Föstudagur, 7. nóvember 2008
Samþjöppun á fjölmiðlamarkaði
Í vikunni tók ég þátt í utandagskrárumræðum um stöðuna á íslenskum fjölmiðlamarkaði.
Þar hélt ég því fram að með kaupum Rauðsólar á fjölmiðlahluta 365 og fyrirhugaðri sameiningu Fréttablaðsins og Morgunblaðsins undir merkjum Árvakurs væri að eiga sér stað mesta samþjöppun á fjölmiðlamarkaði sem sést hefur á Íslandi.
Fullyrða má að það nýja fjölmiðlaveldi sem nú er að myndast hér á landi eigi sér engan samjöfnuð í hinum vestræna heimi, með 24 fjölmiðla innan sinna vébanda. Gangi þessi áform eftir eru svo gott sem allir einkareknu fjölmiðlar landsins komnir á eina hendi.
Slíkt getur varla talist lýðræðislegri umræðu í samfélaginu til framdráttar, alveg óháð því á hvers hendi eignarhaldið er.
Árið 2004 var reynt var að koma á regluverki hér á landi sem hafði þann tilgang að tryggja dreift eignarhald á fjölmiðlum og lýðræðislega umræðu í samfélaginu.
Við sem stóðum að lögunum, Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn, og samþykktum þau máttum á þeim tíma m.a. sæta ásökunum um að hafa gerst sekir um tilræði gegn lýðræðinu, við vorum ásakaðir um valdnýðslu og valhroka og bananar voru meira að segja lagðir að tröppum Alþingishússins. Undir öll þessi ósköp ýttu fulltrúar allra þeirra flokka sem þá voru í stjórnarandstöðu á Alþingi.
Lögin hlutu ekki staðfestingu forseta Íslands sem hélt því fram að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar.
Í ljósi sögunnar var mjög athyglisvert, svo ekki sé meira sagt, að heyra að í umræðunum að nú sé komið allt annað hljóð í strokkinn hjá fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem fyrir fjórum árum máttu ekki heyra minnst á að reglur yrðu settar um eignarhald á fjölmiðlum og fundu málinu allt til foráttu.
Það væri ekki síðust athyglisvert að fá nú upplýst um hvort þeir sem töluðu hvað mest um gjána milli þings og þjóðar telji að hún sé ennþá til staðar eða hún hafi jafnvel verið brúuð. Þá væri kannski ástæða fyrir blaðamenn að spyrja þá hina sömu hvort þeir séu sáttir við þá þróun sem nú er að eiga sér stað á íslenskum fjölmiðlamarkaði.
Kannski menn sjái nú að sér þegar svo gott sem allir einkareknu fjölmiðlarnir eru komnir á eina hendi.
Á Alþingi hljóta menn nú að velta því fyrir sér nú með hvaða hætti þeir vilja sjá fjölmiðlamarkaðinn á Íslandi þróast til framtíðar.
Í tilefni af þeim atburðum sem átt hafa sér stað á fjölmiðlamarkaði óskaði ég eftir því við forseta Alþingis að haldinn verði opinn fundur í menntamálefnd Alþingis til þess að ræða um þá stöðu sem upp er komin á fjölmiðlamarkanum og hyggst boða þangað til fundar hagsmunaaðila í íslenskum fjölmiðlum og aðra þá sem málið varða til þess að ræða um eignarhald á fjölmiðlum, auglýsingamarkaðinn og fleiri álitamál sem þafnast skoðunar við.
Ég á von á því að fundurinn verði haldinn í næstu viku.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Athugasemdir
Rifjaðu þetta aðeins upp fyrir okkur, Sigurður Kári. Davíð og Halldór voru aðalsprauturnar í framlagningu fjölmiðlafrumvarpa (undansláttur eftir því hvernig þau þróuðust) sem næstum allir umsagnaraðilar voru á móti. Svo gott sem allir, og samfélagið líka. Og forsetinn skrifaði ekki upp á þetta. Svo náðist þverpólitísk samstaða um efni fjölmiðlafrumvarps, en ekkert varð af því að leggja fram frumvarp í samræmi við það.
Var þetta nokkurn veginn svona? Og getur verið að ýmsum þyki nú fjölmiðlalög brýnni fyrir þá sök að Árvakur og 365 eru að renna saman og staðan því gerbreytt frá 2004? Má ekki segja það?
Friðrik Þór Guðmundsson, 7.11.2008 kl. 21:53
ohh.... minnstu ekki ógrátandi á sumarið 2004 eina málefnið sem að komst í fjölmiðlum þetta sumar var þetta blessaða fjölmiðlafrumvarp og gjáinn sem myndaðist á milli þings og þjóðar, drottinn minn dýri. og svo þótti þetta má svo mikilvægt að það átti tafarlaust að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.......HALLÓ
Glanni (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.