Nýir vendir sópa best!

Krafa um endurnýjun í íslenskum stjórnmálum hefur verið áberandi síðustu vikur og mánuði.  Ýmsir hafa krafist þess að valdhafar fortíðar axli sín skinn og hverfi til annarra starfa.  Sagt er að nýir vendir sópi best.  Á Íslandi þurfi að hreinsa til í stjórnkerfinu.  Tiltekt sé nauðsynleg.  Það er jafnvel talað um nýtt lýðveldi, nýtt upphaf og nýtt Ísland.

Nú standa yfir samningaviðræður um myndun ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.  Í fjölmiðlum hafa verið uppi bollaleggingar um það hvaða þingmenn þessara flokka muni taka sæti í ríkisstjórn Íslands.  Þó ekki liggi endanlega fyrir hvaða fulltrúar þessara flokka eru ráðherraefni þeirra í nýrri vinstristjórn, náist samningar milli flokkanna, er nokkuð fyrirséð hvaða einstaklingar koma þar helst til greina, en þeir eru eftirfarandi:

287-220

Jóhanna Sigurðardóttir tók sæti á Alþingi árið 1978, eða fyrir 31 ári síðan.  Jóhanna er aldursforseti Alþingis og hefur setið þar fyrir þrjá stjórnmálaflokka, Alþýðuflokk, Þjóðvaka og Samfylkinguna.  Hún hefur gengt embætti félagsmálaráðherra oftar en einu sinni.  Nú er hún verkstjóraefni Samfylkingarinnar, eins og forsætisráðherraembættið er kallað á þeim bæ.

557-220

Steingrímur J. Sigfússon , formaður Vinstri grænna, tók sæti á Alþingi árið 1983, eða fyrir 26 árum.  Steingrímur hefur mestan hluta síns stjórnmálaferlis verið í stjórnarandstöðu en gegndi þó embættum samgönguráðherra og landbúnaðarráðherra árin 1988 til 1991.  Steingrímur hefur setið á þingi fyrir Alþýðubandalagið og er nú formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.  Steingrímur J. er sagður vera fjármálaráðherraefni Vinstri grænna.

631-220

Össur Skarphéðinsson tók sæti á alþingi árið 1991, eða fyrir 18 árum.  Össur var áður þingmaður Alþýðuflokkinn og er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar.  Hann var umhverfisráðherra frá 1993 til 1995, en gegnir nú embætti iðnaðarráðherra.  Össur er sagður vera atvinnumálaráðherraefni Samfylkingarinnar.

630-220

Ögmundur Jónasson tók sæti á Alþingi árið 1995, eða fyrir 14 árum.  Ögmundur hefur allan sinn feril verið í stjórnarandstöðu, nú sem þingmaður Vinstri grænna, en áður sem þingmaður Alþýðubandalagsins og óháðra.  Ögmundur var sá óháði í þeim þingflokki.  Hann er sagður vera heilbrigðis- og tryggingamálaráðherraefni Vinstri grænna.

264-220

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók fyrst sæti á Alþingi árið 1991 og sat þar til 1994 þegar hún varð borgarstjóri í Reykjavík.  Því starfi gegndi Ingibjörg Sólrún í 9 ár, en hafði verið borgarfulltrúi á árunum 1982 til 1988.  Ingibjörg Sólrún tók aftur sæti á Alþingi árið 2005 og hefur verið utanríkisráðherra frá árinu 2007.  Hún hefur því setið á Alþingi í samtals 7 ár.  Ingibjörg Sólrún er utanríkisráðherraefni Samfylkingarinnar.

383-220

Kolbrún Halldórsdóttir tók fyrst sæti á Alþingi árið 1999 eða fyrir 10 árum.  Kolbrún er sögð vera umhverfisráðherraefni Vinstri grænna.

Þetta eru sannarlega fulltrúar nýrra tíma og endurnýjunar í íslenskum stjórnmálum!

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þeir flengja líka best!

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.1.2009 kl. 00:58

2 identicon

Það er gott að reynslumiklir einstaklingar taki nú völdin í þjóðfélaginu. Annað væri glapræði.

Baldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 01:12

3 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Ég hef það eftir mjög áreiðanlegum manni í innstu röðum sjálfstæðisflokksins að eina ástæðan fyrir stjórnarslitunum var að þeir þorðu ekki að hrófla við Davíð. Davíð er búinn að hóta öllu illu meðal annars að kljúfa flokkinn í herðar niður verði hann látinn fara.

Þorvaldur Guðmundsson, 28.1.2009 kl. 08:47

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Segi bara nafni: Guð hjálpi íslenzku þjóðinni 

Nú fer sennilega í hönd blóðugasta kosningabarátta lýðveldisins, þar sem við Sjálfstæðismenn munum ekki láta okkar eftir liggja  !!!

Sigurður Sigurðsson, 28.1.2009 kl. 08:54

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Get ekki annað en svarað Loga Þ. bara vegna þess, að svo mergir eru nú að tala sig hása um þörfina á Hagfræðingum og ,,menntuðum sérfræðingum" í málin.

 Logi minn, það voru einmitt Hagfærðingarnir, bæði hjá bönkunum og í HÍ, sem sögðu Kaupþing standa vel og eiga góðan Efnahagsreikning, jafnvel óráðstafað eigið fé.

Eigið féð reyndist tálsýn og að mestu upplogið og diktað.

Hagfræðingar hinna bankana fóru mikinn gegn SÍ og sögðu þá hafa sett bankana á höfuðið.

Þetta fær einfaldlega ekki staðist, ef marka má upplýsingar sem komið hafa fram eftir hrunið.

Hér lítur út sem að þjófarnir hafi verið truflaðir við þá iðju, að koma sem mestu undan þjóðinni.  Lánandi hægri vinstri til glæframanna og vésíra í Katar og víðar til inlagningar í Skattaskjólum og slíku leynimakks skítapleisum.

 Davíð varð einfaldlega við áskorun Hagfræðingana sem nú bölsótast út í hann, um að allt væri í lagi og bankareignir væru trautar og sannar.

Líkur benda nú til, að þessar upphæðir hafi verið notaðar tila ð lagfæra ,,eignarstöðu  eigenda bankans og stjórnends auk örfárra lykil viðskipta VINA" á borð við Gadafy syni, Ólaf Ólafs, Sigga Einars, Finn Ingólfs og fl ,,VINI" og stórmenni.

Afsakaðu Siggi minn Kári en ég mátti ekki bindast.

Miðbæjaríhaldið

hatursmaður út í bullara og lygimenni öll, hvar svo sem í flokki þá er að finna.

Bjarni Kjartansson, 28.1.2009 kl. 13:46

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er rétt Bjarni að halda því til haga, að margir þessara hagfræðinga eru enn í fullu starfi fyrir ríkið. Ef menn vilja finna sökudólga legg ég til að menn leiti í hópi 32-menninganna sem sendu inn boðskap sinn til Morgunblaðsins 7.janúar 2009.

Ég er búinn að bíða í nær 3 vikur eftir að athugasemdir mínar við ritsmíð 32-menninganna fái birtingu í Morgunblaðinu. Mér er sagt að ég verði að bíða leengii !

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.1.2009 kl. 19:46

7 identicon

Nú verða þau að standa við stóru gagnrýnisorðin sín.  Búin að benda á allt það vitlausa sem síðustu ríkisstjórnir hafa gert (sem að hluta til er rétt). Fá sviðið, nú er próf, en ég efast stórlega um að þau standist það.  Með fullri virðingu, en það vantar hreinlega hæfileika og reynslu í ýmsa tilnefnda.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:25

8 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Bíddu, þið sjálfir vissuð ekki einu sinni þegar þið voruð við völd hvernig staðan væri. Geir nýbúinn að koma fram og segja að bankarnir væru í lagi og væri bara eðlilegt að hittast sona að næturlagi að ræða fjármálin og fleira

Hvað gerðir þú þegar þú fekst tækifæri ? Fórst ítrekað upp og vildir breyta áfengislögum ??? vá rosalegt. 

Ég get ekki séð að ég hafi nokkru að tapa við að aðrir taki völdin, þó að ég hafi ekki óskað eftir vinstristjórn, heldur jafnaðarmannastjórn. En það er líka ástæðan fyrir því að ég breytti um skoðun á þessum vettvangi... ég fekk nóg. ÉG hélt þegar ég kynnti mér stefnur þínar, sem þú settir meira að segja á vefinn að við værum með nokkuð svipaða hugsun, en það virtist ekki rétt þegar á reyndi. 

Inga Lára Helgadóttir, 28.1.2009 kl. 21:47

9 Smámynd: Ransu

Það má nú bæta Katrínu Jakobsdóttur, nema að hún passi ekki inn í þennan "ellismella" áróður þinn.

Ég held að væntanleg "Velferðarstjórn" verði kærkomin nýjung miðað við það sem á undan er gengið.

Við skulum ekki gleyma þessari hér...

 

Því þegar öllu er á botninn hvolft...

...er tími til kominn fyrir Sjálfstæðisflokkinn að bakka og skoða sinn gang.

Kveðja,

Ransu, 29.1.2009 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband