Úrskurður umhverfisráðherra

Eins og fram kemur í síðasta pistli mínum þá eru spennandi, krefjandi og að mörgu leyti erfiðir tímar framundan í stjórnmálunum og stóra verkefni okkar stjórnmálamannanna þessa stundina er að vinna þjóðfélagið út úr þeirri efnahagslægð sem yfir okkur hefur dunið.

Í ljósi þess, og til þess að það liggi skýrt fyrir, þá skil ég ekki þá ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, að kveða upp úrskurð á þá leið að bygging álvers á Bakka við Húsavík og virkjanaframkvæmdir í nágrenninu skuli fara í umhverfismat.

Úrskurðurinn er ekki síst einkennilegur í ljósi þess að Skipulagsstofnun hafði áður úrskurðað að ekki væri nauðsynlegt að framkvæmdirnar færu í umhverfismat og auk þess er ekki langt síðan að Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og flokksbróðir Þórunnar, undirritaði viljayfirlýsingu um álver á Bakka.

Við þær aðstæður sem nú eru uppi í efnahagslífinu er gríðarlega nauðsynlegt að efla hér verðmætasköpun og auka hagvöxt.  Til þess þurfum við meðal annars að nýta þær gríðarlegu orkuauðlindir sem landið okkar hefur upp á að bjóða.

Við megum engan tíma missa og það væri afleitt ef umhverfismatið myndi tefja þessar framkvæmdir.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hverju orði sannara.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 8.8.2008 kl. 16:58

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei, hverju orði ósannara!

EF álver við Húsavík gæti hugsanlega leist núverandi efnahagsvanda, þá hefði það nú þegar þurft að vera risið!

Það er eiginlega regla frekar en undantekning, að heyra í þér nöldra yfir nanast öllu sem ráðherrar samstarfsflokksins aðhafast. hví leggur þú ekki bara til að stjórninni verði slitið og gengið til kosninga, nú eða að endurtaka "snilldina" öðrum þræði úr borginni, bjóða B aftur í samstarf með Guðna hinn eldhressa sem forsætisráðherra? Þá yrði Valgerður aftur iðnaðarráðherra og þú tækir gleði þína að nýju!

Þú sem ert svo frægur fyrir ráðsnilli, samanber hina frábæru hugmynd þína að Björn yhrði leiðtogi borgarstjórnarframboðsins 2002, hlýtur að taka undir að þetta er hin besta hugmynd ekki satt!?

Magnús Geir Guðmundsson, 9.8.2008 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband