Virðingarverð hugmynd Helga Hjörvar

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, setti fram mjög athyglisverða hugmynd í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið í morgun, en hugmyndin gengur út á það að ríkið selji eða leigi tímabundið rekstur virkjana Landsvirkjunar sem útvega rafmagn til stóriðju.

Verði hugmyndin að veruleika þá myndi hún losa verðmæti fyrir ríkið og líklega flytja fjármagn inn í landið.

Ég tek undir með forstjóra Landsvirkjunar, Friðrik Sophussyni, sem sagði í fréttaviðtali í hádeginu að hugmynd Helga væri virðingarverð.  Ég hlýt líka að fagna því að frumkvæði það sem Helgi sýnir með þessum tillöguflutningi um einkarekstur á orkusviði skuli koma úr röðum vinstrimanna, enda held ég að það fyrirkomulag sem Helgi Hjörvar mælir fyrir væri mjög til bóta.

Vonandi er hann ekki einn á báti um þessa skoðun innan Samfylkingarinnar.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband