Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Ísland í Evrópusambandið innan árs?
Þeir sem helst hafa talað fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa fram til þessa haldið því fyrirvaralaust fram að sæki Ísland um aðild að sambandinu væri slík aðild handan við hornið innan skamms tíma.
Hefur þessari fullyrðingu ekki síst verið haldið á lofti af áköfustu Evrópusambandssinnum nú á síðustu vikum í tengslum við þá fjármála- og gjaldeyriskreppu sem við Íslendingar glímum nú við og því verið haldið fram að aðild Íslands að Evrópusambandinu sé það meðal sem þessi þjóð þarf á að halda til þess að halda vinna sig fljótt og vel út úr vandanum.
Sem dæmi um slíkan málflutning má nefna að Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður og varaformaður Samfylkingarinnar, sagði á heimasíðu sinni þann 15. nóvember 2008, þ.e. síðastliðinn laugardag:
Ég hef sagt að það sé raunhæfur möguleiki á að komast í ESB innan árs en mjög skömmu eftir aðild gætum við farið í ERM II sem er í reynd nokkurs konar biðstofa fyrir evru. Innan þess samstarfs myndi Seðlabanki Evrópu hjálpa okkur að halda gengi krónunnar stöðugu þar til evran tæki við. Ég trúi því að þetta væri er hluti af lausn vandans og myndi stytta kreppuna til muna."
Sem sagt, aðild innan árs samkvæmt því sem Ágúst Ólafur heldur fram.
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, var ekki jafn nákvæmur þegar hann skrifaði um þessi mál á heimasíðu sína þann 21. Mars 2008:
,,Umsókn um ESB tæki vísast hvorki langan tíma né krefðist mikils mannafla."
Árni Snævarr, blaðamaður, skrifaði síðan eftirfarandi á heimasíðu sína þann 3. október 2008.:
,,Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins sagði í viðtali sem ég tók fyrir Iðnþing í lok febrúar á þessu ári að hægt væri að hefja viðræður hálfu ári eftir að sótt hefði verið um aðild og viðræðurnar tækju 9-12 mánuði en því næst tæki við staðfestingarferlið. Þannig að það ættu að líða um tvö ár frá því umsókn væri lögð fram þar til Ísland yrði formlega aðildarríki ESB. Þannig að það er enn hugsanlegt að Ísland verði tuttugasta og áttunda aðildarríki Evrópusambandsins, ef til vill um leið og Króatía. Ég vona að þið takið þessu sem hvatningu!"
Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins virðist hins vegar hafa skipt um skoðun, því að í kvöldfréttum Sjónvarpsins í kvöld kom fram að stækkunarstjórinn teldi að Ísland gæti gengið inn í Evrópusambandið á næstu 4 árum sæki landið fljótlega um.
Þá sagði í frétt Sjónvarpsins:
,,Að mati embættismanna í Brussel fengju Íslendingar líklega inngöngu strax á eftir Króötum en þeir ganga í ESB einhvern tímann á árunum 2010-12. Rehn segir bankahrunið á Íslandi engu breyta um þetta, Íslendingar séu jafn velkomnir í ESB og áður kjósi þeir að sækja um aðild."
Það var og!
Fjögur ár eru heldur lengri tími en sá tími sem þeir Ágúst Ólafur, Össur og Árni Snævarr telja að það taki Ísland að ganga í Evrópusambandið verði sótt um aðild.
Staðhæfingar Olli Rehn, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, í fréttum Sjónvarpsins í kvöld benda ekki beinlínis til þess að aðild að Evrópusambandinu verði sá bjarghringur sem haldið hefur verið fram í allra nánustu framtíð. Orð stækkunarstjórans gefa að minnst kosti fullt tilefni til þess að efast um að svo sé.
Hitt er annað mál að hugsanlega er hægt að grípa til annarra og skjótvirkari aðgerða sem væru til þess fallnar að leysa vanda okkar og stytta þá kreppu sem nú dynur yfir.
Í því sambandi hef ég og fleiri ítrekað bent á þá mögulegu lausn að hér á landi verði tekin upp annar gjaldmiðill, ýmist einhliða eða samkvæmt samkomulagi við annað eða önnur ríki.
Sú hugmynd er að minnsta kosti þess eðlis að full ástæða er til að taka hana til gagngerrar athugunar.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Athugasemdir
Er ekki málið að Olli Rehn er annars vegar að tala um "venjulegt" umsóknarferli og hins vegar ef um semst að við fáum "flýtimeðferð" eins og verið var að ræða um.
Það gerist í nokkrum skrefum að ganga í ESB. Síðasta og erfiðasta skrefið er að komast inn í myntbandalagið og fá leyfi til að taka upp evru. Til að ná því þarf mjög agaða fjármálastjórn. Það þarf að uppfylla Maastricht skilyrðin.
Þennan aga hafa stjórnvöld á Íslandi hingað til ekki viljað gangast undir. Þau vilja hafa frjálsar hendur, geta aukið útgjöldin á kosningaári til að kaupa sér velvild o.s.frv. Að taka upp evruna núna og halda áfram með sömu lausatökin og undanfarna áratugi er ekki áhugaverð framtíðarsýn. Ef við tökum einhliða upp evru þá eigum við samhliða að leita samninga um inngöngu í ESB.
Vegna þessara lausataka alveg síðan 1944 á að taka peninga- og fjármálin úr höndum íslenskra stjórnmálamanna og setja þau inn í ramma Maastricht skilyrðanna, ganga inn í myntbandalagið og taka upp evru. Fyrr næst ekki ró og stöðuleiki á Íslandi. Ró og stöðugleiki sem getur orðið jarðvegur nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi. Frá 1944 hefur óstjórn einkennt efnahagslífið. Eftir bankahrunið eru við í raun í sömu stöðu og þá, við erum enn sömu hráefnisútflytjendurnir. Verstöð með smá álframleiðslu.
Nú er mál að linni, það verður að koma efnahagslífinu upp úr þessu hjólfari. Það gerist því miður ekki nema með inngöngu í ESB og upptöku evru. Til að ná því markmiði þá vil ég fórna því sem til þarf.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 19.11.2008 kl. 23:21
Það eitt að byrja aðildarferlið myndi stuðla að auknum stöðugleika vegna þess að þá erum við komin í ákverðið ferli sem ekki er hægt að víkja frá eftir geðþótta einstakra ráðamanna landsins. Þetta ætti því að vera sá bjarghringur sem vonast er til. Aukið traust viðskiptaðila erlendis vegna þess að þeir vita hvert landið stefnir á næstu 4 árum myndi væntanlega losa okkur við þá fælni sem hefur fylgt íslenskumlangtíma fjárfestingum. Það er hrikalega mikil skammsýni hjá ykkur í ríkisstjórnaflokkunum undanfarið og sést best á aðgerðum til þess að aðstoða heimili og fjölskyldur landsins. Það er unnið í að leysa vandamál þar til í næsta mánuði í hverjum einasta mánuði í stað þess að hugsa í árum. Þessi efnahagslægð mun taka a.m.k 2 ár að lagast. Og þess vegna er mikilvægt að undirbúa sig fyrir tvöfaldan þann tíma svo að einhver öryggismörk séu ef annað áfall myndi dynja yfir. Og jafnvel þá mun ástandið ekki verða eins og áður fyrr með rífandi uppgangi. Það þarf að hugsa um árin uppúr 1980 til þess að átta sig á hvernig efnahagslífið verður í hægagangi næstu 2-4 ár.
Hitt er auðvitað að ekkert mun breytast hér á landi þar til krónunni verður kastað fyrir Evruna. Verðlag verður áfram of hátt á nauðsynjavörum og þjónustu ásamt því að verðtryggingin mun valda því að skuldabyrgðin af erlendri lántöku verður á almenningi.
Það getur vel verið að við verðum ekki formlega ESB land fyrr en eftir 2012 en um leið og aðildarviðræðum sem einungis munu snúast um fiskveiðimál er lokið erum við sama sem orðið ESB land.
Skaz, 20.11.2008 kl. 13:09
Svörin frá Brussel eru jafnmörg og mennirnir sem svara.Það breytir hinsvegar ekki því að við erum 75% inni nú þegar.En ég spyr, varð það okkur til hjálpar núna ?Vantar okkur virkilega að komast alfarið þarna inn ?Ef eina orsökin er sú að fá stöðugri gjaldmiðil og betri fjármálastjórn, þá hljóta að vera til aðrar leiðir að því marki.
Nú hefur það berlega komið í ljós að við erum ekki eins ’vinamörg’ og við héldum.
Við sáum líka hvernig Brussel beitti þrýstingi til að hindra aðstoð til okkar.Mér er spurn, fyrst sum okkar eru tilbúin að láta frá okkur hluta sjálfstjórnar til Brussel,af hverju má þá ekki frekar fara í sjálfstjórnarbandalag við td. Noreg.
Þeir standa okkur þó nær.Við sjáum að Færeyingar hafa dafnað ágætlega með sína sjálfstjórn undir Dönum.Ef við förum í ESB þá verðum við hluti af jaðarsvæði, og alveg jafn áhrifalaus og núna.Í sjálfstjórnarbandalagi við Norrænt land ættum við að geta haft meiri áhrif á okkar hagi, en um leið myndum við fá það aðhald sem okkur greinilega vantar.Ég spyr líka, hvað höfum við áunnið með sjálfstæði okkar, annað en skuldir?Jon L. (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 13:54
Flýtimeðferð eða ekki, skiptir engu máli. Varaformaður Samfó er bara að vaða reyk. Það vita það allir að ESB aðild þarf að ræða, líklega þarf að vera meirihluti fyrir því á alþingi að taka svona umræður og setja þær í gang. Síðan þarf að koma eitthvað að viti út úr þeim. Þá þarf að hefja viðræður við ESB, ef eitthvað kemur út úr því, þarf að samþykkja hjá alþingi, síðan þarf þjóðaratkvæðagreiðslu (mæli með að þetta verði þá almennilega kynnt bæði kostir og gallar, ekki bara kostir eins og þegar svíar gengu inn). Ef þetta yrði svo samþykkt þar, þyrfti nýtt þing að samþykkja, þá væri hægt að athuga hvar við stæðum og hvaða tíma við þyrftum að bíða og hvað þyrfti að uppfylla til að komast inn.
Þeir sem halda að svona lagað sé hægt að framkvæma á nokkrum vikum er annað hvort bullandi meðvirkir, eða kolruglaðir, nema hvorutveggja sé vandamálið.
Forstjóri Granda skrifaði merka grein í MBL í dag. Sú grein var mjög góð. Hann segir að við höfum ekkert að gera inn í ESB að svo stöddu, og krónan dugi vel, sé rétt á málum haldið. Þarna talar maður úr atvinnulífinu, ekki einhver samfylkingarskrudda, blaut á bakvið eyrun.
Nú eiga Sjálfstæðismenn að fylkja sér á bakvið þá stefnu að setja þetta ESB dæmi í nefnd á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Fá Kristján Ragnarsson til að stýra nefndinni, þar fer maður með reynslu og þekkingu á því hvað við þurfum að fá út úr svona samningum. Maður sem lætur lið eins og Össur og Ágúst Ólaf ekki beygja sig svo léttilega. Fólk treystir kristjáni til þess að láta ekki snúa á okkur svo auðveldlega.
joi (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 14:10
Spurning til þingmannsins: Getum við gengið til samninga við ESB á þess að taka tillit til Noregs og Færeyja eins og við séum ekki í neinu sérstöku samnings og hagsmunasambandi við þá? Ég er að tala um EES og EFTA einnig fiskveiði og olíuhagsmuni. Hvað með samninga sem EFTA hefur gert við önnur ríki? Ég tek það fram að ég er ekki að gera þingmanninum upp neinar skoðanir ég er bara að hugsa á prenti.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 20.11.2008 kl. 17:49
Núer komin yfirlýsing frá ESB um fiskveiði ívilnanir fyrir okkur á regluverki ESB.
Einungis lítilsháttar og í stuttan tíma.
Þeir telja sem sagt að þeir eigi í fullu tré við okkur, þar sem við gugnuðum á að segja bless við Bretaruslið eftir að þeir settu á okkur lögin sín.
ég hef oft sagt, að á skólalóð þar sem öngvar reglur gilda verða bullurnar allsráðandi. Eins er, ef einhver gefst upp án baráttu verðu sami undir alla sína skólatíð í sama skóla.
Þetta virðist einnig eiga vip um ESB klúbbinn. Þar telja menn sig nú ráða okkar ráðum þar sem svo mikill þungi er á umsóknarferlis vinsældum.
Nú er ´timi viðbragða og sendum þessu liði tóninn og segjum þeim að fara í rass og rófu, hafa Kött fyrir keyri og koma ALDREI aftur að Eyri.
Skítalið í Samfyljkingu gegn Íslandi.
Bjarni Kjartansson, 20.11.2008 kl. 19:44
Nú eru Lettar að sækja um lán hjá IMF þeir ekki hjálpaði ESB þeim eða hvað
Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.11.2008 kl. 21:14
Ísland ætti að ganga aftur í Ísland, það er hægt með einni hugsun. Hvenær á fara í vinnufötin aftur? Ekki gengur að hanga svona í kaffiskúrnum endalaust og ræða um liðna tíð og ísavetra?
Núna vinnur mynt Íslands 24 klukkustundir á sólarhring við að afrugla hagkerfið eftir að hafa verið misnotuð í all langan tíma. Hún vinnur sitt verk í kyrrþei, en vinnur það samt. Svo vakna Íslendingar upp einn góðan veðurdag og taka eftir því að sólin er farin að skína allann daginn aftur.
Enginn mun taka eftir því, frekar en að venju, fyrr en allt í einu að þeir eru staddir í miðri uppsveiflu. Ert þú undirbúinn fyrir næstu verðbólgulausu uppsveiflu ? Núna er búið að berja horið úr kryppunni á bólugröfnum mörkuðum. Graftarkýlin eru sprungin:
Fjármagns-bólan => er sprungin
Banka-bólan => er sprungin
Húsnæðis-bólan => er sprungin
Olíuverðs-bólan => er sprungin
Hrávöruverðs-bólan => er sprungin
Matvælavöruverðs-bólan => er sprungin
Global-warming-bólan => er sprungin
Öryggisráðs- og heimsveldis-bólan => er sprungin
Svona mun ESB bólan springa => er að springa
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 20.11.2008 kl. 21:24
Er ekki ástæða til að skoða að taka upp pening sem er einhvers virði. Þ.e. vera með gullfót, silfurfót eða jafnvel álfót undir krónu okkar?
Héðinn Björnsson, 25.11.2008 kl. 15:24
Takk fyrir þetta Sigurður. Heiti potturinn leysti þessi mál í kvöld. Jarðfræðin fær að ráða för. Jarðskorpan markar skil efnahagslegrar samvinnu og réttindi samtarfsaðila okkar. Bandaríkjanna annars vegar og Noregs hins vegar. Við tökum upp nýja mynt , norskan-dollar, og verðgildi hans miðað við hlutfallslega venslun hagkerfanna og niðurstöðu samninga um efnahagslega samvinnu og tryggingu. Stofnaður verður einn sameiginlegur lífeyrissjóður allra landsmanna - allir jafnir þar. Eignir landsmanna í bönkunum, skuldir fyrirtækja, verða færðar niður í efnahagsreikningi, frá skuld í eigið fé og hluturinn sameign þjóðarinnar. Skuldir heimilanna verðar verða færðar niður sem nemur því hlutfalli sem hver og einn valdi að skuldsetja eign sína en verðið miðað við byggingakostnað í löndunum þremur. Bandarískur banki yfirtekur tvo íslensku bankanna en Íslendingar og Norðmenn sameinast um aðra bankastarfsemi í dreifðri eignaraðild. Íslenskir bankastarfsmenn fá ný og spennandi tækifæri hjá banka á við City Bank. Auðlindir og forgangssamstarf um þær mótast af jarðfræðilegri legu. Þannig ættu Norðmenn forgangsaðgang að samstarfi um Drekasvæðið en Bandaríkin allt svæðið vestan við sprungumótin frá Reykjaneshrygg að Kleifarvatni og svo norðaustur í gegnum landi. Allur lífmassi í hafi, ám og vötnum verður sameign þjóðarinnar þótt núverandi nýtingaréttur verði virtur, vatnsföll af öllum toga einnig sem og orkubúskapur þjóðarinnar gjörvallur auk landsins alls að öðru leiti. Náttúra landsins mun í auknum mæli færast í þjóðlega umsýslan og lúta ströngustu skilyrðum um sjálfbærni og samfélagslega ábyrga ræktun. Margt fleira kom fram í heita pottinum enda var skipuritið og verklagsferlið allt klárað á 40 mínútum enda karlarnir sumir orðnir ansi estrogenískir hlutfallslega séð út af hitanum og gátu því gert eitthvað annað en tuða. Heiti potturinn er ekki sem verstur sjálfur
Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 04:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.