Föstudagur, 12. desember 2008
Hvers vegna ekki Ísland?
,,Það er sem fyrr álit okkar sem þessar línur ritum að upptaka evru á grundvelli fullrar aðildar að Evrópusambandinu og myntbandalagi þess sé eina haldbæra lausnin á peningamálum landsins. Þess vegna eigi að leita aðildarviðræðna við ESB þegar í stað. Hugmyndir um einhliða upptöku evru eða dollars á grundvelli myntráðs, sem borið hefur á góma að undanförnu, eru ekki raunhæfar í landi þar sem bankakerfi hefur hrunið og fjármálatraust glatast. Það er ekki eftir neinu að bíða."
Það er rétt hjá þeim Einari og Jónasi að upptaka evru sem slíkrar á grundvelli fullrar aðildar að Evrópusambandinu og myntbandalagi þess er kostur í þeirri stöðu sem nú er uppi í íslenskum efnahagsmálum. Út frá öðrum hagsmunum Íslands sem í húfi væru má hins vegar draga í efa hvort sá kostur sé góður eða slæmur.
Augljós galli við þessa leið er hins vegar sá að sækti Ísland um aðild að Evrópusambandinu og myntbandalaginu nú, þyrftum við að bíða í 6 til 8 ár eftir nýjum gjaldmiðli, ef eitthvað er að marka yfirlýsingar stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Olli Rehn. Draga má í efa að íslenska efnahagslífið geti beðið svo lengi eftir nýjum gjaldmiðli.
Á hitt get ég ekki fallist með þeim Einar og Jónasi að hugmyndir um einhliða upptöku evru eða dollars á grundvelli myntráðs séu ekki raunhæfar í landi þar sem bankakerfi hefur hrunið og fjármálatraust glatast, því slíkar hugmyndir hafa reynst öðrum þjóðum afar vel, sem einnig hafa lent í miklum fjármálalegum hrakningum.
Nægir þar að nefna Hong Kong, sem tengdi gjaldmiðil sinn við Bandaríkjadollar árið 1983 með góðum árangri, Svartfjallaland sem tók einhliða upp evru árið 2000, líkt og Kosovo árið 2002, svo ekki sé minnst á El Salvador og Ekvador sem tóku einhliða upp dollar og sjá ekki eftir því í dag.
Hvers vegna skyldu slík úrræði sem gagnast hafa öðrum þjóðum, sem glatað hafa fjármálatrausti og horft upp á bankakerfi sitt hrynja til grunna, en ekki okkur Íslendingum?
Það er vandséð.
Sigurður Kári
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.