Olli Rehn og 75 prósentin

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag kemur fram að Olli Rehn framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá Evrópusambandinu hafi sagt á fundi sínum með Evrópunefnd stjórnvalda að aðild að ESB væri forsetna þess að ríki gætu tekið upp evru.

Í fréttinni kemur jafnframt fram að Rehn teldi að ef íslensk stjórnvöld tækju ákvörðun um að sækja um aðild að Evrópusambandinu myndu samningaviðræður geta tekið skamman tíma, jafnvel innan við eitt ár.  Ennfremur er eftir Olli Rehn haft á vefmiðlinum visir.is að ástæða þess að slíkar samningaviðræður gætu tekið svo skamman tíma væri sú að Ísland væri nú þegar búið að staðfesta yfir 75% af regluverki ESB vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

x x x

Ekki ætla ég að draga í efa að aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu gætu tekið skamman tíma, væri pólitískur vilji til þess á Íslandi fyrir því aðild að Evrópusambandinu.

Sá pólitíski vilji er hins vegar ekki til staðar.

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur sagt að ekki séu neina lagalegar hindranir fyrir upptöku evru með sérstöku samkomulagið við Evrópusambandið.  Þeirri kenningu Björns hefur fram til þessa mér vitanlega ekki verið efnislega mótmælt.

x x x

Á forsíðu Fréttablaðsins er haft eftir Ágústi Ólafi Ágústssyni, varaformanni Samfylkingarinnar, sem er annar formanna Evrópunefndar stjórnvalda, ekki væri pólitískur vilji né vilji til þess meðal embættismanna innan Evrópusambandsins að semja við Íslendinga um tvíhliða upptöku evru án aðildar að Evrópusambandinu.

Það má vel vera að þetta sé rétt mat hjá Ágústi Ólafi að ekki sé vilji meðal embættismanna Evrópusambandsins að á Íslandi verði tekin upp evra með tvíhliða samkomulagi.  Á hitt hefur aldrei reynt hvort pólitískur vilji standi til þess að slíkt verði gert.

Í því felst hins vegar ekki að það sé ekki hægt á grundvelli þeirrar löggjafar sem fyrir hendi er, eins og Björn Bjarnason hefur haldið fram.

x x x

Egill Helgason fjallar um þetta mál á heimasíðu sinni í pistli sem ber yfirskriftina ,,Staðreyndir um ESB".  Þar segir Egill:

,,Það er oft verið að tala um að vanti staðreyndir inn í Evrópuumræðuna.

Samkvæmt þessu virðist Evrópunefndin undir forystu Ágústs Ólafs Ágústssonar og Illuga Gunnarssonar hafa fengið tvö mikilvæg atriði á hreint.

Það er ekki hægt að taka upp evruna án þess að ganga í Evrópusambandið.

Það tekur stuttan tíma að semja um aðild okkar að ESB, enda höfum við tekið upp 75 prósent af regluverki sambandsins – eða það segir Olli Rehn."

x x x

Ég leyfi mér að halda því fram að Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, hafi rangt fyrir sér þegar hann heldur því fram að Ísland hafi á grundvelli EES-samningsins staðfest eða lögfest 75% af regluverki sambandsins.

x x x 

Þessa fullyrðingu byggi ég á því að árið 2005 lét ég gera úttekt á þessum málum innan íslenska stjórnkerfisins með fyrirspurn sem ég lagði fram á Alþingi til þáverandi utanríkisráðherra, Davíðs Oddssonar, til þess að fá úr því skorið hvort Ísland hefði á grundvelli EES-samningsins lögfest bróðurpart regluverks Evrópusambandsins.

Kveikjan að þessari fyrirspurn voru sambærilegar umræður sem höfðu átt sér stað í Noregi, en þar í landi leiddi rannsókn á þessu álitaefni til þeirrar niðurstöðu að Norðmenn hefðu á grundvelli EES-samningsins einungis lögfest lítinn hluta löggjafar Evrópusambandsins.

x x x

Í þessari fyrirspurn minni spurði ég í fyrsta lagi að því hversu margar gerðir stofnanir Evrópusambandsins hefðu samþykkt og gefið út á ári á tímabilinu 1994 til 2004.

Í svari utanríkisráðuneytisins kom fram að með vísan til fyrirspurnarinnar hefði ráðuneytið farið þess á leit við skrifstofu EFTA í Brussel að tekinn yrði saman fjöldi svokallaðra bindandi gerða, en hugtakið ,,gerð" vísar annars vegar til allra formlegra ákvarðana sem teknar eru af stofnunum Evrópusambandsins, óháð því hvort þær eru bindandi eða óbindandi fyrir aðildarríki þess.

Samkvæmt upplýsingum skrifstofunnar, sem byggðar voru á lagagagnagrunni Evrópusambandsins, (EUR-lex) voru eftirfarandi fjöldi tilskipana, reglugerða og ákvarðana settur á þessu tímabili:

Tilskipanir:  1.047.

Reglugerðir:  27.320.

Ákvarðanir:  10.569.

Samkvæmt þessu samþykkti Evrópusambandið 38.936 gerðir á tímabilinu.  Í svarinu kom fram að langstærstur hluti þeirra gerða sem samþykktur var af Evrópusambandinu á tímabilinu vörðuðu framkvæmd sameiginlegrar landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnu þess, en einnig var fjöldi gerða samþykktur á ári hverju sem varðaði framkvæmd utanríkisviðskiptastefnu þess þ.m.t. tollamál.

x x x

Í annan stað spurði ég hversu margar þessara gerða hefðu verið teknar upp í EES-samninginn og innleiddar hér á landi í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt honum.

Í svari utanríkisráðuneytisins kom fram að inn í EES-samninginn væru aðeins teknar þær gerðir sem féllu undir gildissvið samningsins.  Gildissvið EES-samningsins er bundið við hið svonefnda fjórþætta frelsi (frjáls vöruviðskipti, frjálsa þjónustustarfsemi, frjálsa fjármagnshreyfingar og frjálsa för launþega) og þau svið önnur sem beinlínis væru talin varða fjórþætta frelsið (samkeppni, félagsmál, umhverfismál, neytendavernd, hagskýrslugerð og félagarétt).

Samkvæmt upplýsingum sem ráðuneytið fékk frá EFTA-skrifstofunni höfðu einungis 2.527 tilskipanir, reglugerðir og ákvarðanir verið teknar inn í EES-samninginn á þessu tíu ára tímabili, eða um 6,5% af heildarfjölda ESB-gerða á tímabilinu.

x x x

Í þriðja lagi spurðist ég fyrir um það hversu margar þessara gerð hefðu krafist lagabreytinga við innleiðingu hér á landi.

Í svari ráðuneytisins kom fram að ef gerð sem taka á upp í EES-samninginn krefst lagabreytinga gera stjórnvöld við hana svonefndan stjórnskipulegan fyrirvara á grundvelli 103. gr. EES-samningsins.  Á því 10 ára tímabili sem spurning mín náði til gerðu íslensk stjórnvöld slíkan fyrirvara í 101 skipti við upptöku gerðar í EES-samningsins.

Það þýðir í 0,0025% tilvika var slíkur fyrirvari gerður.

x x x

Þessi niðurstaða, sem aldrei hefur verið hrakin, sýnir auðvitað að það er fjarri lagi að Ísland hafi með aðild sinni að Evrópusambandinu lögfest eða innleitt í sinn rétt bróðurpartinn af regluverki Evrópusambandsins.

Ég leyfi mér að efast um að miklar breytingar hafi orðið þar á frá árinu 2005, þegar þessi úttekt var gerð.

Í ljósi fullyrðinga Olli Rehn, framkvæmdastjóra stækkunarmála hjá Evrópusambandinu, er mikilvægt að halda þessum staðreyndum til haga.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er hugsanlegt að við höfum tekið yfir 75% af reglum innri markaðar Evrópusambandsins sem ekki er óeðlilegt eins og t.d þú hefur bent á enda gerðumst við aðilar að innri markaðinum með EES-samningnum. En þess utan er gríðarlegt magn lagagerða varðandi þau svið sem heyra ekki undir EES-samninginn.

Í kjölfar þess að upplýst var um 6,5% töluna á Alþingi voru viðbrögð margra Evrópusambandssinna að segja að fjöldi lagagerða frá Evrópusambandinu skipti í raun engu máli heldur vægi þeirra fyrir Íslands. Slíkur fyrirvaro fylgdi hins vegar aldrei þegar þeir voru að halda því árin á undan að við værum að taka upp 70-90% af lagagerðum Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn.

Það er þess utan alger óþarfi að velta fyrir sér leiðum til þess að taka upp evruna. Við höfum ekkert með hana að gera enda myndi hún seint taka tillit til hagsmuna og aðstæðna Íslendinga. Annars er í bezta falli óljóst hversu lengi evrusvæðið verður til, sbr.:

http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/649737/

Ég mæli sérstaklega með skýrslu hinnar Evrópusambandssinnuðu hugveitu Centre for European Reform frá því í september 2006 sem ber heitið "Will the eurozone crack?" þar sem varað er við því að evrusvæðið kunni að líða undir lok verði ekki gripið til róttækra umbóta innan aðildarríkja þess, umbóta sem nákvæmlega ekkert bólar á og ekkert bendir til að verði farið út í.

http://www.cer.org.uk/publications_new/688.html

Er hagsmunum Íslands borgið með því að taka upp gjaldmiðil sem ekki stendur traustari fótum en þetta?

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.9.2008 kl. 22:35

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og þessu með evruna er ekki beint til síðueigandans heldur aðeins hugsað sem almennt innlegg í umræðuna :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.9.2008 kl. 22:36

3 identicon

Ma eg benda a ad CER er ein af fleiru skipuløgdum og oskupuløgdum midstødum fyrir Think-Tank skrif einstaklinga og minni thrystihopa sem ætlud eru til ad velta upp og hafa ahrif a ymis mal innan Evropusambandsins. Thessum skrifum ma ekki rugla saman vid almenna skodun manna. Thetta er einungis velthegin gagnryni einstaklinga og hopa a opinberu kerfi og er velthekkt samfelagslegt ahrifavald i flestum helbrigdum samfeløgum i Evropu. (nema Islandi?) Skrifin "Will the eurozone crack?" eru skrif einstaklings og er einungis ætlud til ad benda a akvedna hættu vid obreytt astand. Thetta ma thar af leidandi alls ekki nota sem grundvøll til akvardannataka i neinu mali og serstaklega ekki i stærra mali sem her er rætt.

Thor Svenson (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 11:28

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Thor:

Ég hreinlega freistast til að spyrja hvort þessi athugasemd þín sé á brusselísku. Spurningin sem máli skiptir í þessu sambandi er hvort það er að marka þessa skýrslu CER eða ekki. Og vissulega skrifaði einstaklingur hana en hann er forystumaður hjá CER og hún er gefin út í nafni stofnunarinnar.

Þess utan skiptir þessi ákveðna skýrsla ekki öllu máli enda hafa fjölmargir virtir álitsgjafar viðrar hliðstæðar áhyggjur af framtíð evrusvæðisins á undanförnum árum og þeim fer fjölgandi, sbr. t.d.:

http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/649737/

Hjörtur J. Guðmundsson, 26.9.2008 kl. 13:51

5 identicon

Hjörtur, yrði það auðveldara fyrir þig að rökræða við mig ef þú gætir fyrst dregið mig í ákveðin dilk? En nei, ég hef ekkert með Brussel að gera. En ef þú hefur dregið þá ályktun útfrá að ég ekki hafði möguleika á íslenskum sérbókstöfum þegar ég skrifaði mína athugasemd, þá segir það mér allmikið um þína ályktunarhæfni.

Hjörtur, spurningin er ekki um hvort það er að marka þessi skrif sem þú ranglega kallar skýrslu. Hans skrif eru sjálfsögðu að marka sem og öll málefnaleg skrif í lýðræðislegum samfélögum! Höfundur reisir einfaldlega tilgátu byggða á ímyndaðri forsendu í þessum skrifum. Hann gerir að sjálfsögðu ráð fyrir að lesendur átti sig á þessu og taki þráðin upp og rökræði þessa tilgátu. Að þú dregur aðrar ályktanir eða notar þessi skrif í öðrum tilgangi er algjörlega á eigin reikning.

Þar að auki er þetta innanbúðarmál í EBU og algjörlega ónothæft í allri umræðu um mögulega EBU aðild Íslands og enn síður í svolítið barnalegri umræðu um einhliða upptöku Evru.

Er það algjörlega vonlaust að lyfta umræðunni á Íslandi upp á vitrænt stig með kostum og göllum fyrir ísland án innblöndunar af flokkapólitísku trúarofstæki? Slík umræða myndi verða ákaflega gagnleg fyrir Ísland hvernig sem niðurstaðan yrði.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 15:02

6 identicon

Þetta átti að sjálfsögðu að vera ESB :-)

thor Svensson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 15:21

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Thor:

Talandi um ályktanir þá ert þú að draga of miklar ályktanir af því sem ég skrifaði. Ég einfaldlega átti við að ég áttaði mig ekki almennilega á því hvað þú værir að fara. Það sem á það til að koma frá skriffinnunum í Brussel hefur einmitt tilhneigingu til að vera ekki alveg það skiljanlegasta fyrir venjulegt fólk. Þetta var alls ekkert illa meint og óþarfi að taka því þannig.

Ég get hins vegar engan veginn fallizt á að þessi ágæta ritsmíð (sem skiptir mig engu hvort þú vilt kalla skýrslu, ritgerð, greinargerð eða hvað annað) sé aðeins einhver tilgáta byggð á ímynduðum forsendum. Hann er þvert á móti að tala um líklega framtíðarþróun byggða á þeim raunverulegu aðstæðum sem eru til staðar á evrusvæðinu í dag. Þetta sést t.a.m. vel á kynningunni á ritsmíðinni á heimasíðu CER:

"Europeans often refer to Economic and Monetary Union and enlargement as the EU's two greatest successes. However, the basis for a sustainable currency union is not in place. Unless the members rapidly boost their reform efforts, and unless economic growth across the eurozone accelerates, EMU faces a bleak future. What happens in Italy will be critical. If Italy fails to improve its competitiveness, it will eventually have to leave the eurozone. This could force other countries to quit the currency union and potentially threaten the EU's single market."

Þess utan, eins og ég benti á hér að ofan en þú kaust af einhverjum ástæðum að horfa framhjá, eru svo miklu fleiri aðilar sem hafa viðrað hliðstæðar áhyggjur af framtíð evrusvæðisins. Þ.á.m. harðir Evrópusambandssinnar, alþjóðlegar fjármálastofnanir og virtir fræðimenn. Og þeim fer fjölgandi. Sbr.: http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/649737/

Og er þetta þá innanbúðarmál hjá Evrópusambandinu sem öðrum kemur ekki við? Er þá ekki alveg eins innanbúðarmál hvernig vaxtastigið er á evrusvæðinu? Eða hvernig stofnanauppbygging sambandsins er? Það er verið að reyna að telja okkur trú um að við eigum að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru og að sjálfsögðu á þar allt að vera uppi á borðinu sem kemur því máli við, þ.m.t. hvort blessað evrusvæðið eigi framtíðina fyrir sér sem slíkt eða ekki. Eða má aðeins ræða það hér á landi sem er ekki óþægilegt fyrir Evrópusambandið?

Að lokum veit ég ekki hvað eitthvað sem þú kýst að kalla "flokkspólitískt trúarofstæki" kemur þessu máli við. Hvað hef ég skrifað hér að ofan sem kallar á slíkt?

Hjörtur J. Guðmundsson, 30.9.2008 kl. 11:34

8 identicon

Allt í lagi, ég fellst á þína skýringu. ;-)

Með nafngiftinni "skýrsla", þá er er verið að gefa þessum skrifum ákveðinn

þunga, sem er mjög leiðandi. Skýrsla er er jú "report" á ensku og "report"

er þetta hreint ekki. CER skrifa sjálfir "our research and seminars are

reflected in our publications, as well as in the private papers and

briefings" og með tilvitnun í viðtal við Alasdair Murray sem er einn af sjö

starfsmönnum og ritstjóri CER "We are not producing scientific articles,

but kind of essays".

Þetta er akkúrat sem GER gerir, nefnilega að taka valin mál á daskrá.

Greina þau, benda á vandamál eða hugsanleg vandamál og ekki minnst

mögulegar leiðir og lausnir. CER eru ákaflega vandaðir í sinni vinnu. Til

að fá athyggli eru skrif þeirra þó oft ögrandi. Einnig má benda á að CER

hefur náin tengsl við Bretland og skrif þeirra litast oft af breskum

málefnum og hagsmunum. Það veldur þó ekki að ritgerðir frá CER eru ákaflega

vinsælar hjá fjölmiðlum sem ekki hafa ráð eða vilja til að rannsaka málin.

Líttu nú betur á þann texta sem þú birtir í svari þínu: "UNLESS the members

rapidly boost their reform efforts, and UNLESS economic growth across the

eurozone ACCELERATES", "IF Italy fails to improve its competitiveness, it

will EVENTUALLY have to leave the eurozone", "This COULD force other

countries to quit the currency union and POTENTIALLY threaten the EU's

single market."

"Ef", "ef ekki", "hraðari", "hugsanlega", "gæti" og "mögulega" Allt eru

þetta orð sem einkenna tilgátuskrif (hypothesis) sem þessi ritgerð jú er og

ekki ætluð að vera annað.

Nú hef ég eytt heilmiklu púðri í þessi CER skrif og sem þú réttilega

nefnir, ekki tekið á öðrum tilvitnunum í þínum skrifum "Á evrusvæðið

framtíð fyrir sér". En þú lagðir hér sérstaka áherslu á skrif CER og það

geri ég svo einnig í mínum athugasemdum hér. Ég vill mjög ógjarnan afgreiða

aðrar tilvitnanir þínar sem ómerkar eða lítilvægar, því það eru þær ekki.

Þær eiga vissulega rétt á að vera teknar alvarlega vera rökræddar. En aftur

verð ég að benda þér á að þar er einnig um að ræða einstaklinga eða þá

fjármálafyrirtæki með hagsmuni að gæta. CER, er sem þú hefur einnig komist

á raun um, sá aðili sem mest er á marki takandi og er næst því að geta

kallast óháður. Svo ég læt nægja með að gera athugasemdir við þeirra skrif,

að þessu sinni.

Ég segi innanbúðarmál en gæti kannski hafa notað annað orð. En höldum nú

okkur við orðið "Innanbúðarmál" í eitt augnablik. Ég nota þín eigin dæmi

til að færa rök fyrir afhverju gerði það. Það er t.d. ekki innanbúðarmál

hvernig vaxtarstigið ER. Eða hvernig stofnanauppbyggingin ER, en það er

meira innanbúðarmál í ESB hvernig hlutirnir gætu þróast innan ESB við

vissar/mögulegar/ímyndaðar aðstæður en það er fyrir þjóð sem ekki ennþá

hefur lagt í að ræða að alvöru kosti og galla mögulegrar umsóknar um

inntöku í ESB. Svo "Tímabært" hefði kannski verið betra að nota í þessu

samhengi.

Sjáðu til, ef allar þær gagnrýnisraddir sem finnast innan ESB, greinar,

skrif, ályktanir og skýrslur eru fundnar fram, eingöngu til að leggja á

eina hlið vogarskálarinnar um mögulega umsókn um inntöku í ESB þá munum við

aldrei komast lengra en það. Fínt segir þú kannski, En við munum aldrei

komast að meginmálinu, nefnilega hvort það yrði hagstætt fyrir Ísland eða

ekki. Maður getur haft fyrirfram skoðun á því máli, jákvæða eða neikvæða

eða bara ekki vilja tala um þennan möguleika af einni eða annari ástæðu. En

það er fullkomlega ábyrgðarlaust að ekki kanna möguleikan! Vigta hreina

kosti og galla, opið og óháð tilfinningum, flokkapólitík, sögu eða

fyrirfram gerðum skoðunum. Slík óháð og opin rannsókn myndi taka langan

tíma, svo það er hreint ekki komið að spurningunni hvort Ísland ætti að

sækja um inntöku eða ekki. Það gætu liðið ansi mörg ár. Bara að framkvæma

slíka könnun - bara að ræða þessi mál, yrði þó ákaflega þroskandi fyrir

okkar litla samfélag. Það myndi víkka sjóndeildarhringinn hjá þjóð sem

hefur því miður ákaflega brogaða mynd af öðrum samfélögum og kannski sér í

lagi ESB. Hvernig sem færi, þá hefðum við tekið ábyrgt á málunum. Við

hefðum einnig aflað dýrmætrar þekkingar á eigin málum í samanburði við

önnur samfélög og þannig orðið betur í stand til að vega, meta, velja og

hafna samstarfi á alþjóða sviði.

Nei, þú hefur ekki skrifað neitt hér fyrir ofan sem minnir á

"flokkpólitískt trúarofstæki". Þessi sneið var alls ekki ætluð þér eða

nokkrum sérstökum einstaklingi. Ég bið forláts ef hægt var að túlka það

þannig. Þetta var eingöngu meint allmennt um hvernig ESB umræða hefur

alltaf verið kæfð í smáatriðum, útúrsnúningum og flokkapólitík, þegar hún

ætti að vera þverpólitísk og málefnaleg. Flokkapólitíkin má gjarnan koma

seinna þegar við vitum hvernig landið liggur. En ekki fyrr.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband