Fimmtudagur, 11. desember 2008
Hvernig má koma í veg fyrir bankaáhlaup við einhliða upptöku annars gjaldmiðils?
Ein helsta röksemd þeirra sem hafa efasemdir um einhliða upptöku annars gjaldmiðils á Íslandi er sú að verði það gert skapist hætta á innlendum fjármagnsflótta. Hætta á bankahruni aukist þar sem bankarnir hafi eftir einhliða upptöku annars gjaldmiðils ekki lánveitanda til þrautavara sem bakhjarl. Í slíku kerfi sé hætta á bankahruni meiri, en ef Íslendingar væru aðilar að Evrópusambandinu. Slíkt myndi veikja samkeppnisstöðu íslensku bankanna og kynni að skapa fjármagnsflótta úr landi.
Þessar staðhæfingar er efnislega að finna í leiðara Morgunblaðsins í vikunni.
x x x
Sú kenning virðist vera býsna lífseig þessa dagana um að Seðlabankar Evrópuþjóðanna, einkum Seðlabanki Evrópu, sé lánveitandi evrópskra banka til þrautavara.
Kenningin gengur hins vegar ekki upp, eins og sést best á falli belgíska Fortis-bankans, eins stærsta banka Evrópu. Seðlabanki Evrópu kom honum ekki til hjálpar heldur þurftu viðkomandi ríki sem bankinn starfar í, Belgía, Lúxemburg og Holland að þjóðnýta hvert sinn hluta Fortis-bankans.
Það eru því ríkisstjórnir, eða ríkissjóðir hvers lands, sem eru lánveitendur evrópsku bankanna til þrautarvara, en ekki Seðlabanki Evrópu.
x x x
Hitt er annað mál að vilji íslensk stjórnvöld taka annan gjaldmiðil upp einhliða þarf engu að síður að svara þeirri spurningu hvernig koma megi í veg fyrir bankaáhlaup, þ.e. koma í veg fyrir að Íslendingar tækju fjármuni sína út úr bönkunum og flyttu þær úr landi.
Tvær leiðir má hugsa sér til þess að koma í veg fyrir bankaáhlaup eftir einhliða upptöku annars gjaldmiðils.
x x x
Það má til dæmis gera með því að leggja íslensku bönkunum, sem allir eru í eigu ríkisins, til núverandi gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans, sem einnig er í eigu ríkisins.
Þá mætti hugsa sér að lífeyrissjóðir landsins leggðu erlendar eignir sínar sem tryggingu gegn útflæði úr bönkunum. Slíkar aðgerðir samhliða einhliða upptöku annars gjaldmiðils myndu tryggja svo gott sem allar innistæður landsmanna í bönkunum.
Til samanburðar má nefna að hæsta hlutfall slíkra trygginga sem fyrirfinnst er í bankakerfi Hong Kong. Þar nær tryggingin til um 20% bankainnistæðna, en væri hins vegar nær 75% á Íslandi, sem væri það hæsta í heiminum í dag. Þar við bætast þau gjaldeyrishöft sem nú eru í gildi sem gera myndi bankaáhlaup ómögulegt.
x x x
Aðra útfærslu mætti einnig hugsa sér.
Á forsíðu Fréttablaðsins í vikunni kom fram að um þessar mundir séu í gangi viðræður milli ríkisins og erlendra lánardrottna Glitnis og Kaupþings um að þeir breyti kröfum sínum á hendur bönkunum í hlutafé og erlent eignarhald þeirra þar með tryggt.
Nú liggur ekki fyrir hvort þessum viðræðum lykti þannig. Ef sú yrði niðurstaðan yrðu í raun starfræktir erlendir bankar á Íslandi sem nytu bakstuðnings eigenda sinna og eftir atvikum erlendra ríkja.
Yrði sú raunin að annar gjaldmiðill yrði tekinn einhliða upp á Íslandi ásamt því að eignarhald bankanna yrði erlent með því að breyta kröfum erlendra lánardrottna á hendur íslensku bönkunum í hlutafé í þeim, myndi slíkt fyrirkomulag peningamála og bankakerfis á Íslandi draga verulega úr líkum á bankaáhlaupi og raun nánast útiloka það.
x x x
Mér þætti vænt um það ef mér væri bent á aðrar eða betri hugmyndir til úrlausnar því viðfangsefni sem ég hef hér gert að umfjöllunarefni.
x x x
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hversu mikill ávinningur íslenskra fyrirtækja og fólksins í landinu væri af einhliða upptöku annars gjaldmiðils á Íslandi. Í stuttu máli má fullyrða að:
- 1. Vextir myndu snarlækka. Vaxtastig á Íslandi myndi vera sambærilegt vaxtastigi þess myntsvæðis sem við myndum velja okkur, sem er um 3% á evrusvæðinu og um 1% í Bandaríkjunum, að viðbættu landsálagi sem ræðst af skuldastöðu ríkisins, sem í dag myndi vera milli 0,5 - 1,5%.
- 2. Verðbólga myndi jafnframt lækka með tilkomu nýs gjaldmiðils, enda er verðbólgan í dag einkum tilkomin vegna gengisfalls krónunnar.
- 3. Verðtrygging myndi deyja út, með endurfjármögnun skuldbindinga.
- 4. Atvinna fólksins væri betur tryggð vegna mun hagstæðara rekstrarumhverfis fyrirtækja sem leiðir af liðum 1-3.
Það er því til mikils að vinna.
Sigurður Kári
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 203749
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Athugasemdir
Ok Sigurður Kári, nú kannast ég við barráttumanninn SK!
Það að gera erlendar eignir lífeyrissjóðanna að þrautavarasjóði tímabundið er mjög góð lausn.
Að meðaltali eru um 70% af eignum sjóðanna hér á landi. Þessar eignir jafna sig einfaldlega í samræmi við aðrar eignir hér á landi með nýju gengi.
Þau 30% sem eru erlendis eru reyndar bundin í eignum að hluta sem eru margar illhreifanlegar um þessar mundir. Þetta er þó aukaatriði.
Styrking á innlendum eignum sjóðanna með einhliða upptöku nýs gjaldmiðils.
-----------------
Að auki má efast um að jökklabréf og sparnaður muni sækja út að svo miklu leyti. Ástæðan er einföld. Þá er ekki verið að spila upp á gengishagnað heldur verið að lýsa frati á bankana.
Til hvers að lýsa frati á bankana ef að búið er að redda málum með þessum hætti? Það meikar ekkert sense enda hefur reynslan í ofanálag sýnt að þetta hefur ekki orðið raunin.
---------------------------------
Frekar um þrautavara;
Hér þarf að herða fjármálalöggjöf. En það sem þarf líka að gera og þetta er lykilatriði; Það verður að opna íslenska bankalöggjöf fyrir erlendum bönkum. Hér verður að skapa fjármagnsflæði í gegnum landið.
Þá geta innlendir bankar fjármagnað með hagstæðum lánum sem eru tilkomin af engri gengisóvissu.
-------------------------
Einnig má nota gjaldeyrishöft í einhvern tíma.
Með fumlausri framkvæmd á þessu þá þurfum við ekki að taka á okkur öll þessi lán a la IMF og í stað 10 - 20 ára þá leysum við úr þessum málum á 2 - 3 árum.
Við borgum ekki Icesave.
bkv.
g
sandkassi (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 03:16
Fortis var ekki í lausafjárvanda heldur í eiginfjár vanda þ.e. bankinn átti ekki aðeins í vandræðum með að fjármagna sig heldur var einnig einfaldlega búinn að brenna í gegnum lausa féð sitt og var því tæknilega gjaldþrota. Þegar svoleiðis gerist fá bankar ekki þrautavaralán heldur þarf fjárfestingu í bankann sem er eitthvað sem seðlabankar gera ekki enda er það pólitísk ákvörðun.
Því var Fortis ekki lán til þrautavara heldur einfaldlega styrkur frá ríkinu.
Seðlabanki Evrópu hefur verið á fullu að pumpa pening inn í bankakerfið í formi REPO lána. Þ.e. skammtímafjármögnun eða eins og kallast lender of last resort. Takið eftir því að enginn evrópskur banki hefur farið á hausinn út af lausafjárvanda en aðeins út af eiginfjárvanda, þ.e. að bankarnir hafi fjárfest í eigin sem eru nú verðlausar. Bankakerfið á Íslandi hrundi vegn lausafjárvanda sem hefði aldrei komið til ef við hefðum verið í Evrópusambandinu, enda leysir ECB lausafjárvanda en ekki eiginfjárvanda.
Í dag eru mál þannig í heiminum að ég efa að fólk vilji fjárfesta í Íslandi, jafnvel þótt við værum með evru eða dollar. Það er fjármagnsflótti frá löndum eins og Bretlandi og Ástralíu. Allir eru mjög hræddir og eru bandarísk ríkisskuldabréf eins sem er talið í lagi. Það eru ekki góð rök fyrir því að jöklabréfin myndu ekki fara úr landi og við svoleiðis rök er ekki góð hugmynd að taka sénsin á því.
Egill (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 16:25
Hagfræðingar virðast almennt trúa því að háir vextir(stýrivextir 18%) hér á landi geti forðað því að fjárfestar hlaupi á brott með peningana sína og geti jafnvel látið freistast til þess að koma þeð þá hingað í ávöxtun...
Því gæti einföld sál (hagfræðingur) örugglega samþykkt að ekki þyrfti vaxtamun upp á meira en 1 -2% til að ná fram sömu áhrifum ef við breyttum yfir í US$ eða Evru! Miðað við venjulega hundalogikk hagfræðinga þá ætti 2% vaxtamunur miðað við Bandaríkin í US$ að valda því að klakinn fylltist af dollurum en ekki því að allir hlypu á brott með sitt fé......
Gunnar H (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 16:49
Það sem þú ert að leggja til er einmitt það sem kom okkur í þessi vandræði. Þ.e. carry trade olli gjaldeyriskreppunni núna. Mundu að til að borga svona jöklabréf þurfum við samt alltaf að fá nákvæmlega eins mikinn gjaldeyri inn í landið þ.e. net gjaldeyri. Ef við myndum bjóða upp á svona arbitrage væri það ekki langt þangað til að allir dollararnir hyrfu úr landinu.
Egill (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 17:15
hér var beðið um umræður á afmörkuðu sviði;
nánar tiltekið;
"Mér þætti vænt um það ef mér væri bent á aðrar eða betri hugmyndir til úrlausnar því viðfangsefni sem ég hef hér gert að umfjöllunarefni."
Alvöru málefnalegar umræður eiga að geta haldist við forsendur.
"Það eru ekki góð rök fyrir því að jöklabréfin myndu ekki fara úr landi og við svoleiðis rök er ekki góð hugmynd að taka sénsin á því."
Ég er hræddur um að þú hafir látið vera að færa rök fyrir þinni skoðun. Einungis að mín rök séu "ekki góð". dugir bara ekki. Hér er verið að móta lausn.
Það hefur enginn stungið upp á því að dollarisation sé aðferð til að losna undan sínum skuldum. Ég hef ekki ennþá heyrt aðferð til þess en sá sem dettur niðrá þá aðferð verður mjög ríkur fyrir það eitt.
En segjum þú værir gjaldþrota, þú mátt ekki eiga neitt því þá koma kröfuhafarnir og taka það.
Það eru eflaust margir sem láta þá vera að bjarga sér yfirhöfuð. Þó eru aðrir sem snúa vörn í sókn.
Menn sem taka að sér rekstur þjóðarbúsins ættu undantekningarlaust að tilheyra seinni flokknum.
Hvað varðar fjármagnsflótta þá vil ég fyrst benda á krónuna sem hefur alltaf og verður alltaf viðkvæm. Hér er spilað upp á gengishagnað ef innlendum jafnt sem erlendum aðilum allan ársins hring. Þetta ástand mun versna á næstu árum. Tapið af þessu er ekki mælanlegt en áhrifin gríðarleg sem teygja sig gegnum allt samfélagið.
Við það að taka upp nýjan gjaldmiðil og koma hér á stöðugleika ásamt því að eyða gengisóvissu þá taka fyrirtækin og einstakliangar aftur við sér og hjólin snúast í gang. Þetta einfaldlega breytir ásýnd okkar að öllu leyti. Þetta bætir alla samningsstöðu, stórminnkar kostnað af fjármagnsfærslum og jú, eykur allt traust á íslenska banka.
Bankar í Evrópu njóta ekkert endilega trausts í dag enda eru vandræði annara landa rétt að byrja.
Hlaupa með dollara úr landi, hvert?
Vissulega gera það einhverjir og halda sumir að það geti orðið 300 milljarðar. Þá stöðu má jafna með ýmsum aðferðum með til dæmis tímabundnum höftum á peningafærslum út, eins verðum við einfaldlega að vera tilbúin að standa skil á vissri upphæð, þetta er ekki flókið mál.
En krónan leitar út með hækkandi gengi.
Krónan vill út
nýr gjaldmiðill mun síður vilja út
Hvort takið þið skárri kostinn sem er sá seinni eða þann fyrri sem er bara slæmur?
Málið er einfaldara en menn hafa viljað gefa í skyn.
sandkassi (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 17:30
Hugmyndin um að stilla erlendum eignum Lífeyrissjóðanna upp til þrautavara er góð (tímabundið).
Á móti kemur að innlendar eignir Lífeyrissjóðanna styrkjast og þær eru 70%.
Allir græða.
sandkassi (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 17:35
Er ekki hægt að umreikna verðbætur síðustu mánaða í dollar og nota sem varasjóð? Afborganir þessara verðbóta sem nú þegar eru skollnar á landann renna þá í gjaldeyrisvarasjóð. Fólk yrði þá kannski sáttara við þennan verðbólguskatt sem á því hefur skollið undanfarna mánuði. Hugsa að þetta sé ansi væn upphæð.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.12.2008 kl. 18:04
Hér erum við loks hjartanlega sammála.
Dofri Hermannsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 20:58
Maður spyr sig, hvers vegna er þessi hætta fyrir hendi? Ef við t.d. tökum upp dollar sem gjaldmiðil, hvers vegna ætti einhver að gera áhlaup og vilja peningana úr landi? Ég held að hættan sé meiri við núverandi ástand en umbreyting gjaldmiðils myndi róa fólk.
Víðir Benediktsson, 11.12.2008 kl. 21:50
það verður skotið á krónuna um leið og gengi hennar hækkar.
sandkassi (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:57
Víðir- Vegna þess að fólk efast um að bankarnir geti greitt út innistæðurnar í dollurum enda byggist einhliða upptaka ekki upp á því að skipta í raun og veru út öllum peningum í dollara en fremur bara peningunum sem eru í notkun dagsdaglega. Ekki það að ég sé að fullyrða að það yrði þannig, en það yrði ástæðan.
Aftur á móti eru þetta tvö mismunandi áhlaup sem fólk hefur áhyggjur af.
1: Áhlaup spariféeiganda.
2: Áhlaup skuldabréfaeiganda m.a. jöklabréfaeiganda.
Gunnlaugur Jónsson, 11.12.2008 kl. 22:49
Víði er full ljóst hvað fjallað er um, sem og reyndar öllum öðrum hér.
sandkassi (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.