Föstudagur, 10. október 2008
Áskorun: Það verður að lækka vexti nú þegar
Nú eru viðskiptabankarnir þrír, Landsbanki, Kaupþing og Glitnir, komnir í hendur ríkisins.
Það er þyngra en tárum taki að sjá hvernig komið er fyrir íslensku bönkunum og fjármálakerfinu í heild. Það er augljóst að eitthvað mikið hefur farið úrskeiðis sem leitt hefur til þess ástands sem nú ríkir í íslenska fjármálakerfinu. Það er hins vegar seinni tíma mál að skýra út hvernig þessi staða kom upp. Þessa stundina eru viðfangsefnin önnur og brýnni en að velta sér upp úr slíkum skýringum.
Það er ljóst að margir hafa orðið fyrir miklu tjóni og verulegum skakkaföllum vegna atburðanna á fjármálamarkaði. Því miður á það við um alla, fólk, fyrirtæki og þjóðarbúið allt.
Við þessar aðstæður er mikilvægast að reyna með öllum ráðum að snúa þessari þróun við. Ekki síður er mikilvægt að menn einbeiti sér að því að takmarka það tjón sem þegar hefur orðið af þessu mikla óveðri á fjármálamarkaði.
Vilji stjórnvöld, ríkisstjórn og Seðlabanki Íslands, beita sér fyrir því að bæta kjör almennings og fyrirtækja er nauðsynlegt og skynsamlegt að grípa nú þegar til þess ráðs að lækka stýrivexti verulega og grípa til róttækra aðgerða til treysta rekstur fyrirtækjanna og létta undir með þeim.
Stýrivextir Seðlabankans eru nú 15,5%.
Undir venjulegum kringumstæðum veikir lækkun stýrivaxta gengi gjaldmiðla. Á Íslandi eru aðstæður nú hins vegar ekki venjulegar og hafa raunar ekki verið lengi. Háir stýrivextir þjóna við núverandi aðstæður ekki þeim tilgangi að verja gengi krónunnar. Það ætti öllum að vera orðið ljóst. Þeir koma afar illa niður á almenningi og atvinnufyrirtækjum og halda þeim í rekstrarlegri herkví.
Veruleg lækkun stýrivaxta nú kæmi sér afar vel fyrir fólk og fyrirtæki í landinu, sem því miður hafa ekki fengið margar jákvæðar fréttir á síðustu dögum. Skynsamlegt væri að taka stórt skref og lækka vexti niður í um það bil 6%. Það er ekki síður nauðsynlegt að gera allt til að bjarga því sem bjargað verður í íslensku atvinnulífi.
Flestir virðast vera sammála um mikilvægi slíkra aðgerða og það er ekki eftir neinu að bíða. Nú verða menn að setja hag almennings og rekstur fyrirtækja í forgang og reyna að tryggja að hann geti borið sig þrátt fyrir afleitar aðstæður á fjármálamarkaði. Þeim er nú beinlínis lífsnauðsynlegt að geta fjármagnað sig á viðunandi kjörum, sem ekki hafa verið í boði lengi.
Með því að lækka vexti nú þegar myndu stjórnvöld og Seðlabankinn treysta grundvöll atvinnulífsins, draga úr hættu á atvinnuleysi og leggja grunn að sterkara gengi krónunnar.
Nú er til mikils að vinna. Því skora ég á Seðlabanka Íslands og stjórnvöld að lækka stýrivexti verulega nú þegar til hagsbóta fyrir almenning og fyrirtækin í landinu.
Þeim veitir ekki af stuðningi við þessar aðstæður.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Birtist í Morgunblaðinu í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:58 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 203799
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Athugasemdir
Ertu orðinn úrtölumaður?
Farinn að efast um hið alsjándi auga Foringjans?
Svo áttu að vita að Flokkurinn hefur bannað að horft sé um öxl, þeir kalla það reyndar að horfa í baksýnisspegilinn.
Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 11:47
Þakka fyrir gott og málefnalegt innlegg. Þa rann upp sá dagur að ég er þer hjartanlega sammála.
haraldurhar, 10.10.2008 kl. 15:25
Takk Sigurður Kári fyrir þetta innlegg þitt, vildi mjög oft á tíðum óska að þú réðir þessu bara, veit að þú hefur hagsmuni okkar allra í huga.
Baráttukveðjur,
Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 10.10.2008 kl. 19:42
Amen
Hjörtur J. Guðmundsson, 10.10.2008 kl. 21:04
Ég bara spyr hver er það sem ræður för í þessari ríkisstjórn er það seðlabankastjóri eða er það forsætisráðherra ?
Það er kominn tími á að Geir segi hingað og ekki lengra lækkunn stýruvaxta strax og ekkert múður .
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 10.10.2008 kl. 22:04
Sæll Sigurður K.
Spurningin, af hverju fór svona, verður að bíða betri tíma og þeir koma.
Þú leggur til að stýrivextir fari í 6%. Stið þessa tölu. Enginn annar hefur nefnt svo lága tölu. Vettlingatök duga ekki á dag.
IGÞ, 10.10.2008 kl. 23:59
Það þýðir víst ósköp lítið að hrópa þetta út á veraldarvefinn, ég reyndi það í gær!
Þú gætir kannske laumað þessu að flokkssystkinum þínum í stjórnarráðinu!
Sigfús Axfjörð Sigfússon, 11.10.2008 kl. 01:38
Sigurður Kári!
... núna duga ekki innihaldslausir frasar í formi bloggfærslna lengur!
Þú ásamt flokkssystkinum þínum verða heldur betur að bretta upp ermarnar og fara að gera eitthvað - endurtekið: FARA AÐ GERA EITTHVAÐ!
Þessi glórulausa kapítalíska einstaklingshyggju- og gróðahugsjón, sem þið hafið staðið vörð um og barist fyrir með klóm og kjafti, er fallinn ...
... virka ekki í praxís frekar en öfgafullur kommúnisminn.
kv, GHs
Gísli Hjálmar , 11.10.2008 kl. 11:41
Ég byrja á að minna Sigurður Kára og þá sem lesa þetta blogg á orð hans frá því ekki margt fyrir löngu.
Hvernig væri nú fyrir aðdáendakórinn að rifja aðeins upp hans hlutverk í þessari tragedíu sem þjóðin er nú í síðustu árin. Það er eitt að vera boðberi slæmra tíðinda og annað að vera í aðstöðu - Hafa atvinnu af (!) - að koma í veg fyrir þennan viðbjóð.
Rúnar Þór Þórarinsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 06:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.