Þriðjudagur, 6. janúar 2009
Hart mæti hörðu
Í fréttum í kvöld var sagt frá því að ákvörðun hefði verið tekin um að höfðað verði mál gegn breskum stjórnvöldum vegna framgöngu þeirra í garð Íslendinga. Fyrir liggur að skilanefnd Kaupþings muni höfða mál gegn breskum stjórnvöldum fyrir breskum dómstólum vegna aðgerða þeirra sem leiddu til þess að stærsta dótturfélag Kaupþings banka hf., Singer & Friedlander-bankinn, var knúinn í greiðslustöðvun. Í kjölfarið varð Kaupþing banki hf. ógjaldfær sem leiddi af sér gríðarlegt tjón fyrir tugi þúsunda hluthafa bankans, sparifjáreigendur, kröfuhafa, fyrirtæki og einstaklinga.
Þá kom fram að málaferlin njóta fulls stuðnings ríkisstjórnar Íslands.
Ákvörðun skilanefndar Kaupþings um að höfða mál gegn breskum stjórnvöldum og ríkisstjórnar Íslands um að styðja við bakið á nefndinni er bæði gleðileg og skynsamleg.
Í málshöfðuninni felst formleg, afdráttarlaus og pólitísk yfirlýsing íslenskra stjórnvalda um að Íslendingar sætti sig ekki við þá meðferð sem íslensk fyrirtæki og íslenskir hagsmunir þurftu að sæta af hálfu Breta í þann mund sem íslenska fjármálakerfið var að hrynja.
Almenningur á Íslandi hlýtur að fagna þessari ákvörðun. Þegar hafa 81.843 Íslendingar mótmælt aðgerðum breskra stjórnvalda í sinn garð á heimasíðu hreyfingarinnar Indefence. Allir sem tekið hafa þátt í opinberri umræðu um aðgerðir Breta í okkar garð hafa fordæmt þær harðlega. Íslensk stjórnvöld hafa líst þeim sem fullkomlega óásættanlegum, hótað málsóknum, komið í veg fyrir að Bretar sinni loftferðaeftirliti í kringum Ísland, þess hefur jafnvel verið krafist að sendiherra Bretlands á Íslandi verði sendur úr landi og stjórnmálasambandi við Bretland slitið.
Ákvörðunin um að láta hart mæta hörðu og höfða mál gegn breskum stjórnvöldum er í samræmi við þau viðbrögð sem hér hefur verið líst. Með ákvörðun sinni eru íslensk stjórnvöld að svara áskorun íslensku þjóðarinnar um að láta hina fordæmalausu meðferð breskra yfirvalda í okkar garð ekki yfir okkur ganga hljóðalaust.
Sjálfur fagna ég þessari ákvörðun sérstaklega. Allt frá því að bresk stjórnvöld beittu hryðjuverkalögum gegn íslenskum fyrirtækjum, frystu eigur þeirra og knúðu þau í þrot hef ég verið þeirrar skoðunar að draga beri Gordon Brown, Allistair Darling og aðra þá sem ábyrgð bera á þessum aðgerðum fyrir dóm.
Í því skyni sömdum við Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands, frumvarp sem ég flutti á Alþingi sem heimilaði íslenska ríkinu að standa fjárhagslega við bakið á málsóknum sem þessari. Frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi og eftir þeim lögum er nú unnið af hálfu ríkisstjórnar Íslands.
Í ljósi aðkomu minnar að þessum málum á fyrri stigum er ákvörðun íslenskra stjórnvalda í mínum huga sérstakt fagnaðarefni.
Fyrir okkur Íslendingar hefur þessi málsókn gríðarlegt gildi.
Í fyrsta lagi varða þau auðvitað gríðarlega fjárhagslega hagsmuni fyrir Íslendinga, en ekki síður staðfesta þau að íslensk stjórnvöld sætta sig ekki við þá meðferð sem við máttum þola af hendi Breta.
En gildi þessarar málsóknar felst ekki síst í því að með því að höfða þetta mál gegn breskum stjórnvöldum verða þau knúin til þess að gefa viðhlítandi skýringar á framferði sínu gagnvart íslenskum fyrirtækjum. Fyrir dómstólum í Bretlandi munu þær skýringar sem fram til þessa hafa verið gefnar af þeirra hálfu í fjölmiðlum ekki nægja. Fyrir dómstólum þurfa bresk stjórnvöld að gera hreint fyrir sínum dyrum og standa reikningsskil gjörða sinna og öllum steinum verður velt við. Það má því gera ráð fyrir að ýmsar athyglisverðar upplýsingar sem fram til þessa hafa ekki komið fram í dagsljósið verði knúnar fram. Þær upplýsingar kunna að verða breskum stjórnvöldum dýrkeyptar og gætu gjörbreytt viðhorfum breskra borgara og borgara annarra ríkja í garð Íslendinga.
Það er engin ástæða til þess að hlífa breskum stjórnvöldum í þeim málaferlum sem framundan eru. Mikilvægt er að ítrustu kröfur verði gerðar á hendur þeim og hart látið mæta hörðu.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Athugasemdir
vitanlega á að styðja hann Kaupþing gamla í málsókn gegn breskum stjórnvöldum, sem framkvæmdu þessa rakalausu aðför gegn honum.
eins skyldi gera varðandi Lansann og hryðjuverkalögin, þó verði að meta hvort það sé líklegt til að skila árangri áður en af stað er farið. mér skilst á forsætisráðherra að það sé ólíklegt. verði sú niðurstaðan að ekki verði höfðað mál vegna þess verður jafnframt að upplýsa ástæðu þeirrar ákvörðunar.
Brjánn Guðjónsson, 6.1.2009 kl. 00:57
Sæll Sigurður Kári.
Hvernig rökstyður þú það nánar tiltekið á hvern hátt málshöfðun skilanefndar Kaupþings getur talist málshöfðun fyrir hönd allrar Íslensku þjóðarinnar?
Aðgerðin gagnvart Kaupþingi (Singer and Friedlander) var aðgerð gegn einkafyrirtæki, sem reyndar síðar er orðið að ríkisfyrirtæki. En þetta getur aðeins náð til hluta skaðans.
Stór hluti skaðans beindist ekki að bankanum, heldur að Íslensku þjóðinni. Íslenska ríkið rataði á "freezing order" Brown og félaga. Aðgerðir Breta sköðuðu hagsmuni Íslands og orðstír. Það er algerlega sjálfstætt mál.
Finnst þér ekki að Íslenska ríkið verði að fara í mál sjálft? Ég á hið minnsta erfitt með að líta á skilanefnd Kaupþings sem MINN fulltrúa í málssókn gegn Bretum. En kannski hefur þú upplýsingar sem ég hef ekki?
Friðrik Þór Guðmundsson, 6.1.2009 kl. 01:00
Í mínum huga eru þetta þrjú aðskilin mál Sigurður:
1. Mál gegn breskum stjórnvöldum fyrir breskum dómstólum vegna aðgerða þeirra sem leiddu til þess að stærsta dótturfélag Kaupþings banka hf., Singer & Friedlander-bankinn, var knúinn í greiðslustöðvun.
2. Mál gegn breskum stjórnvöldum fyrir breskum dómstólum vegna aðgerða þeirra sem leiddu til að útibú Landsbankans var yfirtekið.
3. Mál gegn breskum stjórnvöldum fyrir breskum dómstólum vegna aðgerða þeirra sem stórsköðuðu íslenskt efnahagslíf.
Auðvitað snýst þetta um áhrif setningar hryðjuverkalaga á Kaupþing Singer & Friedlander annars vegar og Landsbankann hins vegar. Skilanefnd Kaupþings rekur mál 1, skilanefnd Landsbankans gæti rekið mál 2 sem snertir Icesave reikningana og íslenska ríkið gæti rekið mál 3 sem snertir ógnvænleg áhrif setningar hryðjuverkalaganna á íslenskt mannlíf.
Nú er ljóst að einungis verður úr málarekstri í máli 1, en mál 2 fær að falla á tíma, með óljósum upplýsingum um mögulega aðkomu að skaðabótakröfum á hendur Bretum seinna meir - þó svo að setning hryðjuverkalaganna í því tilfelli sé ekki kærð sem slík. Forsætisráðherra upplýsti okkur svo í kvöldfréttum að mál 3 væri álitið óvinnandi af sérfræðingum íslenska ríkisins.
Og þetta leyfir þú þér að kalla að láta "hart mæta hörðu"!
Með fullri virðingu fyrir þinni víðtæku hæfni í kappræðum þá seilist þú þarna ansi langt í sjálfshólinu. Sannleikurinn er sá að ríkisstjórnin hefur sýnt af sér ótrúlega vanhæfni, skilningsleysi og sundrungu í þessu máli. Formaður þinn, sem lýsti því yfir í byrjun október að hann ætlaði ekki að "láta Breta kúga okkur" hefur orðið að éta ofan í sig stóru orðin. Ríkisstjórn Íslands hefur orðið sér til ævarandi skammar og háðungar í þessu máli og það virðist sem að þú sért illa haldinn af Lewis Caroll heilkenni í þessari umfjöllun þinni. Eigum við bara ekki að stefna að því að hittast í næsta teboði með hjartadrottningunni og ræða málin?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 01:35
Nú væri gaman að fá svör/andsvör, Sigurður Kári...
Friðrik Þór Guðmundsson, 6.1.2009 kl. 12:08
Það verður að skera úr um réttmæti beitingar hryðjuverkalaganna sjálfra þar sem allar upplýsingar kæmu fram við breskan dómstól.Mannréttindadómstólinn fjallar ekki um málið nema fyrst hafi allt verið gert í UK sem hægt er. Og mál Kaupþings snýst ekki um hryðjuverkalögin.
Bretland er réttarríki sem verður að uppfylla almenn sjónarmið um meðalhóf, mannréttindi og eignarétt. Það er aðeins ef þið eruð að fela eitthvað sem jafnast á við hegðun hryðjuverkmanna eða stórglæpamanna að raunveruleg rök geti verið fyrir að krefja ekki Breta um almenn sjónarmið vestrænna réttarríkja fyrir breskum dómstóli.
Kaupþing var ekki beitt hryðjuverklögunum og fyrir mannréttindadómstólnum þarf bæði að vera búið að tæma allar réttarleiðir í Bretlandi áður og þar yrði ekki fjallað efnislega um mál Landsbankans heldur aðeins almennt um beitingu laganna. - Svo það er bara allt í plati hjá ykkur fyrst þið takið ekki fyrst öll skref í UK.
Helgi Jóhann Hauksson, 6.1.2009 kl. 16:37
Klipp úr bresku tilskipuninni um hverja hún tók til:
Helgi Jóhann Hauksson, 6.1.2009 kl. 16:43
Ég held að málaferli séu ekki heppilegasta lausnin fyrir okkur Íslendinga,ég er nú frekar fyrir samningaleiðina sem ég hef fulla trú á að takist Sigurður.
Ásgeir Jóhann Bragason (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.