Föstudagur, 26. september 2008
Sigurður G. og sérfræðingarnir
Í viðtalinu lét Sigurður þá skoðun sína í ljós að reka ætti Davíð Oddsson úr Seðlabankanum og ráða í hans stað hagfræðing sem hefði vit og þekkingu á stjórn peninga- og efnahagsmála. Sagði Sigurður G. að yfir slíkri þekkingu hefði Davíð ekki að ráða.
Þó svo að augljóst sé að hæstaréttarlögmaðurinn hafi horn í síðu seðlabankastjórans þá skil ég ekki hvers vegna hann leyfir Davíð ekki að njóta sannmælis, því nafni minn skautar viljandi framhjá þeirri staðreynd að Davíð Oddsson var forsætisráðherra, og þar með ráðherra efnahagsmála, í ríkisstjórn Íslands í þrettán ár. Stærsti hluti þess tímabils var mesti uppgangstími í íslensku efnahagslífi á lýðveldistíma, en einnig þurfti ráðuneyti Davíðs Oddssonar að takast á við mjög alvarlega efnahagsörðugleika og niðursveiflu á árunum 1991 til 1995.
Árangur Davíðs og samverkamanna hans hlýtur að segja eitthvað um þekkingu hans á efnahagsmálum, að minnsta kosti ef menn, burtséð frá því hvar í flokki þeir standa, kjósa að fjalla um málið af einhverri sanngirni.
Af málflutningi Sigurðar G. í þættinum mátti ráða að hann væri þeirrar skoðunar að einungis ætti að ráða sérfræðinga til þess að stjórna málum sem undir þeirra sérsvið féllu.
Þegar betur er að gáð er ég ekki svo viss um að Sigurður G. Guðjónsson sé eins sannkristinn talsmaður sérfræðingastjórna og ráða mátti af hans eigin orðum í þættinum. Ég efast um að hann sé þeirrar skoðunar að reka eigi svila hans, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, úr stóli sínum, fyrir þær sakir einar að Björgvin er menntaður á sviði sagnfræði og heimspeki, og að fylla ætti sæti hans með vel menntuðum hagfræðingi eða viðskiptafræðingi.
Krafa Sigurðar G. Guðjónssonar um brottvikningu Davíðs Oddssonar úr Seðlabankanum byggist ekki á efnislegum rökum. Hún byggist á stækri og persónulegri andúð hans á Davíð Oddssyni sem varað hefur um árabil.
Það er í sjálfu sér ekkert nýmæli að skoðanir manna á stjórnmálamönnum, núverandi eða fyrrverandi, séu skiptar. Það ætti Sigurður G. Guðjónsson að vita manna best, enda verða þeir stjórnmálamenn sem hann hefur gengið erinda fyrir á síðustu árum seint taldir óumdeildir.
Hitt er annað mál að menn verða að fá að njóta sannmælis.
Innlegg Sigurðar G. Guðjónssonar um íslensk efnahagsmál og stjórn peningamála skilur ekkert eftir sig. Vilji menn láta eitthvað gott af sér leiða í umræðum um efnahagsmál og stjórn peningamála ættu þeir hinir sömu að einbeita sér að því að koma fram með málefnalegar hugmyndir til úrbóta.
Málflutningur sem einungis er byggður á persónulegri óvild og heift í garð annarra hefur aldrei og mun aldrei hafa neitt uppbyggilegt í för með sér.
Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Athugasemdir
Sæll Sigurður.
Þú er nú næstum búinn að toppa árangur þinn frá umræðunni um fjölmiðlafrumvarið forðum með þessari grein.
Óstjórn Seðlabankans í stjórn peningamála hlítur þér að vera jafnljós og nær öllum landsmönnum. Það að berja saman grein til varnar vitleysunni og stjórnaháttum Davíðs og agnúast út í Sigurð Guðjónsson eins og stuttbuxnastrákur er þér sem kjörnum þingmanni sæmandi.
Með 5o% gengishrun ísl.kr. óðaverðbólgu og okurvexti sem eru að koma heimilum og fyrirtækum í þúsundatali í þrot, höfum við ekki efni að sitja uppi með ónýta stjórn og stjórnendur í Seðlabankanum. Til þess að bæta stjórnsýslunna þarf að hætta þessum pólitísku ráðningum, og skipa í embætti og stjórnir þá hæfustu hverju sinni.
haraldurhar, 26.9.2008 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.