Föstudagur, 8. ágúst 2008
Ólympíuleikarnir í Peking settir
Og það verða þeir eflaust, enda hefur meiri fjármunum aldrei verið varið til Ólympíuleikanna auk þess sem það er stjórnvöldum í Kína mikið kappsmál að sýna öðrum þjóðum heimsins mátt sinn og megin.
En skrautsýningin á Ólympíuleikunum á sér einnig dekkri hliðar, því ekki eru allir velkomnir á leikana í Peking.
Fyrir nokkru síðan sendu kínversk stjórnvöld frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að fólk sem ætti við geðfötlun að stríða væri óvelkomið á leikana!
Eins mikið og stjórnvöld í Kína hafa lagt í að gera þessa Ólympíuleika þá glæsilegustu í sögunni kemur það manni sífellt á óvart hversu litlar áhyggjur þessi sömu stjórnvöld hafa af almenningsálitinu þegar kemur að virðingu fyrir fólki, ekki síst því fólki sem á undir högg að sækja.
Í hádeginu í dag stóðu Samtökin Hugarafl, sem er félag fólks sem notar geðheilbrigðisþjónustu, fyrir mótmælum fyrir utan kínverska sendiráðið í dag, þar sem því var mótmælt að kínversk yfirvöldu skyldu meina geðfötluðum að sækja leikana í Peking.
Ég tók þátt í þessum mótmælum til þess að styðja málstað geðfatlaðra, enda skil ég ekki hvernig kínverskum stjórnvöldum dettur í hug að banna fólki sem ekkert hefur til saka unnið annað en það að vera veikt að sækja leikana.
Mér er ekki kunnugt um að geðfatlað fólk hafi minni áhuga á íþróttum en við sem ekki glímum við slíka fötlun og það er óskiljanlegt að því skuli vera meinað að sækja leikana.
Framkoma kínverskra stjórnvalda gagnvart geðfötluðu fólki er að mínu mati fullkomlega óforsvaranleg.
Þetta er framkoma sem ég sætti mig ekki við.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Gott framtak hjá þér, Sigurður Kári, bæði fundarþátttakan og að rita um þetta hér; okkur ber að standa með þessu fatlaða/veika fólki og einnig með kúguðum einstaklingum og þjóðfélagshópum í Kína og með gervallri þjóð Tíbeta. Glæsilegt væri nú, ef Geir Haarde gæfi út yfirlýsingu, sem gengi í sömu átt – og af sama krafti – og George yngri Bush Bandaríkjaforseti talaði um þessi mál. – Svo minni ég á nýhafna skoðanakönnun á vefsíðu minni um spurninguna: "Er rétt að gagnrýna yfirvöld í Kína fyrir mannréttindabrot?" – Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 8.8.2008 kl. 18:19
Tek undir að hún er fullkomlega óforsvaranleg - en líka það að forsetinn og menntamálaráðherra þiggi boðið sem embættismenn að fara í slíkt boð sem útilokar suma.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.8.2008 kl. 00:03
Ég er ánægður með að þú skulir leggja þessum mómælum lið Sigurður Kári og ánægjulegt að þingmenn skuli ekki láta sitt eftir liggja í baráttu gegn mannréttindarbrotum.
Brynjar Jóhannsson, 9.8.2008 kl. 05:08
Sæll Sigurður
Líkt og þér, brá mér við að heyra fréttirnar af því að Kínverjar hefðu lýst því yfir að geðfatlaðir væru ekki velkomnir á Ólympíuleikana. Mig minnir að frá þessu hafi verið sagt í fréttum RÚV og í kjölfarið hafa bæði Hugarafl og Geðhjálp látið kröftuglega í sér heyra.
Ég bjóst við að þessum yfirlýsingum hefði verið harðlega mótmælt víða um heim og ætlaði að lesa mér til um viðbrögðin á netinu. Þar var enginn hörgull á fréttum af mótmælum vegna hins og þessa sem Kínverjar hafa á samviskunni, en ég hef ekki rekist á frásagnir af þessu annars staðar en hér heima.
Reyndar varð mikil hneyksli um daginn, sem sagt var frá í fjölmiðlum um heim allan, að í bæklingi sem dreift var til starfsfólks leikanna komu fram ráðleggingar um hvernig best væri að umgangast líkamlega og andlega fatlað fólk sem þótti gegnsýrður af fordómum og staðalmyndum. (Tekið var fram að ekki mætti kalla fatlað fólk krypplinga - þótt það væri í gríni...)
Kínverjar innkölluðu bæklinginn og báðust afsökunar á honum. Engu að síður var skaðinn skeður og fulltrúar ýmissa samtaka fatlaðra sögðu það greinilegt að fatlað fólk væri ekki velkomið til Kína.
Getur verið að þessar fréttir hafi í íslenskum þýðingum og endursögnum tekið á sig þá mynd að geðfatlaðir megi ekki koma til Kína? - Einhvern veginn finnst mér það nú sennilegra en að Kínastjórn hafi sent frá sér þá yfirlýsingu sem þú nefnir. Hafi Kínverjar hins vegar gert þetta, þá undrast ég að engum öðrum en Íslendingum sé misboðið.
Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 21:26
Sæll Sigurður. Flott hjá þér að mótmæla með Hugarafli. Ég vissi ekki af þessum mótmælum. Þeim er nú viss vorkunn Kínverjum sem greinilega vildu koma í veg fyrir að gestir þeirra yrðu særðir eða móðgaðir með vanþekkingu eða fordómum. Ég er nú ekki að skilja hvað þeim gekk til með þessu banni eða hvernig því er framfylgt í allri þessari mannmergð. Mér finnst verra að forsetinn og fleiri fyrirmenn Íslendinga skuli ekki geta stillt sig um að fara á leikana þó ekki væri fyrir annað en mannréttindabrotin sem Kínverjar fremja alla daga. Þeir hafa svosem gefið sína skýringar á því en þetta er mín skoðun. Mér finnst líka að við ættum að huga meira að því hvernig komið er fram við fatlaða hér heima og t.d. hvernig aðgangur hreyfihamlaðra er heftur að opinberum byggingum og þátttöku í samfélaginu. En ég fagna afstöðu þinni og vænti þess að sjá meira til þín í framtíðinni á þessari braut. Gangi þér allt í haginn með góðri kveðju Kolbrún.
Kolbrún Stefánsdóttir, 9.8.2008 kl. 22:43
Þorgerður Katrín er okkur sjálfstæðismönnum til skammar. Hún hefði ekki átt að mæta á opnunarhátíðina. Gaman væri að heyra hvaða skoðun þú hefur á þáttöku okkar ágæta varaformanns.
Sævar Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 11:28
Sæll Sigurður,
vil byrja á því að taka fram að ég hef ekki verið mikill aðdáandi þin.
Engu að síður vildi ég lýsa yfir ánægju minni með þennan pistil þinn og aðgerðir er varða þetta mál.
HDM (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 12:57
Hugmyndafræði alræðishyggjunnar gefur aldrei haft skilning á sértækum vanda einstaklinga. Hugar aðeins að hjörðinni, og það illa.
Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.