Ætli andinn í stjórnarmyndunarviðræðunum sé góður?

Nú eru viðræður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, og Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, um myndun nýrrar ríkisstjórnar hafnar.

Það er eðlilegt að þeir sem ekki eru þátttakendur í þessum viðræðum velti því fyrir sér hvernig andinn er milli formanna Samfylkingar og Vinstri grænna.

Við sem höfum setið á Alþingi og fylgst með straumunum milli Samfylkingar og Vinstri grænna á þessu kjörtímabili vitum að milli þessara flokka hafa staðið miklar eldglæringar.  Vinstri grænir hafa í gagnrýni sinni fyrst og fremst einbeitt sér að Samfylkingunni og ekki sparað stóru orðin í þeirra garð.

Dæmi um það er ræða sem Steingrímur J. Sigfússon hélt á Alþingi þann 24. nóvember síðastliðinn þar sem til umræðu var vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar.  Þar vék Steingrímur í nokkrum vel völdum orðum að Samfylkingunni og sagði álit sitt umbúðalaust á þeim stjórnmálaflokki.

Í ræðunni sagði Steingrímur meðal annars:

,,Málflutningur og ábyrgðarleysi Samfylkingarinnar, sem heldur þessum sama Sjálfstæðisflokki við völd, er líka næg ástæða til kosninga.  Samfylkingin segir:  Krónan er ónýt og Seðlabankinn trausti rúinn.  Samt ætlar Samfylkingin að taka 700 milljarða erlent lán, setja það á herðar komandi kynslóða til að bjarga þessari ónýtu krónu.  Og hver á að fá peningana?  Hvert á lánið að fara?  Það á að fara inn í Seðlabankann, til Davíðs Oddssonar til að reyna að bjarga krónunni sem ungliðahreyfing Samfylkingarinnar var að leggja til við fólk að henda helgina var.  Er þetta frambærilegt?  Er þetta ekki stórbrotið?  Er þetta ábyrgt?  Nei.

Herra forseti.  Góðir áheyrendur.  Þetta er örugglega Íslandsmet ef ekki heimsmet í óábyrgum málflutningi og óábyrgri framgöngu stjórnmálaflokks."

Nú er Steingrímur J. Sigfússon kominn í viðræður við þennan óábyrga stjórnmálaflokk.  Undir ræðu Steingríms sat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, nú viðsemjandi hans.

Er nema furða að maður velti því fyrir sér hvort andinn í stjórnarmyndunarviðræðunum sé ekki örugglega góður?

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég hugsa að andinn sé fínn.

Héðinn Björnsson, 27.1.2009 kl. 17:02

2 identicon

Æi,ertu sár eða hvað,þið eruð búnir að fá ykkar tækifæri,en svo endaði það svona,beygðir og brotnir.

Kristján Blöndal (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 17:42

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Já talandi um andann. Skilst að hann sé svolítið séstakur í Valhöll um þessar mundir.

Jafnvel talað um andnauð, frá fólki innann flokksins.

En þetta lagast örugglega allt eftir næsta landsfund.

hilmar jónsson, 27.1.2009 kl. 20:46

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

Þú vilt sem sagt meina að Sjálfstæðismenn hafi aldrei gert annað en tala vel til Samfylkingarinnar, þess vegna hafi verið svona auðvelt að ganga til stjórnarsamstarfs við þá?

Ég hugsa að ég þurfi ekki einu sinni að fara af þessari bloggsíðu til þess að finna röksemdir um hið gagnstæða - en það er ekki orku í það eyðandi.

Elfur Logadóttir, 27.1.2009 kl. 21:21

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Við getum nú varla búist við því Sigurður, að innileiki þeirra Steingríms og Ingibjargar verði viðlíka og var á sínum tíma með þeim Geir og Ingibjörgu. Ég var aldreigi hrifinn af samstarfinu við Samfylkinguna, þannig að skilnaðurinn varð mér hvorki sársaukafullur né óvæntur.

Eigum við ekki að gefa þeim Steingrími og Ingibjörgu gott næði til að þróa sitt samband, þótt ekki byrji það með kossaflensi ? Hver veit nema þau komi einhverju nytsamlegu í verk, fram að kosningum. Nú ættum við að setja kraft í málefnavinnu flokksins, með sérstakri áherðslu á peningastefnuna.

Seðlabankann þarf að leggja niður, enda er tilvist hans sem fleinn í holdi þeirra sem vita að frjáls markaður er ekki samrýmanlegur gamaldags ríkisstofnun eins og Seðlabanka. Ekki viljum við setja aftur á stofn uppvakninga eins og Skipaútgerð ríkisins, Ferðaskrifstofu ríkisins og Raftækjaverzlun ríkisins. Hvers vegna ættum við þá að halda lífi í holdgerfingi ríkisrekstrar Seðlabankanum ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.1.2009 kl. 23:04

6 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Hafðu engar áhyggjur. Þetta reddast.

Guðrún Vala Elísdóttir, 27.1.2009 kl. 23:21

7 identicon

er bara sammála þér

og mér finnst ömurlegt að sjá landið undir stjórn Samfylkingarinnar og VG og er bara hissa að þeim hafi verið leyft að taka við.

ég gef þessu 35 daga og þá erum við búin að vera endanlega

kristín (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:34

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ætli Steingrímur minni ekki Ingibjörgu á eftirfarandi, sem hann sagði 24.nóvember 2008:

Hvað sagði hæstv. utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í lok ágúst? Hún sagði í viðtali við Viðskiptablaðið að hér væri engin kreppa. Við eigum við ákveðna erfiðleika að etja, ákveðna erfiðleika í efnahagsmálum, en þó má ekki tala eins og það sé kreppa í landinu. Hér er engin kreppa, sagði hæstv. utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í lok ágústmánaðar.

Svo getur hann líka hvíslað eftirfarandi ástarorðum að Imbu, sem hann sagði af sama tilefni:

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir taldi þá (í mars) efnahag íslensku þjóðarinnar sterkan og sagði m.a., með leyfi forseta: „Það er nauðsynlegt að gera grein fyrir því að íslenskur efnahagur stendur styrkum fótum. Raunar er staða íslensks efnahags sterkari en sumra annarra Norðurlanda. Bankar okkar eru einnig mjög sterkir og þrautseigir." Þetta sagði hæstv. utanríkisráðherra í almannatengslaúthlaupinu í mars. Það er vert að þetta komi skýrt fram.

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.1.2009 kl. 00:15

9 identicon

Sigurður.....eg myndi frekar hugsa um hvað gera þarf til að tryggja sér þingsæti i næstu kosningum frekar en hvad Samfylking og VG eru ad gera. Það er ekki eins og sjalfstæðismenn hafi nokkuð um þessa stjórnarmyndun að segja. þú kýst hinsvegar að verja dýrmætum tíma í að sýna alþjóð stoltið særða með færslum eins og þessari. Ég sjalfur myndi fagna Bjarna Ben sem nyjum leiðtoga sjalfstæðismanna þó ekki væri nema fyrir þá staðreynd að hann er ekki kvartandi yfir skipsbroti flokksins í fjölmiðlum. Kveðja fra USA. Bjorn

Björn Steinbekk (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 00:18

10 identicon

Ég "kippi" mér nú lítið upp við orð "alþingismanna á þingi".

....en mér finnst dapurt að "þjóðin skuli kjósa suma þeirra á þing".

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband