Föstudagur, 5. desember 2008
Glöggt er gests augað!
Þeir sem hingað til hafa líst sig andsnúna einhliða upptöku evru á Íslandi eða hafa líst yfir efasemdum um að slík upptaka sé framkvæmanleg halda því gjarnan fram að einhliða upptaka sé óframkvæmanleg af þeirri ástæðu að Evrópusambandið muni ekki sætta sig við að það verði gert og að Íslendingar muni falla í ónáð hjá Evrópusambandinu og aðildarríkjum þess tækju þeir upp evru einhliða.
Því hefur gjarnan verið haldið fram að einhliða upptaka evru muni kalla á hugsanlegar refsiaðgerðir af hálfu Evrópusambandinu gagnvart Íslandi og að hugsanlegt sé að Evrópusambandið setji EES-samninginn í uppnám grípi íslensk stjórnvöld til slíkra aðgerða.
Um þessi atriði hefur síðan verið deilt, nú síðast í Spegli Ríkisútvarpsins í kvöld.
Í Fréttablaðinu í gær birtist grein undir fyrirsögninni ,,Hvað ef Ísland tekur einhliða upp evru?"
Þar er þessum röksemdum svarað.
Höfundur greinarinnar er Bretinn Michael Emerson, sem er fyrrverandi yfirmaður efnahags- og fjármálasviðs framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en samkvæmt mínum heimildum er hann einnig fyrrum sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu.
Maður sem gengt hefur slíkum ábyrgðarstöðum á vegum Evrópusambandsins verður seint sakaður um andúð á sambandinu eða fáfræði þegar kemur að málefnum tengdum því.
Nær væri að halda því fram að þar færi innvígður og innmúraður Evrópusambandsmaður.
Í greininni skrifar Michael Emerson:
Ísland leitar nú logandi ljósi leiða til að koma skikki á fjármála- og efnahagsástandið. Landið hefur gert samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um tveggja milljarða dollara lán (og fær fyrir vikið há lán frá öðrum til viðbótar). Ríkisstjórnin hefur útvegað háar fjárhæðir til bjargar bönkunum heima fyrir og hefur sest að samningaborðum um hvernig verði staðið við erlendar skuldbindingar. En hún á eftir að festa fjármálakerfið í sessi þannig að það tryggi fjárhagslegan stöðugleika til framtíðar, án þess að leggja miklar byrðar á landið með auknum skuldum þjóðarbúsins.
Ein möguleg leið fyrir Ísland er að taka upp evru, það er að skipta krónunni út fyrir evru og miða kostnað, verðlag, bókhald fyrirtækja og fjármál ríkisins við hana.
Þrátt fyrir þær háu erlendu skuldir sem vofa yfir Íslandi væri þetta ekki svo erfitt í framkvæmd. Jafnvirði peningamagnsins sem er í umferð á Íslandi er aðeins um hundrað milljónir evra en gjaldeyrisforði Seðlabankans er miklu meiri, nálægt tveim þúsund milljónum evra. Daginn sem evruvæðingin ætti sér stað myndi Seðlabankinn útdeila evrum til bankanna og þeim skipt inn fyrir íslenskar krónur, sem yrði síðan eytt. Bankareikningar yrðu einfaldlega umreiknaðir úr krónum í evrur á fyrirfram ákveðnu gengi.
Evrópusambandið hefur aftur á móti lýst yfir að því hugnist ekki þessi leið því hún brjóti í bága við grunnreglu um formlega útvíkkun evrusvæðisins; fyrst gangi ríki í Evrópusambandið og eftir tiltekinn tíma fái þau aðild að myntbandalaginu, að uppfylltum ströngum skilyrðum Maastricht-samkomulagsins, sem lúta að verðbólgu, ríkisskuldum og gengisstöðugleika með aðild að gengissamstarfi Evrópu.
Hvernig getur Ísland metið kosti þess að ná efnahagslegum stöðugleika á kostnað þess að komast í ónáð hjá ESB? Hvaða lagalegu úrræða gæti Evrópusambandið gripið til og hverjar gætu hinar pólitískar afleiðingar orðið? Hér verður farið yfir nokkur atriði sem gætu hjálpað Íslendingum að vega og meta stöðuna.
Undantekningar við sérstakar aðstæður
Í fyrsta lagi er ekkert í lögum Evrópusambandsins eða alþjóðalögum sem bannar neinum að afla sér evra og nota í sparnað, viðskipti, bókhald og millifærslur. Evran er fyllilega innleysanlegur gjaldmiðill og engar svæðisbundnar takmarkanir við notkun hennar.
Í öðru lagi eru fordæmi fyrir upptöku evru hjá smáríkjum utan ESB sem eru í nánum tengslum við sambandið. Mónakó, San Marínó, Vatíkanið og Andorra hafa öll tekið upp evru sem gjaldmiðil með samkomulagi við ESB; fyrstu þrjú ríkin hafa auk þess fengið leyfi ESB til myntsláttu í takmörkuðu upplagi. Segja má að þetta séu þrjú örríki meðan Ísland sé smáríki, með álíka marga íbúa og Malta. ESB lét sér það hins vegar lynda, með semingi þó, þegar Svartfjallaland tók einhliða upp evru áramótin 1999/2000, en íbúar Svartfjallalands eru um 650 þúsund, rúmlega helmingi fleiri en á Íslandi. Að auki ákváðu ESB og Sameinuðu þjóðirnar að færa Kosovo (þar sem nærri tvær milljónir búa) inn á evrusvæðið árið 2002, eftir stríðið við Serbíu. Tvö síðastnefndu dæmin sýna að sérstakar aðstæður hafa réttlætt undantekningar frá hinni almennu reglu. Fjármálakreppuna, sem ríður nú yfir heiminn og hefur komið sérstaklega illa niður á Íslendingum, má sannarlega kalla sérstakar aðstæður; hún á rætur að rekja til hinna fjárhagslegu höfuðborga heims, sem hafa valdið Íslandi miklum búsifjum.
Lagaleg úrræði ESB
Í þriðja lagi er það spurningin um hvort ESB gerði allt sem það gæti til að koma í veg fyrir að Ísland tæki einhliða upp evru og beitti efnahagslegum refsiaðgerðum.
Ísland hefur verið aðili að samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES) síðan 1994 og þar með innleitt og framfylgt mörgum lagabálkum ESB, auk þess sem það leggur talsverðar fjárhæðir (fyrir Ísland) til grunnstofnana ESB. Ísland hefur aðgang að innri markaði ESB með sömu skilmálum og aðildarríki sambandsins. Gæti ESB reynt að rifta EES-samningum við Ísland eða reynt að takmarka hann? Líkurnar á því eru svo litlar að þetta eru fyrst og fremst fræðilegar vangaveltur. Gengju menn svo langt að jafnvel íhuga þennan möguleika vakna ýmis álitamál sem lúta að löggjöf ESB og EES og valdssviði ESB og EFTA-dómstólsins. Það er nokkuð skýrt að ekkert er kveðið á um peningastefnu í EES-samningnum og því engin lagaleg stoð fyrir efnahagslegum refsiaðgerðum í garð Íslands. Slíkri kröfu yrði því hiklaust vísað frá af dómstólum ESB og EFTA. Það er líka illmögulegt að rifta EES-samningnum við Ísland, því það krefðist einróma samkomulags aðildarríkjanna 27, sem er ólíklegt að myndi nást.
Pólitískar afleiðingar
Í fjórða lagi er það spurningin hvort einhliða upptaka evru skaðaði möguleika Íslands á inngöngu í ESB ef það myndi sækja um aðild? Það snýst ekki um lögfræðileg álitamál heldur pólitíska ákvörðun af hálfu ESB, bæði hvað aðildarviðræðurnar og niðurstöðu þeirra áhrærir.
Hverjir eru kostir og gallar þess að bæta evrunni við EES-samninginn, samanborið við að stíga skrefið til fulls með inngöngu í ESB? Frá hagfræðilegum sjónarhóli má segja að EES + evra jafngildi nánast fullri aðild. Hversu hyggileg þessi leið er í pólitískum skilningi skal ósagt látið. Það verða Íslendingar sjálfir að meta.
Þegar umsókn um inngöngu hefur verið lögð inn byrjar ráðherraráð ESB ávallt á því að óska eftir umsögn framkvæmdastjórnar þess. Í ljósi þess að einhliða upptaka evru er illa séð innan ESB myndu Íslendingar gera sér bjarnargreiða með því að taka upp evru skömmu áður en þeir sæktu um inngöngu. ESB gæti einfaldlega gefið út yfirlýsingu um að það kysi ekki að hefja aðildarviðræður við þessar kringumstæður.
Hins vegar gæti liðið langur tími frá upptöku evru fram að mögulegri aðildarumsókn. Þörfin á fjárhagslegum stöðugleika er mikil á Íslandi, og ákvæðu íslensk stjórnvöld að taka upp evru gerðu þau það líklega á fyrri hluta árs 2009. ESB liggur hins vegar ekkert á að ráðast í frekari stækkun, að minnsta kosti ekki þar til barið hefur verið í bresti Lissabonsáttmálans og hann samþykktur og að fenginni meiri reynslu á skilvirkni sambandsins eftir nýlega risastækkun. Fyrir Íslendinga er spurningin um gjaldmiðilinn brýn og aðkallandi, spurningin um inngöngu í ESB er það ekki.
Hafa má fordæmi Svartfjallalands til hliðsjónar. Evrópusambandið var lítt hrifið af einhliða upptöku evru þar í landi. Nú er búist við að Svartfjallaland sæki um fulla aðild að ESB í árslok 2009 og virðist evruupptakan ekki vera neitt ágreiningsefni. Með tíð og tíma gæti þetta fjórða og síðasta álitamál líka leyst af sjálfu sér fyrir Ísland."
Glöggt er gests augað!
Við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku samfélagi er kallað eftir því víða í samfélaginu að íslensk stjórnvöld leiti ráðgjafar og álits erlendra sérfræðinga um hin ýmsu álitaefni sem nú eru uppi.
Slíka ráðgjöf er að finna í grein Michaels Emerson varðandi einhliða upptöku evru á Íslandi.
Það er kannski kominn tími til að ýmsir sem hafa tjáð sig upp á síðkastið um þessi mál fari að taka mark á sjónarmiðum erlendra sérfræðinga í þessum efnum.
Þeir sem hafa haldið því fram að einhliða upptaka evru á Íslandi sé ýmist óframkvæmanleg eða að minnsta kosti efasemdir um að hún sé möguleg hljóta að minnsta kosti eftir lestur greinar fyrrverandi yfirmanns efnahags- og fjármálasviðs framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og fyrrum sendiherra ESB í Moskvu að líta í eigin barm og velta því fyrir sér hvort þeir hafi haft rangt fyrir sér.
Sigurður Kári
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Athugasemdir
Málið fyrir mér er einfalt. Ef einhver möguleiki er á einhliða upptöku evrunnar (sem augljóslega er til staðar), þá erum við mun betur sett með EES og Evru heldur en við nokkurn tímann værum í ESB.
Til hvers að ganga í ESB ef við höfum EES samninginn og Evruna?? Eru einhver rök með því? Það hefur í það minnsta engum tekist að sýna mér fram á það hingað til.
Einhliða upptaka evru eða dollars er að mínu mati augljósasti kosturinn í stöðunni. Hvort sem er til skamms tíma litið eða lengra.
Baldvin Jónsson, 5.12.2008 kl. 00:29
Sigurður Kári, þetta er mjög athyglisverð grein, því er ekki að neita og vekur upp ákveðnar vonir.
Nú treysti ég því að þú vinnir þessu málefni fylgi innan þíns flokks og á þingi. Ég held satt að segja að ef þið farið að tala skírt um þessi mál og setjið stefnuna á einhliða upptöku evru gætuð þið jafnvel endurheimt eitthvað af glötuðu fylgi ykkar og trausti. Tala ekki um ef verðtryggingin fyki út um gluggann með krónunni.
Karl Ólafsson, 5.12.2008 kl. 00:47
Kreppan er að leggjast yfir Evrópu, nokkuð seinna en hér. Hún er ekki talin verða jafn kröpp þar. Spurning um að fara sér hægt og fylgjast með hvernig löndum gengur að glíma við drauginn. Fylgjast með dæmum:
Grikkland/Spánn/Írland; lönd í ESB sem eru með Evru
Danmörk; í ESB, með eigin gjaldmiðil og í ERM II
Bretland/Svíþjóð; í ESB með eigin gjaldmiðil og frjálst gengi
Ísland; utan ESB og með eigin gjaldmiðil
Sjáum hvernig staðan verður í þessum löndum eftir 8-12 mánuði og byggjum svo ákvörðun á grunni reynslunnar. Það er ekki verið að tala um að tjalda til einnar nætur og vissara að fara sér hæfilega hratt. Nefni bara evru-dæmi, í tilefni greinarinnar.
Haraldur Hansson, 5.12.2008 kl. 00:56
Það er ljóst að við getum tekið upp Evru einhliða og hefur alltaf verið ljóst. Þessir kjánar sem heimta að við gögnum í ESB, vilja fórna sjálfstæði okkar bara til að komast í hanastéls boðin. Og svo kemur röksemdin að við þurfum bakland frá Evrópska seðlabankanum. Við höfum hana ekki núna, svo engu breytir hvort við notum Evru án stuðnings eða krónu. Það sem við þurfum er lægri vextir og að taka peningastjórnina frá Seðlabankanum og ríkisstjórninni. Þetta verður aðeins gert með því að taka upp annan gjaldmiðil og að leggja seðlabankann niður. Ég er búinn að fylgjast með íslenskri peningamála stjórn í 40 ár og hún hefur aldrei verið til staðar. Og nú með öllum þessum sérfræðingum erum við að upplifa þá verstu óstjórn sem nokkurn tíma hefur verið á Íslandi. Það er klifað á peningamálastefnu ríkisstjórnarinnar, hver er hún mér er spurn, ég hef aldrei séð hana á prenti, þetta er bara eitt innantómt orð.
Sigurjón Jónsson, 5.12.2008 kl. 09:01
Vandamálið við þessa leið er að við getum ekki prentað Evrur. Sá möguleiki er fyrir hendi að peningarnir klárist hreinlega. Þetta er höfðuástæðan fyrir því að þessi möguleiki er slegin út af borðinu.
það sætir furðu að þú Sigurður skulir kjósa að skauta framhjá þessari staðreynd.
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 09:17
Einhliða upptaka evru er ekki raunhæf. Það er ekki hægt og það að sjálfstæðismenn séu að reyna að samfæra fólk um þetta er bara leið til að ná athygli frá ESB umræðunni. Dollara eða evruvæðing væri gerð svona
1: Seðlabankinn tekur stórt lán.
2: Seðlabankinn skiptir út öllum krónum fyrir dollara og afskrifar svo dollarana.
Því gengur þessi leið einflaldlega út á það að eyða öllum krónum úr kerfinu og fá dollara að láni í staðin.
Þetta er sambærilegt því að ef einstaklingur ætlaði að skipta út krónum fyrir dollar þá myndi hann.
1: Brenna krónurnar
2: Fá dollara að láni.
OG þá vera búinn að skipta einhliða yfir í dollar.
ofan á það væri ekki til lánveitandi til þrautavara og öll bankastafsemi færi úr landi. Áhættan á áhlaupi væri mikil og eina leiðin fyrir seðlabankann að koma í veg fyrir það væri að fá fleirri dollara að láni.
Egill (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 12:04
Leiðrétting:
Einhliða upptaka evru er ekki raunhæf. Það er ekki hægt og það að sjálfstæðismenn séu að reyna að samfæra fólk um þetta er bara leið til að ná athygli frá ESB umræðunni. Dollara eða evruvæðing væri gerð svona
1: Seðlabankinn tekur stórt lán.
2: Seðlabankinn skiptir út öllum krónum fyrir dollara og afskrifar svo krónurnar.
Því gengur þessi leið einflaldlega út á það að eyða öllum krónum úr kerfinu og fá dollara að láni í staðin.
Þetta er sambærilegt því að ef einstaklingur ætlaði að skipta út krónum fyrir dollar þá myndi hann.
1: Brenna krónurnar
2: Fá dollara að láni.
OG þá vera búinn að skipta einhliða yfir í dollar.
ofan á það væri ekki til lánveitandi til þrautavara og öll bankastafsemi færi úr landi. Áhættan á áhlaupi væri mikil og eina leiðin fyrir seðlabankann að koma í veg fyrir það væri að fá fleirri dollara að láni.
Egill (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 12:06
Það er mun vænlegra að taka upp gullkrónu og nota gullforða Seðlabankans til þess. Og kaupa meira gull fyrir gjaldeyrisforðann.
Það er ekkert víst að Evran standist til næstu ára. Hver á þá að kaupa Evrurnar okkar? Þá er gott að vera með gullmynt.
Ein Spesía með einu grammi af gulli= kr. 5.000.-
Kristján Sigurður Kristjánsson, 5.12.2008 kl. 12:15
Sæll Sigurður.
Hvað rekur þennan flótta frá krónunni ? Hví viljum við skipta út gjaldmiðli okkar fyrir annan og missa þar með teygju efnahagslífsins ? Án hennar erum við ofurseld því að mæta sveiflum með atvinnuleysi. Merkjanlegur munur er á því að þurfa að skrifa upp á 10-20% lækkun launa, eða að taka við lækkun gengis. Það að vinnuveitandi þinn "bjóði" lækkun verður mun persónulegra og erfiðar að kingja en lækkun gengis, sem mætir öllum landsmönnum í sama hlutfalli (þó vissulega séu til jaðartilfelli).
Efnahagsstjórn nýs gjaldmiðils er erfið, enda tillit til okkar þarfa ekki til staðar. Sveigjanleikinn sem krónan gefur okkur er skýrt merki um hvernig landið er að standa sig í samkeppni sinna atvinnugreina við erlenda keppinauta. Ef allar ákvarðanir til framtíðar eiga að miðast við afleiðingar uppsafnaðs vanda síðustu 2-3 ára, er hætt við að viðmiðin séu of skammsýn.
Gjarnan heyrist sagt að fall íslenska bankakerfisins verði kennslubókardæmi um slakt eftirlit, eða slaka efnahagsstjórn. Vel kann að vera að svo verði. Væri ekki tilefni til að nýta okkur gjaldmiðil okkar sem verkfæri, einmitt vegna smæðar sinnar, til þess að búa til fleiri kennslustundir fyrir erlenda háskóla ? Væri ekki tilefni til að sýna heiminum hvers við erum megnug og rífa okkur hraðar upp, en nokkurt land annað getur, úr kreppunni ?
Treystum okkur til að standa vaktina með ró og tiltrú á okkar eigin getu. Látum ekki hendur fallast, þó 1-2 ár erfið ár bíði.
Áfram Ísland !
Haraldur Baldursson, 5.12.2008 kl. 20:54
þetta er spurning um afleiðingu og orsök. Hvort er krónan afleiðing eða orsök vandræða. Núna er hún orsök (að stóru leiti). Svo er það þannig að krónan veldur mikilli verðbólgu og þar með óstöðuleika. Vissulega gerir hún eitthvað gagn, t.d. að laga vöruskipti, en ef hún er að hjálpa til með eitthvað sem er henni að kenna er kannski málið að leysa upprunalega vandamálið
Egill (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 21:01
Sæll Sigurður Kári,
þú átt hrós skilið fyrir að taka upp þessa umræðu. Það virðist sem allir átti sig ekki á aðalatriðum og aukaatriðum. Aðalatriðið í dag er að fasteignalán okkar hækka óafturkræft vegna verðtryggingar. Það mun valda miklum landflótta þegar fólk er komið í þrot. Þetta þarf að leysa strax. Hugmyndir manna um að ganga í ESB munu ekki leysa neitt fyrr en eftir mörg ár. Áframhaldandi óstjórn mun heldur ekki leysa neitt. Því er hugmyndin um einhliða upptöku Evru allra athygli verð. Vextir munu lækka og verðtryggingin líka. Að sjálfsögðu munu kröfur á stjórnendur fjármála landsins aukast. Það má líkja verðtryggingunni á Íslandi við að maður ætti eina smokkinn í veröldinni og hegðaði sér í samræmi við það. Það best þó er að við þurfum ekki að fara í ESB með byssuhlaupið í hnakkanum.
Haltu áfram ótrauður með þessa hugmynd.
Gunnar Skúli Ármannsson, 5.12.2008 kl. 21:53
Jón Fríman- Góðar athugasemdir.
Aðeins með þessa sjálfstæðishugmynd. Ég er nú ansi viss um það að Breska SAS sé nokk sama hvað Brussel segi og sama má segja um herdeildir um alla Evrópu. Jafnvel þótt þjóðir séu í samstarfi, og ESB er mjög djúpt samstarf, hafa þjóðþingin og þjóðleiðtogar alltaf lokaorðið. Í flestum málum er ekkert mótmælt en ef mikið gengur á þá hefur þjóðþingið (löggjafavaldið í landinu) alltaf lokaorðið.
Svo er það þannig að við þurfum ekki beint annan gjaldmiðil strax heldur stöðuleika. ESB myndi hjálpa okkur að verja krónuna og það væri mjög jákvætt. Því skiptir ekki beint máli hvort við tökum upp nýja mynt eftir helgi eða eftir 4 ár ef krónunni er haldið stöðugri þangað til og þá á sanngjörnu gengi.
Egill (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.