Föstudagur, 8. ágúst 2008
Eitt og annað
Síðustu vikur hef ég látið lítið fyrir mér fara á þessari heimasíðu. Ástæðurnar eru fyrst og fremst þær að ég hef kosið að eyða tíma mínum með fjölskyldunni frekar en að sitja við tölvuna.
Á þeim tíma hefur ýmislegt á daga okkar drifið.
x x x
Fyrir það fyrsta fórum við í gríðarlega vel heppnað sumarfrí til Frakklands þar sem við dvöldum í rúma viku. Í upphafi ferðar heimsóttum við systur Birnu eiginkonu minnar, sem var skiptinemi í Rónardalnum í Frakklandi. Að þeirri heimsókn lokinni dvaldi fjölskyldan í góðu yfirlæti í húsi sem við leigðum ásamt vinafólki okkar í Búrgundarhéraði, ekki langt frá bænum Baune. Ferðin var að öllu leyti frábær fyrir okkur og ekki síst fyrir krakkana.
x x x
Þann 19. júlí giftum við Birna okkur. Brúðkaupið fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík þar sem góður vinur okkar, séra Hjálmar Jónsson, gaf okkur saman. Að lokinni vígslunni héldum við síðan veislu í Ásmundarsafninu í Reykjavík, einhverju fallegasta listasafni borgarinnar.
x x x
Ég tók eftir því að bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið fluttu fréttir af því að í aðdraganda brúðkaupsins hefðu vinir mínir haldið mér steggjaveislu þar sem Davíð Oddsson, Seðlabankastjóri og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hefði tekið þátt í að hrekkja mig.
Samkvæmt fréttunum á Davíð að hafa kallað kallað mig á einkafund sinn til þess að ræða stöðuna í efnahagsmálum þjóðarinnar og nauðsyn þess að bregðast við með stofnun nýs stjórnmálaflokks.
Ég verð að hrósa þeim blaðamönnum sem skrifuðu þessa fréttamola fyrir mikið hugmyndaflug. Það er rétt hjá þeim að við Davíð fengum okkur kaffi saman þennan tiltekna dag og ekki skal ég neita því að Davíð tókst að hrekkja mig í þetta skiptið. En eitt er víst að ekki stakk hann upp á stofnun nýs stjórnmálaflokks. Það myndi hann seint gera og ekki er ég til umræðu um að starfa fyrir annan stjórnmálaflokk en Sjálfstæðisflokkinn.
Ég neita því hins vegar ekki að þessi fréttaflutningur fannst mér frekar fyndinn.
x x x
Það eru hins vegar spennandi, krefjandi og að mörgu leyti erfiðir tímar framundan í stjórnmálunum. Verkefni okkar stjórnmálamannanna þessa stundina er að vinna þjóðfélagið út úr þeirri efnahagslægð sem yfir okkur hefur dunið.
Það er ærið verkefni en ég er bjartsýnn á að vel muni takast til.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:51 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.