Föstudagur, 14. nóvember 2008
Krónan og sjávarútvegurinn
Með hruni fjármálamarkaðarins hefur átt sér stað ákveðin uppstokkun í íslensku atvinnulífi sem ekki sér fyrir endan á. Þó er ljóst að mikilvægi sjávarútvegsins í íslenska þjóðarbúskapnum er nú og verður meira en fyrir hrun fjármálamarkaðarins.
Forsvarsmenn í íslenskum sjávarútvegi hafa alla tíð barist gegn því að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu þar sem þeir telja það atvinnugreininni ekki til hagsbóta að Ísland þurfi að undirgangast hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins.
Hins vegar er ljóst að frá sjávarútveginum eru nú komin fram sjónarmið um að stjórnvöld skipti um gjaldmiðil á Íslandi, án þess að því fylgi aðild að Evrópusambandinu.
Forsvarsmenn þriggja af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, þeir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Brims hf., og Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf., leggja sitt til málanna í grein í Fréttablaðinu í dag.
Í greininni, sem ber yfirskriftina ,,Nýjan gjaldmiðil strax" segja framkvæmdastjórarnir þrír:
,,Trúverðugleiki íslensku krónunnar er í dag enginn. Gengi hennar hefur fallið yfir 100% á einu ári. Vextir eru hvergi hærri í vestrænum heimi en hér. Almenningur og fyrirtæki stefna í gjaldþrot ef ekkert verður aðhafst.
Við undirritaðir leggjum til að stjórnvöld ráði nú þegar hagfræðingana Daniel Gros og Manuel Hinds til þess að stýra skoðun á upptöku nýs gjaldmiðils strax. Fyrir þá sem vilja kynna sér þessa hugmyndafræði frekar vísum við til greinar eftir þá Ársæl Valfells og Heiðar Má Guðjónsson í Fréttablaðinu laugardaginn 8. nóvember sl. undir yfirskriftinni ,,Valmöguleikar eru fyrir hendi í gengismálum."
Í okkar huga er lífsnauðsynlegt að skoða að taka upp nýjan gjaldmiðil á Íslandi og það strax! Hvort við með þeirri aðgerð eigum betri möguleika en ella á að vinna okkur fyrr út úr núverandi efnahagsþrenginum. Upptaka nýs gjaldmiðils myndi leiða til skynsamlegar umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu.
Umræða um jafn afgerandi mál og aðild að ESB verður ekki afgreidd í einni svipan. Við verðum að gefa okkur tíma til að vega og meta af skynsemi hvað aðild að ESB felur í sér fyrir íslenskt samfélag. Á meðan getum við ekki leyft okkur að horfa upp á fyrirtæki og almenning blæða út vegna myntar sem ber vexti sem þjóðin rís ekki undir."
Þetta er merkilegt innlegg frá forsvarsmönnum þriggja af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og rennir að mínu mati stoðum undir þá skoðun sem ég hef haldið fram á þessum vettvangi, að full ástæða sé fyrir íslensk stjórnvöld að skoða af fullri alvöru þá hugmynd að taka upp annan gjaldmiðil í stað krónunnar, ýmist einhliða eða með samkomulagi við önnur eða annað ríki.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Athugasemdir
Ég missi ekki svefn yfir því að við séum á leið inn í EU. Þegar kostir og gallar verða vegnir, þá mun þessu hafnað af þjóðinni. Allt í lagi að ræða og fræða. Þegar kemur að því að sækja um verður EU komið í háaloft, vegna yfirgangs herraþjóðanna þar, eins og berlega er að koma í ljós á Írlandi.
Þið hafið látið Samfylkinguna sannarlega kúga ykkur til fylgilags og leiða ykkur í gildru. Stór hluti ykkar fylgis byggði á andstöðu við EU inngöngu. Það eru merkileg öfugmæli að ætla að fara skoða þetta í ljósi þess að sambandið hefur með þjösnaskap meinað okkur aðgang að alþjóðlegu réttarkerfi einni þjóða.
Eitt vil ég nefna sem þið ættuð að gera að framtíðarmarkmiði til að launa Bretum lambið gráa mð því að styðja sjálfstæðisbaráttu Skota og Íra af fullum þunga og tala fyrir því á alþjóðavetvangi.
Það er orðið fátt um fína drætti fyrir sjálfstæðisflokkinn núna.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2008 kl. 19:47
Til hvers hagfræðinga!
Miklu nær að velja lögfræðinga og þá helst fyrrum stjórnmálamenn í það að stýra því verki.
Jú, það væri nákvæmlega rétt að gera það í stöðunni.
Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 21:52
mjög dapurt að ekki skuli hafa verið farið betur með undanfarin misseri - sorglegt að missa hagkerfið sem og krónuna bara fyrir glisgirni og agaleysi hjá stjórnarmönnum
Jón Snæbjörnsson, 14.11.2008 kl. 22:26
Ekki meiri umræðupólitík. láta verkin tala. Mögulekarnir eru fyrir hendi, bara þora.þið hafið völdin en eruð enn sem komið er máttlausir. Skrifið og skrafið en engin framkvæmd.
IGÞ, 14.11.2008 kl. 23:19
Þessum ágætu forsvarsmönnum í sjávarútvegi er vorkunn. Þessum síbiljuáróðri hefur verið haldið uppi linnulaust (á hverjum einasta degi)af fyrrum eigendum bankanna sem jafnframt eiga fjölmiðlana. Eftir að Styrmir hætti eru allir rit- og fréttastjórar EBS-sinnar. Er það tilviljun? Ekki var það krónunni að kenna að hér var búin til viðvarandi viðskiptahalli og gefin voru út Jöklabréf í stórum stíl. Eða hvað? Hefði danska krónan þolað slíkt ástand?
Samfylkingin hefur engin ráð í efnahagsmálum en bendir á aðild að ESB sem töfralausn eða lífselexír við öllum vandamálum. Hver forystumaður þess flokks á færur öðrum hefur lýst því yfir á opinberum vettvangi að "matvöruverð muni lækka ef við göngum í ESB". Hvers vegna það ætti að gerast er mér afur á móti hulin ráðgáta? Það eru nákvæmlega sömu skilyrð fyrir vörusölu milli landa.i þ.m.t. álögur all
Sigurður Þórðarson, 15.11.2008 kl. 03:02
Ég er með eina tillögu um sniðglímu á EU, sem þú ættir að hugleiða. Það er að kæra þann gjörning til alþjóðadómstólsins að við hofum ekki aðgang að alþjóðlegu réttarkerfi í málum sem skilja milli feigs og ófeig um framtíðina. Ekkert land getur setið undir svoleiðis bolabrögðum. Bara það er kærumál per se. Ef við fáum það ekki, þá er fyrst fokið í flest skjól.
Við eigum að kæra evrópudómstólinn til evrópudómstólsins eða beita hvaða aðferð sem mögulega er hægt að finna til að hnekkja þessum níðingshætti. Engin önnur þjóð myndi sætta sig við slíkan fasisma. Ekki einu sinni þær fasistaþjóðir sem standa að þeim gerningi.
Þið getið ekki gefið eftir núna. Þið megið það ekki.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2008 kl. 04:19
Í ljósi þessarar klemmu, er vert að hafa í huga þessa grein Jóhannesar Bjarnar, sem bendir á að við getum ekki tekið upp evru einhliða nema í sátt við seðlabanka Evrópusambandsins. Án seðlabanka gengur ekkert peningakerfi. Sérstaklega ekki við núverandi aðstæður. Okkar gamli seðlabanki myndi ekki vera til eftir upptökuna. Valdalaus og peningalaus og einskis virði stofnun.
Það er því úr vöndu að ráða og mikilvægt að menn sýni tímamóta stjórnvisku til að leysa úr þessu.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2008 kl. 05:41
Meira fróðlegt um ástæður hrunsins hér.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2008 kl. 05:48
Frábær grein um Sjálfstæðisflokkinn hér:
http://this.is/nei/?p=525
Bloggarinn (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 18:44
Og burt með spillingarliðið STRAX.
Pétur Kristinsson, 18.11.2008 kl. 16:06
Eigum við ekki að fagna þessum ummælum útgerðarmananna og hefja umræður um sjávarútvegsmál til vegs og virðingar. Eins og þú og allir vita hafa umræður um sjávarútvegsmál veið í einhverjum krampaendum farvegi til mikils skaða fyrir útgerðina og sjávarútveginn í heild sinni.
Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.