Föstudagur, 26. september 2008
Jón Magnússon er búinn að fá nóg
Það logar allt stafnanna á milli í illdeilum innan Frjálslynda flokksins og ekki síst innan þingflokksins, sem þó telur ekki nema fjóra þingmenn, þá Jón og Kristinn, Grétar Mar Jónsson og Guðjón A. Kristjánsson.
Hvert félagið á fætur öðru vill að Kristinn segi af sér sem formaður þingflokks Frjálslynda flokksins og svo berast reglulega fréttir af því að flokksmenn í Frjálslynda flokknum vilji að Guðjón A. Kristjánsson víki úr stóli formanns og að við taki Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður flokksins.
Hinn víðsýni og lipri samningamaður, Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokksins og aðstoðarmaður Guðjóns, reynir að bera klæði á vopnin, en á erfitt um vik, enda hver höndin uppi á móti annarri í flokknum.
Staða Frjálslynda flokksins er ekki gæfuleg um þessar mundir. Flokkurinn er að liðast í sundur, ef hann er ekki klofinn nú þegar. Það sjá allir.
Þann 21. september sl. skrifaði Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, á heimasíðu sína:
,,Langbesti leikur Kristins H. Gunnarssonar í þessari stöðu er að skera á festar, og sækja um inngöngu í þingflokk Samfylkingarinnar. Hann á ekki að láta ofgamennina í Frjálslynda flokknum niðurlægja sig með því að hrekjast úr embætti þingflokksformanns. Kristinn er ekkert annað en jafnaðarmaður, með svipaða slagsíðu og sumir landsbyggðarþingmenn okkar, að ógleymdum byggðamálaráðherranum. Ég býð hann að minnsta kosti velkominn fyrir mína parta."
Boð Össurar hefur mér að vitandi ekki verið dregið til baka. Það verður fróðlegt að sjá hvort þessi miklu innanmein innan Frjálslynda flokksins og stanslausa gagnrýni á Kristin úr röðum flokksbræðra hans og félaga í þingflokknum leiði ekki til þess að hann slái til og gangi í Samfylkinguna.
Það verður ekki síður fróðlegt að sjá hvað restin af þingflokknum gerir í kjölfarið.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 203798
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Athugasemdir
,,,,,,,,,En hvernig líkar þér að vinna með Kidda...................
Res (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 15:56
Það er rétt hjá þér Sigurður að vissulega er ágrenningur innan flokksins, ég held að þú þurfir ekkert að vera andvaka yfir þessu þetta verður leist á farsælan hátt. En það sem þú ættir að vera andvaka yfir er það ástand sem þú og þinn flokkur er búin að skapa hér með óheftri frjálshyggju undanfarin ár. En það sem verra er að þið standið algjörlega ráðalausir gagnvart því ástandi sem hér ríkir, fjöldii fólks stendur frammi fyrir því að lenda hér í verulegum vandræðum.Mitt ráð til þín er einbeittu þar að því að leita lausna á þeirri kreppu sem þú og þinn flokkur er búin að skapa hér ábyrgðin er ykkar. Frjálslyndi flokkurinn er eini flokkurinn sem er með hreint borð gagnvart því ástandi sem hér ríkir
Grétar Pétur Geirsson, 26.9.2008 kl. 18:36
Það kaldhæðnislega í þessu öllu er að færi Kristinn yfir í Samfylkinguna, þar sem hann að mörgu leiti á best heima (Þar eru hvort sem er amk. jafn margar stefnur eins og þingmennirnir eru ef ekki fleiri), þá væri hann aftur kominn í ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Og sennilega myndi honum líka það jafn illa eins og Sjálfstæðisþingmönnunum, sem ég hef grun um að tækju því ekki með neinum húrrahrópum.
En hver veit? Kannski gengur hann í Sjálfstæðisflokkinn. Hann hefur aldrei verið í honum.
Örvar Már Marteinsson, 26.9.2008 kl. 21:46
Ef hann gengi í Samfylkinguna, þá er hann næstum kominn hringinn í flokkaskiptingum, ekki rétt?
Guð minn góður Sigurður Kári, við bjóðum hann ekki velkominn í Sjálfsstæðisflokkinn okkar. Þvílíkur skaði sem þessi maður veldur allsstaðar í öllum flokkum.
Frelsisson (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 22:32
Hann yrði vel í sveit settur hjá Steingrími J en græningjarnir mælast of hátt og eiga of marga þingmenn miðað við innihaldslausan málflutning.
Erlendar rannsóknir á rafsegulmengun af völdum farsíma benda til heilaskemmda og kjörfylgi VG hefur aukist í takt við farsímanotkun sem segir okkur að 3G símakerfið með auknum sendistyrk komið þeim yfir 20% í næstu kosningum
Semsagt: Annað hvort fer VG í ríkisstjórn í kjölfar heilaskemmda þjóðarinnar eða við fáum Kidda til að lóga flokknum
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 00:41
Heilaskemmdir eru ekki umræðuefni sem hæfir háðsyrðum af neinum toga. Þær draga með sér viðfangsefni manna með þitt starfsheiti. Það ástand sem skapast hefur hjá fjölmörgum fjölskyldum í dag á okkar auðuga landi er ástand sem formaður VG varaði sterkt við fyrir ekki löngu síðan en stjórnvöld skopuðust að þeim varnaðarorðum. Sálfræðingar munu um næstu ár fá næg viðfangsefni sem tengjast afleiðingum þeirrar stjórnarstefnu sem VG varaði við.
Það er ábending mín að tala varlega- já afar varlega um heilaskemmdir fólks.
Árni Gunnarsson, 27.9.2008 kl. 01:27
Árni minn, það er eiginlega ekki hægt að gera neitt annað en að hlægja að þessum tilfærslum, en hitt stendur að það myndi henta pólitískum hugsjónum mínum vel að sjá Kidda fara með VG sömu leið og frjálslynda. The Kiddinator
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 11:10
Er þetta fréttaskýring eða...hvað er þetta?
atli (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.