Afdrif Hafskips - Í boði hins opinbera

180px-Það er óhætt að mæla með bókinni um Hafskipsmálið Afdrif Hafskips - Í boði hins opinbera sem ég lauk við að lesa rétt í þessu.

Höfundur bókarinnar er Stefán Gunnar Sveinsson, sagnfræðingur. 

Afdrif Hafskips - Í boði hins opinbera er að mínu mati gríðarlega góð samantekt um eitthvert merkilegasta dómsmál íslenskrar réttarsögu.   Í bókinni er tildrög Hafskipsmálsins rakin.  Það sem mesta athygli vekur við lestur bókarinnar er fréttaflutningur fjölmiðla af málinu, einkum Helgarpóstsins, um málefni Hafskips hf. og forsvarsmanna  félagsins, meðferð opinbers valds á þessum tíma og framganga stjórnmálamanna í tengslum við það.

Sú lýsing höfundar bókarinnar er ekki fögur og mig grunar að margir þeirra manna sem þar eru nafngreindir, sem sumum hverjum voru treyst fyrir æðstu embættum í þjóðfélaginu, hefðu frekar kosið að samantekt þessi hefði aldrei birst á prenti.  Ég nefni engin nöfn í því samhengi, en þeir sem lesa bókina geta dregið sínar ályktanir af þessum orðum mínum.

Það verður fróðlegt að sjá hvort þeir sem léku stærstu hlutverkin í Hafskipsmálinu muni í kjölfar útgáfu bókarinnar sjá ástæðu til þess að tjá sig frekar um framgöngu sína á þeim tíma sem Hafskipsmálið tröllreið íslensku samfélagi.

Halldór Halldórsson, fyrrverandi ritstjóri Helgarpóstsins, gerði það í Kastljóssþætti Sjónvarpsins á þriðjudagsvöldið.  Að mínu mati gerði Halldór sjálfum sér engan greiða með því að mæta í það viðtal.

Það verður fróðlegt að sjá hvort fleiri fylgi í kjölfarið.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

Sæll Sigurður

     Tek undir ummæli þín um ummæli margra í þessu hörmungarmáli, hefðu mátt vera á annan veg.  Eg vil benda þér á að draga þínar ályktanir hversvegna Hafskip var sett í þrot og hverir stóðu í raun á bak við þá gerð.  Þarna voru í raun bara stjórnarhættir er viðgengist höfðu í áratugi, og nefndust stundum helmingaskipi.   Eg hef´ætíð álitið að helstu heimildarmenn Helgarpóstsins hafi verið flokksbundnir Sjálfstæðismenn, jafnvel komnir út af ráðherrum flokksins.

haraldurhar, 25.9.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband