Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar lausnir
Tillögur þeirra Heiðars Más og Ársæls hafa vakið mikla eftirtekt og fjöldi málsmetandi sérfræðinga á þessu sviði hafa tjáð sig um þær.
Í viðtali við Fréttablaðið á sunnudaginn segir Daniel Gros, forstöðumaður Center for European Studies í Brussel, sem aðstoðaði Svartfellinga við einhliða upptöku evru: ,,Ég er algjörlega sammála meginrökum greinarinnar."
Á mánudaginn birtust síðan meðal annars greinar eftir Eddu Rós Karlsdóttur, hagfræðing hjá Landsbankanum og Manuel Hinds, fyrrum fjármálaráðherra El Salvador sem unnið hefur sem efnahagsráðgjafi, meðal annars fyrir Alþjóðabankann.
Í upphafi greinar sinnar segist Edda Rós vera í grundvallaratriðum sammála greiningu Ársæls og Heiðars á vandanum og segir: ,,Mér finnst mjög spennandi að menn velti því fyrir sér hvort hægt sé að stytta sér leið inn í evruna, til að koma í veg fyrir að gjaldeyriskreppan hrindi af stað nýrri bankakreppu sem auki enn á efnahagskreppuna.", en veltir jafnframt fyrir sér ýmsum tæknilegum útfærslum á þessari hugmynd.
Í grein sinni segir Manuel Hinds, sem áður hefur talað fyrir einhliða upptöku annars gjaldmiðils, m.a.:
,,Að skipta krónunni út fyrir evru myndi jafnvel hafa aðra kosti. Eins og Heiðar Guðjónsson og Ársæll Valfells bentu á í greininni; Valmöguleikar eru fyrir hendi í gengismálum, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardag, yrði það ekki nauðsynlegt að taka erlend lán til að byggja upp gjaldeyrisvaraforða, einungis til að veita krónunni trúverðugleika, ef evran yrði tekin upp. Núverandi gjaldeyrisvaraforði er nægjanlegur fyrir upptöku evru. Reyndar myndi Seðlabankinn standa uppi með umframforða, eftir að hafa keypt nauðsynlegar evrur. Og hægt væri að nota erlend lán til að byggja upp efnahagslífið, í stað þess að byggja undir veikan gjaldmiðil."
Í Kastljóssþætti Sjónvarpsins í gær ræddu hagfræðingarnir Ólafur Ísleifsson og Gylfi Zöega síðan um hugmyndir Heiðars og Ársæls um einhliða upptöku annars gjaldmiðils en krónunnar. Ekki var annað á þeim að heyra en að þeir hrósuðu hugmyndinni og teldu hana framkvæmanlega.
Góður maður sagði eitt sinn við mig að óvenjulegar aðstæður eins og nú eru uppi kölluðu á óvenjulegar lausnir.
Miðað við þau viðbrögð sem fram hafa komið við hugmyndum Heiðars Más og Ársæls þá hljóta hugmyndir þeirra að koma til skoðunar við þær aðstæður sem nú eru uppi í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:20 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Athugasemdir
Nú erum við að tala saman. Höfuðkosturinn í þessu er svo að við höfum áfram einhver lánavilyrði og aukum jafnvel möguleika á fleirum. Þau lán má nýta til að skuldbreyta erfiðustu skuldbindingunum og losa bankana úr klóm breta, hollendinga og fleiri.
Markmið þeirra er ekkert annað en að komast yfir auðlindir og eignir okkar. Eignasafn bankanna er upp á tæp 300% af þjóðarframleiðslu, svo það þýðir raunar að sjálftæðiðið og sjálfsákvörðunarrétturinn er þar inni á bók.
Ef við förum IMF leiðina og hendum þessum lánum á eftir krónunni, þá tökum við þá endanlegu áhættu að fjarmagnsflótti verði (munum jöklabréfin) og þessir peningar brenni upp, við sitjum uppi með 6 milljarða dollara í viðbótarbagga fyrir ekkert. Það þýðir endanlegt gjaldþrot í raun og enga möguleika á útleið aðra en að gefa þessum gömlu imperialistum landið á silfurfati.
Nú er lag að gera eitthvað og það strax. Gros þarf að fá flugmiða í dag. Jafnvel Björn Bjarnason sýndi óvenjulegan drengskap í gær með að blása burt dylgjum hagfræðings um að Brussel gæti brugðist illa við. Hann hélt þvert á móti og færði rök fyrir því.
Nú er að duga eða drepast.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 11:02
Mér finnst afar brýnt að minnast varnarðarorða Gylfa Zoëga í umræddum Kastljósþætti.
Hann benti á þá staðreynd að Íslendingar væru búnir að fá fjölmörg hlunnindi innan Evrópusambandsins án þess að taka á sig þær skuldbindingar sem aðildarríkin þurfa að leggja á sig. Næst vilja svo Íslendingar fá Evruna ...
Hætt er við því að þolinmæði sambandsins gagnvart litla freka landinu hljóti nú að fara minnkandi.
Hugmyndin er engu að síður góð.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.11.2008 kl. 11:04
Hér er tækifærið til að endurheimta traustið á flokknum líka og gera þig að þjóðhetju m.a.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 11:05
Gylfi sagði raunar ekkert af viti í þessu viðtali og velti vöngum og sýtir vafalaust að ná ekki að agitera fyrir skjólstæðingum sínum eins og kollegi hans Tryggvi Þór. Hann hafði ekkert fyrir sér í þessu. Hálfgerður hryggleysingi drengurinn ef ég má vera svo blunt.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 11:07
Siggi, þessir menn í Nofvator tóku stöðu GEGN krónu okkar og þeim ber að resa grimmilega fyrir þann þjóðníðingsskap.
Börn mín eiga ekki að blæða fyrir hóglífi örfárra.
Það verðu ekki liðið, ekki á meðan rennur blóð í æðum stórlundaðra manna.
Þetta lið á ekkert hjá þér. Ekki ganga erinda þeirra.
Verðu stöðu þjóðarinanr og þannig Flokksins, káfaðu eftir rótum Flokksins og ígrundaðu kjörorð hans.
ÞAr er fjársjóður og mannvit mikið.
Miðb´jaríhaldið
Vill fyrirgefa ofurfrjálshyggju manna EF þeir sjá að sér í tíma.
Bjarni Kjartansson, 11.11.2008 kl. 11:26
Sæll Meistari, gott að heyra alla vega smá feedback frá stjórnarliðum varðandi þetta mál. Treysti á að við (pöpullinn) fáum skýrar röksemdir fyrir því af hverju þessu verður ýtt út af borðinu ... ef það gerist. Það gengur ekki að að ignora svona lausn sem viðist byggja á nokkuð traustum hagfræðilegum rökum.
Þetta yrði hugsanlega pólitískt óvinsælt til skamms tíma (hjá þeim sem halda enn í vonina að erlendu lánin þeirra fari niður í gengisvísitölu 150 ...?) , en það verður að meta þessa lausn í skuldasamhengi þjóðarinnar til næstu 50 ára.
Geir Sigurður (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 11:45
Heil og sæl
Þar sem það virðist vera andstaða hjá Evrópusambandinu við einhliða upptöku Evru er spurning hvort ekki væri betra að taka upp USA dollara, viðskipti í dollurum eru mikil á Íslandi. Það væri síðan hægt að ganga formlega í evru sambandið síðar ef vilji er fyrir því. Bandaríkin virðast bara vera nokkuð kát með ríki sem taka upp þeirra gjaldmiðil.
Það er alveg ljóst að það eru kostir og gallar við að taka einhliða upp annan gjaldmiðil. Það þarf að kanna þetta frá öllum hliðum og taka síðan upplýsta ákvörðun að sætta sig við ókostina. Það er td. spurning hvort að það gæti ekki verið einhverjir kostir við að vera eina ríkið í EES með dollar.
Skúli Haraldsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:28
Orðin nógu gömul og grá til að trúa því að ef eitthvað "too good to be true, it usually is". Því miður held ég að engar "patent" lausnir á þeirri stöðu sem við búin að koma okkur út í. Við verðum að sætta okkur við að verðum að vinna okkur "the hard way" út úr þessari holu sem við búin að koma okkur í, og að það muni taka tíma.
Að treysta málflutningi forsvarsmanns Novators á þessari stundu vekur líka athygli mína, hverra hagsmuna er þessi ungi maður með að leiðarljósi. Sennilega sömu og hingað til. Fannst hann afskaplega ótrúverðugur í viðtalinu í Íslandi í dag í gær, og spyrillinn spurði einnar mjööööggg góðrar spurningar, þ.e. ef keyptum evrur og settum þær á markað hvað gæti komið í veg fyrir að menn hyrfu með alla peninga úr landi og m.v. svar hans hef grun um að þar hafi hún hitt á "motivationina" á bakvið hans málflutning.
Tek mér síðan það bessaleyfi að vísa í Jóhannes Björn (höfund Falið Vald), en hann skrifar pistil um þetta á malefnum.com í dag.
" Það er mikil umræða í þjóðfélaginu um að Ísland taki einhliða upp evru. Nokkrir hagfræðingar hafa haldið því fram að þetta sé auðvelt og benda máli sínu til stuðnings á þá staðreynd að flest viðskipti eru rafræn og seðlar og mynt í umferð eru smápeningar í því dæmi. Málið er kannski ekki alveg svo einfalt.
Til að byrja með þá bíða margir erlendir aðilar eftir að tækifæri myndist til þess að taka háar upphæðir úr landi. Það gerist sama dag og þessi fræðilega evra fer í umferð. Ef atvinnuleysi eykst og fjöldi Íslendinga ásamt erlendu vinnuafli sem hér hefur verið kýs að yfirgefa landið, þá myndast mikið útstreymi á þessum evrum. Viðskiptahalli við útlönd myndi líka láta evrur gufa upp og við þær aðstæður væru tollar og skattar einu vopnin til þess að laga stöðuna. Við fellum ekki evruna og enginn aðgangur að yfirdrætti kæmi okkur strax í tímahrak.
Það er erfitt að sjá hvernig þjóð sem er á hnjánum getur komið sér upp nægilega stórum evrusjóði til þess að dæmið gangi upp. Þetta var líklega hægt 2005 eða 2006 en staðan er mikið breytt síðan þá. Með fáum undantekningum þá verða þjóðir sem búa við nútíma peningakerfi að hafa aðgang að seðlabönkum. Það verður að bíta í það súra epli þótt kerfið sé í eðli sínu meingallað. Það er ekkert annað kerfi í gangi.
En þetta eru bara tæknilegar hliðar málsins. Ef Íslendingar taka upp evru og seðlabanki Evrópu fer í fýlu þá blasa við vandamál sem gera millilandaverslun mjög erfiða. Þeir geta neitað að láta tékka, bankaábyrgðir og aðra pappíra ganga í gegnum greiðslukerfi sambandsins. Ef Bretar og Hollendingar líta á aðgerðir Íslendinga sem leið út úr samningaumræðum við þá, þá geta þeir ábyggilega fundið margar aðferðir til þess að gera Íslendingum lífið leitt. "
Tilvitnun lýkur.
ASE (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:33
Ég hef stundum velt fyrir mér hvernig þessir hagfræðingar bankanna hafa geð í sér til að vinna þar áfram. Er sjálfsvirðingin engin?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:46
Verðu stöðun þjóðarinnar og þar með flokksins, segir Miðbæjaríhaldið. Þessi flokkur hefur tekið hagsmuni sína fram yfir hagsmuni þjóðarinnar og það er landráð í mínum huga.
Valsól (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 13:07
Sigurður, nú hvet ég þig að; "Walk the Talk".
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 13:18
Tek undir orð Kristins á Bakkafirði.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 13:23
Sæll Sigurður.
Ekki aðeins áhugavert heldur hreinlega skynsamlegt. Ég hvet þig og þína til að halda þessari sannfæringu og láta verða af!
Frosti Heimisson, 11.11.2008 kl. 14:47
Sæll vertu Sigurður.
Í Guðanna bænum farð þú nú ekki líka að falla í þennan fúla skyndi- og/eða töfralausna pitt.
Þetta eru bara lausnir sem byggja á hillingum, ekki raunveruleikanum.
Þessar hugmyndir eru bara tóm della og ekkert annað, jafnvel þótt þeim sé pakkað inní það sem ég lít á sem glórulausar "hagfræðingaumbúðir".
Hlustaðu frekar á skynsemdarmanninn Bjarna Kjartansson, Miðbæjaríhald, þar færðu skoðanir manns sem hefur trygga fótfestu við raunveruleikann..
Í gær skrifaði Gunnar Rögnvaldsson enn eina fína greiningu sína á Moggabloggið, nú um "Það þarf að bjarga Evrusvæðinu fyrst."
Reyndar ættu allar greinar Gunnars á blogginu að vera skyldulesning og lærdómur og til íhugunar fyrir ykkur stjórnmálamenn ekki síður en almenning. Þar kemur fram mikill fróðleikur og staðreyndir sem byggja á opinberum, tölulegum staðreyndum, ekki óskhyggju.
Í umfjöllum um greinina komu m.a. fram eftirfarandi skoðanskipti, þau eru lýsandi fyrir froðuna í skyndilausn "hagfræðinganna":
"Um helgina kom fram grein um eldra efni frá þeim Ársæli Valfells Lektor og Heiðari (??) frá Novator, þessa efnis að unnt væri að skipta út krónunni með núvernandi gjaldeyrisforða. Í stað hennar kæmi Dollar, eða Evra. Meira þyrfti ekki til. Í dag kom svo fram ábending frá Eddu Rós Karlsdóttur um að ýmis atriði vanti þar eins og ríkisvíxlar og annað sem sjáfsagt myndi alltaf krefjast lánapakka upp á 500 milljarða.
Ég hef lesið þín dálka og þætti afar vænt um að heyra þína afstöðu, því hún hefur verið sett fram, að míu viti, afar faglega og vel rökstudd.
Kær kveðja
Haraldur Baldursson, Hæðarseli 2, 109 Rvk.
Haraldur Baldursson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 13:16
Afstaða mín til þessarar greinar er sú að það sé nauðsynlegt að loka menntastofnunum sem útskrifa svona fjármálafólk á Íslandi. Þ.e.a.s. ef þetta fólk kemur úr þessum skólum. Svo þarf að senda það í endurhæfingu á Vog og helst á Klepp einnig.
Afstaða mín er mjög svipuð Haraldur. Það þarf ennþá að hafa stjórn á verðbólgu. Núna eru stýrivextir 2% í Bandaríkjunum og verðbólga 15% á Íslandi. Hvað ætla menn að gera í því? Án stýrivaxtavopnsins þarf ríkissjóður Íslands í staðinn að stíga harkalega á bremsurnar og setja upp gaddavíra í hagkerfinu. Skera niður heilbrigðiskerfið, skera niður menntamál og velferð. Setja álögur á næstum hvað sem er til að stoppa neyslu og fjárfestingar. Til dæmis með því að hækka skatta og álögur á nánast hvað sem er. Þar að auki væri Ísland sennilega gjaldþrota núna því ríkissjóður stæði þá sennilega í ábyrgð fyrir mistökum og glæframennsku íslenskra bankamanna sökum þrýstings að utan.
Þó svo að það séu timburmenn núna þá þurfa Íslendingar að halda sig frá flöskunni í framtíðinni. Það þýðir ekkert að skipta um áfengistegund og fá aðra til að halda á flöskunni fyrir sig. Þessutan þá hefur Ísland einu sinni verið nýlenda og því ætti Ísland að sækjast eftir því aftur?
Tvö orð: rugl og afneitun. Ætlar aldrei að renna af þessu fólki?
Ef Ísland ætlar að taka upp dollar þá þurfa þeir að ganga í Bandaríkin fyrst til að geta notið afls og kosta seðlabanka Bandaríkjanna og sameiginlegra fjárlaga sambandsríkjanna og sem eru margfalt margfalt margfalt stærri og öflugari en það sem evrópusambandið hefur að bjóða uppá.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.11.2008 kl. 13:42
Það er búið að fjalla svo viða um "einhliða upptöku evru" útaf þessari makalausu grein Ársæls og Heiðars Más. Svo mætti Ársæll ásamt Þórólfi Matthíassyni í Silfur Egils í gær.
Ég man ekki lengur hvar ég skirfaði komment en leyfi mér að endurtaka það hér: Það væri til bóta ef Þórólfur hætti að tjá sig um efnahagsmál í ljósvakamiðlum.
Gestur H (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 16:30"
Mér finnst engu þurfa að bæta við framangreint.
Kveðja
Guðm. R. Ingvason
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 15:36
Það er ljóst að nú eigum við tvo leiki:
Af þessum tveimur kostum virðist kostur 1 vera áhættusamari. Það veit enginn hversu hár forðinn þarf að vera eða hvort/hvenær okkur mun takast að tryggja okkur hann. Ef tilraunin er ekki nógu trúverðug til að vekja traust gæti þessi forði horfið eins og dögg fyrir sólu þegar allri flýja úr krónunni og við endum aftur á sama reit, stórskuldug.
Þó Heiðar og Ársæll hafi gert of lítið úr nokkrum vafaatriðum, t.a.m. hvaða gengi skuli notað til að skipta út krónunni og hversu stóra upphæð umfram M0 þurfi til að dekka innistæður útlendinga sem teknar verða úr kerfinu, þá þykir mér kostur 2 vera áhættuminni.
Undir eðilegum kringumstæðum væri eðlilegra að gera 1 fyrst og síðan 2 þegar fljótandi gengi væri búið að ná jafnvægi. En enginn veit hversu langan tíma það tekur að ná jafnvægi, ef það gerist þá nokkurn tíma. Undanfarin 5 ár höfum við jú búið við gengi sem flestir töldu óeðlilegt.
Vissulega má ekki gera lítið úr andstöðu ESB við einhliða upptöku Evru sem gæti komið í bakið á okkur, án þess að ég sjái hvernig það mun gerast. En önnur lönd, t.d. Bandaríkin, virðast hafa velþóknun á svona ráðstöfun og þess vegna væri bandaríkjadalur hugsanlega góður kostur. Athugið að stöðugleiki myntarinnar skiptir mun meira máli en það hvort við eigum mikil eða lítið viðskipti í myntinni.
Við megum engan tíma missa. Veljum mynt, ákveðum gengi (veljum 5 manna nefnd og gefum þeim 48 klst) og skiptum núverandi gjaldeyrisvaraforða í þessa mynt. Síðan er hægt að skipta krónum fyrir þessa mynt í skrefum, eftir því sem forðinn endist og okkur tekst að útvega viðbót. Þó einhverjir þyrftu að bíða eftir afgreiðslu væru þeir ekki verr settir en þeir eru nú.
Praktísk atriði eins og klinkið eru auðleyst. Notum t.d bara núverandi krónuklink með því að skilgreina 100 krónur sem 1 USD eða 1 EUR eða hvað við nú veljum. Þá þurfum við ekki einu sinni að skipta um stöðumæla.
Væri kannski hægt að sammælast um 100 ISK = 1 USD? Þá þurfum við bara að klippa tvö núll aftan af, sem við kunnum vel.
Gisli (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:25
Gunnar Rögnvaldsson; Þú virðist svo reiður að ég næ engum botni í það sem þú ert að segja. Ef þér finnst allir hagfræðingar landsins svon drukknir og ruglaðir og umræðan hé þá svona út úr kortinu, hvað vilt þú þá leggja til? Þú skrifar rómaða og vitræna pistla um fjármál heimsins, en ég átta mig ekki alveg á hvað þú aðhyllist.
Nú set ég þá áskorun til þín að upplýsa okkur um vitræna kosti, ef þú hefur þá á takteinum og telur þig hafa efni á að tala svona niður úr turnspíru þinni. Ert þú kannski líka með eitthvað prívat agenda?
Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2008 kl. 05:21
Sigurður. Nú er að duga eða drepast. Kominn er tími til að vinna hratt og vel. Nú virðist sem ákvörðun IMF hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Hugsanlega er það okkar happ.
Ég vil benda á ábendingar Lilju Mósesdóttur hagfræðings og prófessors þar sem hún varar eindregið við kröfum IMF, og þá sérstaklega um háa stýrivexti sem gera ekkert annað en drepa fyrirtæki og skaða almenning.
Sjá Markaðinn í dag hér. "Fleiri leiðir kunna að vera til" Lilja gerir ekki ráð fyrir aðstoð IMF í tillögum sínum. Hún kemur með praktískar lausnir sem virðast miklu skynsamlegri en lausnir IMF.
Lilja hefur lagt fram áætlun í 7 liðum:
1. Vaxtalækkun til að gera heimilum og fyrirtækjum kleift að ráða við skuldsetninguna.
2. 60% skattur á útstreymi fjármagns yfir 10 milljónir til að styrkja gengi krónunnar.
3. Viðvarandi halli á ríkissjóði til að takast á við atvinnuleysið og aukið félagslegt misrétti.
4. Lánalenging fyrir heimilin til að koma í veg fyrir gjaldþrot og landflótta.
5. Hagstjórn sem miðar að því að tryggja efnahagslega velferðar í gegnum atvinnuskapandi aðgerðir.
6. Dreifðara eignarhald fyrirtækja til að tryggja langtíma stöðugleika og atvinnu.
7. Aukið eftirlit með bönkum og fyrirtækjum til að fyrirbyggja fáræði og aðra efnahagskrísu.
Sigurður. Ég legg til að ríkisstjórnin kalli nú þegar á skynsamt fólk til skrafs og ráðagerða, þar með talið Lilju, Ársæl og Heiðar. Það þarf að vinna hratt og vel næstu daga. Þú ættir að beita áhrifum þínu til þess að þetta verði gert.
Ágúst H Bjarnason, 12.11.2008 kl. 09:13
Enginn, ekki einn,(nema kannski Davíð og Geir) trúir því og treystir að okkur takist að koma Krónunni á flot. Þó ekki væri nema þess vegna ættum við ekki að reyna það.
Ef þið sjálfstæðisguttar ætlið að eiga þess kost að vera endurkjörnir ættu þið að sjá til þess að ný mynt verði tekin upp strax.
Þóra Guðmundsdóttir, 12.11.2008 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.