Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Guðni Ágústsson hættur
Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, las í gær við upphaf þingfundar afsagnarbréf Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem sagði af sér þingmennsku og er hættur sem formaður Framsóknarflokksins.
Guðni er annar þingmaður Framsóknarflokksins sem segir af sér þingmennsku á stuttum tíma, en í síðustu viku tilkynnti Bjarni Harðarson um afsögn sína.
Framsóknarflokkurinn hefur átt mjög undir högg að sækja á síðustu misserum. Okkur sem fyrir utan flokkinn stöndum hefur ekki dulist að mikil ólga hefur kraumað innan hans. Ég held hins vegar að engum hafi dottið í hug að andrúmsloftið innan flokksins væri jafn skelfilegt og innanmeinin jafn mikil og afsögn Guðna er til vitnis um.
Valgerður Sverrisdóttir, sem tekin er við sem formaður Framsóknarflokksins, var viðmælandi Helga Seljan í Kastljósi Sjónvarpsins í gær þar sem afsögn Guðna var rædd.
Ég tók sérstaklega eftir í því að Valgerður kaus að þakka Guðna ekki fyrir samstarfið og störf hans í þágu Framsóknarflokksins og þjóðarinnar. Þess í stað gagnrýndi hún með hvaða hætti hann skilur við flokkinn og hverfur af vettvangi stjórnmálanna.
Það segir að mínu mati sitt um þann mikla ágreining sem uppi hefur verið milli fyrrum formanns og varaformanns flokksins.
Ég ætla mér hins vegar að nota tækifærið og þakka Guðna Ágústssyni fyrir samstarfið og störf sín.
Við sjálfstæðismenn áttum gott samstarf við Guðna meðan Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sátu saman í ríkisstjórn. Eftir að Framsóknarflokkurinn fór í stjórnarandstöðu var samstarf okkar Guðna með miklum ágætum þó ekki værum við í sama flokki.
Ég horfi á eftir Guðna Ágústssyni með söknuði. Hann var óvenjulegur stjórnmálamaður sem lífgaði upp á störfin á Alþingi og stjórnmálin á Íslandi. Kynlegur kvistur sem á sér engan líka.
Ég hefði óskað þess, líklega eins og hann sjálfur, að stjórnmálaferli hans hefði lokið með öðrum hætti.
En ég óska honum alls hins besta á nýjum vettvangi.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Athugasemdir
Guðni hætti til að vera örugglega byrjarður að taka út eftirlaunin góðu áður en þau ólögi verða tekin til endurskoðunar.
Illugi "sjóður 9" Gunnarsson og Þorgerður "7 hægri" Katrín sitja enn þrátt fyrir grunsemdir um refsivert athæfi.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 14:43
Mér finnst að ansi margir ættu að fjúka, líka þeir sem við treystum á að væru að tala málefnum okkar á þinginu Sigurður.
Kveðja,
Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 19.11.2008 kl. 17:40
Hvaðan hefur þú það, Sigurður Kári að stjórnmálaferli Guðna Ágústssonar sé lokið?
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.