Ágreiningur?

Af fréttum helgarinnar mátti ráða að ágreiningur væri milli ríkisstjórnarflokkanna um það hvort Ísland ætti að leita eftir aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins IMF.

Þannig var sagt frá því í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins að margt benti til þess að ákvörðun um að leyta eftir aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins væri orðin að pólitísku hitamáli milli ríkisstjórnarflokkanna.

Ekki veit ég við hvaða heimildir fréttamenn styðjast þegar flytja fréttir af þessum meinta ágreiningi.

Ég hef ekki orðið var við annað en að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu, líkt og þingmenn Samfylkingarinnar, einhuga um að leita eigi eftir aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og fæ ekki betur séð en að viðræður við hann eigi sér nú stað.

Í ljósi þess hlýtur maður að velta því fyrir sér hver þessi meinti ágreiningur sé á milli ríkisstjórnarflokkanna og hver séu þessi póltísku hitamál honum tengd sem ríkistjórnarflokkarnir eru sagðir deila um?

Ég fæ ekki séð að fyrir þessum fréttum sé nokkur fótur.

Hugsanlegt er hins vegar að einhverjir spunameistarar, sem eru andsnúnir þessu stjórnarsamstarfi, sjái sér nú hag í því að tromma upp meintan ágreining milli ríkisstjórnarflokkanna, væntanlega í þeirri von að slíkur spuni reki fleyg í stjórnarsamstarfið.

Þeir hinir sömu ættu hins vegar að velta því fyrir sér hversu alvarlegar afleiðingar það hefði í för með ef hér myndi bætast við stjórnarkreppa ofan á þá fjármálakreppu sem fyrir er í landinu.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra, ætli sé ekki meiri ágreiningur um stjórn seðlabankans.

Er örruglega eitt af skilyrðum IMF að skipta um stjórn þar.

Hreinn (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:39

2 Smámynd: Guðmundur Andri Skúlason

En Sigurður minn!

Það er stjórnarkreppa !!!

Guðmundur Andri Skúlason, 20.10.2008 kl. 15:49

3 Smámynd: Kári Sölmundarson

Sæll nafni

Stuðningsmönnum þessarar ríkisstjórnar hefur fækkað um einn, ég fyrir mitt leiti er búinn að gefast upp á Samfylkingunni.  Ég sem fótgönguliði í flokknum er reiðubúinn að fara í kosningar í vor.

Áfram Ísland.....

Kári Sölmundarson, 20.10.2008 kl. 15:59

4 identicon

Þú gætir kannski sagt okkur það Sugurður Kári hvaða alvarlegu afleiðingar það hefði ef við losnuðum undan stjórn þeirra sem kusu að líta undan og/eða svara með skætingi öllum þeim fjölmörgu réttmætu athugasemdum sem settar hafa verið fram síðustu misseri varðandi íslenkt efnahagslíf? 

Það er nefnilega svo sorglegt þeir sem áttu að standa vaktina fyrir kjósendur eru ALLIR búnir að gera langt uppá bak og þurfa fyrr eða síðar að biðjast afsökunar og stíga af sviðinu.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 16:11

5 Smámynd: Dunni

Telur þú, Sigurður, að það kosti stjórnarkreppu að víkja Sjálfstæðisflokknum út úr stjórnarráðunu?

Ég veit ekki betur en að það sé góður möguleiki að mynda nýjan meirihuta á þinginu án þess að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að eiga aðild að honum.   

Mín skoðun er sú að eina leiðin til að ná aftur trúverðugleika í samfélagi þjóðanna þurfi einfaldlega að skipta þeim flokki út sem ber mesta ábyrgð á stærstu efnahagskreppu þjóðarinnar síðan á eiokunartímabilinu. Það er Sjáfstæðisflokkurinn. 

Dunni, 20.10.2008 kl. 17:00

6 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Ert þú hræðslu-áróðursmeistari sjálfstæðisflokksins? Alvarlegu afleiðingar hvað? Hvaða afleiðingar hefur það haft að láta sjálfstæðisflokkinn stjórna landinu? Gefur staðan í þjóðfélaginu í dag tilefni til að eitthvað geti versnað? Auðvitað vita allir sem eitthvað fylgjast með, að það er bullandi ágreiningur í stjórnarsamstarfinu! Þetta er aðeins spurning um hersu langt samfylkingin lætur draga sig í svaðið, áður en hún spyrnir við fótum!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 20.10.2008 kl. 17:37

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Sigurður

Þetta er gott að heyra að þú teljir að stjórnarsamstafið byggi á traustum grunni. Það er svo sannarlega rétt hjá þér, að við þurfum ekki á stjórnarslitum að halda nákvæmlega núna.

Ég er hins vegar ekki sömu skoðunar og ég heyri frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, að ekki sé ástæða til að endurskoða stjórnarsáttmálann. Allt í kringum mig heyri ég frá sjálfstæðismönnum, að þeir aðhyllast í mun meira mæli en áður aðildarviðræður við ESB.

Á fundi, sem ég var á um daginn, fullyrti einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins að algjör einhugur væri um það meðal þingflokksins, að aðildarviðræður væru ekki fýsilegur kostur næstu árin. Þessi þingmaður fullyrti jafnframt, að ef eitthvað væri, þá væru þingmenn Sjálfstæðisflokksins enn einarðari í þessari afstöðu sinni en áður.

Ef eitthvað er að marka skoðanakönnun ungra framsóknarmanna - sem ég held að sýni nokkuð rétta mynd -  og síðan aðra skoðanakönnun frá því snemma í haust, þá virðist þingflokkurinn alveg á skjön við um 50% sjálfstæðismanna og um 70% þjóðarinnar.

Getur þú staðfest þessi orð kollega þíns? Er hver einasti þingmaður flokksins algjörlega andsnúinn aðildarviðræðum við ESB?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.10.2008 kl. 17:48

8 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ábyrgir stjórnmálamenn eiga að halda haus í dag og starfa saman af heilindum

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 20.10.2008 kl. 22:44

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég hef verið þeirrar skoðunar að það væri best þrátt fyrir allt að ríkisstjórnin héldi út fram yfir áramót, til þess að reyna greiða eitthvað úr málum sem alls ekki mega bíða.

Ég er nú farin að efast um að það hafi verið rétt mat, þar sem ríkisstjórnin tekur engar ákvarðanir. Það eru að vísu fundir, en um hvað er óráðið og sömuleiðis eru fréttamannafundir þar sem ekkert nýtt kemur fram.

Sigurjón Þórðarson, 21.10.2008 kl. 11:12

10 Smámynd: Ásta

Það er stjórnarkreppa ! Hvar hefur þú haldið þig síðustu vikur? Það þarf að láta ykkur alla fara og ráða fólk sem hefur vit á því hvað það er að gera!! Held þú þurfir að fara að opna augun og sjá hvað er að gerast hér á landi...

Ásta, 21.10.2008 kl. 16:28

11 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Það er ekki stjórnarkreppa í hefðbundnum skilningi orðins. Ég ætla ekki að alhæfa fyrir þjóðina en ég get með nokkuð góðu móti sagt að það er ekki mikið traust sem fólk hefur á stjórnmálamönnum þessa dagana, sérstaklega þeim sem hafa verið hvað duglegastir í misskiptingu framleiðslu.

Í grófum skilningi þá virkar kapítalismi þannig að sá sem á mest getur grætt mest (prósentuhækkun) og að lokum þá hlýtur sá sem á mest því að eignast mest þangað til að lokum það er ekkert meira sem hægt er að eignast. Þegar þangað er komið þá er einn eigandi að öllu sem dreifir auðnum meðal starfsmanna sinna.

Hljómar þetta kunnuglega?

Björn Leví Gunnarsson, 22.10.2008 kl. 17:35

12 identicon

Heill og sæll Sigurður Kári,

það er nú lítið annað en að reyna að kokka upp stjórnarkreppu virðist vera. Nú eru stjórnarandstöðumenn frekar beyglaðir eftir stýrivaxtahækkunina sem þeir heimtuðu án þess að vita það.

Nú er svo sem mál málana ESB og vona ég svo sannarlega að okkur beri gæfa til þess að halda okkur utan þess fyrirbæris.

Ég vil benda þér á grein sem ég skrifaði um skoðun mína á inngöngu í ESB.

Þú gætir þú haft gaman af henni                             Á þjóðin skilið sjálfstæði?

barráttukveðjur!!

sandkassi (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband