarsson víkja sem stjórnarformenn bankanna.
Að öllum líkum mun hún hafa þær afleiðingar að veruleg töf verði á hinni nauðsynlegu endurreisn bankanna. Það segir sig auðvitað sjálft að væntanlegir stjórnarformenn bankanna munu þurfa tíma til þess að setja sig inn í rekstur og málefni bankanna tveggja og til að marka stefnu um framtíð endurreisnarinnar.
Við þeirri töf sem fyrirsjáanleg er mega fólkið í landinu og fyrirtækin ekki við.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Þessi málflutningur þinn varðandi bankastjórana er vart sæmandi. Oftast hefur mér fundist þú mæla af röksemi, en undanfarið þá virðast einhver smáatriði sem oft eru huglæg ráða ferðinni. Nú eiga allir þingmenn landsins að sameinast um að koma hlutunum í lag. Síðan geta flokkarnir farið í kosningagírinn.
Sem kjósanda og landsbyggðamanni finnst mér með ólíkindum hvernig alls kyns kerfiskarlar virðast vera notaðir í einhverjum annarlegum tilgangi.
Þáð hefur komið fram í fréttum að ekki var farið fram á það við Val og Magnús að þeir létu af störfum, þvert á móti. Hins vegar virðast annarleg sjónarmið hafa ráðið för er þeir ákveða þetta sjálfir. Einhver pólitísk rök, kannski þau duldu rök að þeir séu að gera nýju ríkisstjórninni óleik, eða þá nýju stjórnarandstöðunni greiða, ekki það að ég viti hvar í flokki þeir eru. Því það er rétt sem þú segir að þetta getur valdið vandkvæðum ef þeir hætta skyndilega.
Mér finnst ótrúlegt að menn í hinum ýmsu stöðum þurfi að hætta þótt skipt sé um ríkisstjórn, því í stofnunum eins og bönkum eiga viðskiptaleg sjónarmið að ráða för en ekki pólitísk. Þetta held ég að allir viðurkenni, líka Steingrímu J., enda bað hann þá að sitja áfram.
Það væri með ólíkindum ef ráðherra gæti ekki tjáð sig um eitthvert málefni, t.d. að komið hafi til umræðu að skoða einhver mál eða stofnanir, þá rjúki allir sem eru þar í yfirmannsstöðu upp og segi stöðum sínum lausum.
Ég held að aðalatriði í sambandi við bankakerfið, eins og þú bendir á, sé að koma því almennilega í gang og skapa traust á því á ný, bæði innan- og utanlands.
En ég sé ekki að um pólitískar hreinsanir sé að ræða, þó svo að skipulagsbreytingar eigi að gera varðandi Seðlabankann. Varðandi ráðuneytin ættu þar að vera fagmenn sem geta unnið með hvaða ráðherra sem er, en það er nú samt þannig að nýjar ríkisstjórnir eiga það til að skipta þeim út. Líka Sjálfstæðisflokkurinn.
Mín skoðun er sú að alls ekki megi ráða fyrrverandi stjórnmálamenn í bankastjórnir.
Með kveðju að vestan.
Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 13:55
Þakka þér fyrir athugasemdina Gústaf.
Ég er sammála þér um það að nú eigi allir að snúa bökum saman og vinna að endurreisn samfélagsins. Sjálfur skrifaði ég grein í Morgunblaðið fyrir nokkru síðan þar sem ég nefndi átta brýnustu verkefnin sem ég tel að ný ríkisstjórn eigi að ráðast í en þau varða:
1. Endurreisn bankakerfisins.
2. Endurskoðun á stefnumörkun vegna Icesave.
3. Framtíðarstefnu í gjaldmiðilsmálum.
4. Niðurskurð ríkisútgjalda.
5. Atvinnusköpun.
6. Ráðstafanir til verndar fyrir heimilin í landinu.
7. Lækkun vaxta.
8. Endurskapað traust í samfélaginu.
Ég tel að í þessum verkefnalista felist málefnalegt innlegg varðandi uppbyggingu landsins. Vilji ný ríkisstjórn vinna að þessum brýnu verkefnum þá mun ég að sjálfsögðu styðja þau.
Vegna orða þinn vil ég síðan taka fram að í pistli mínum er hvorki minnst á pólitískar hreinsanir né á Seðlabankann.
Bestu kveðjur.
Sigurður Kári Kristjánsson, 11.2.2009 kl. 15:29
Þetta er alveg rétt hjá þér Sigurður.
Það er bara sama hvaða skoðun það er ég er alltaf með sömu skoðun og þú.
vonandi verðuru Ráðherra bráðum.
Hjörtur (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 17:55
Það er með hreinum ólíkindum fyrir almenning á Íslandi að fylgjast því þessa dagana hvað þingmenn eru að dunda sér við. Maður hefði haldið að nú myndu alþingismenn hvar í flokki sem þeir standa fylkja sér í það að gera bráðnauðsynlegar aðgerðir til að endurreisa hagkerfi landsins.
En það er ekki því að heilsa. Þinn þingflokkur gerir nú allt til að tefja fyrir þingstörfum og það er hlálegt að hlusta á núverandi minnihluta æpa einsog móðursjúkar kellíngar um forgangsröð mála. Er skemmst að minnast frumvarps um breytingu á áfengislögum sem þú lagðir fram á fyrsta degi þingsins eftir jólafrí og ber vitni um hvað þið sjálfstæðismenn teljið brýnast fyrir þjóðina.
Ef þú og aðrir þingmenn sem hafið verið kjörnir til að sjá fyrir málum okkar íslendinga skylduð ekki hafa veitt því eftirtekt, þá vil ég benda þér á eftirfarandi atriði; Það er sama við hvern er rætt, allir eru sammála um að flokkspólitískar deilur eigi ekki að stunda við þessar aðstæður. Ykkur væri skammar nær að taka höndum saman um að leiða þjóðina í gegn um þær þrengingar sem hún er nú stödd í.
Það er algjörlega ljóst í hugum allra íslendinga sem hafa þó ekki sé nema gripsvit, að endurnýjun manna í þeim stofnunum sem fóru með forræði í peningamálum fyrir hrunið, eru bráðnauðsynlegar. Það verður ykkur sjálfstæðismönnum til ævarandi skammar hvernig þið hafið þráast við í þeim efnum og tafið stórkostlega þessar nauðsynlegu aðgerðir. Hefði verið brugðist við strax eftir hrunið og þessu fólki vikið frá, væri stjórn Geirs og Ingibjargar sennilega enn við völd með sinn sterka þingmeirihluta.
Ágúst Marinósson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.