Þriðjudagur, 8. júlí 2008
Kveðja til viðskiptaráðherra
Ekki minnist ég þess að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi verið sendir út af örkinni með þessum hætti til þess að benda á nauðsyn þess að Samfylkingin breyti stefnu sinni í einstökum málaflokkum svo hún samræmist betur áhuga- og stefnumálum okkar sjálfstæðismanna. Enda teljum við það ekki okkar hlutverk að reyna að grauta í stefnumörkum annarra stjórnmálaflokka, sem í flestum tilvikum hefur verið ákveðin með lýðræðislegum hætti meðal flokksmanna.
Eins og Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur bent á þá gefa ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn ekki út yfirlýsingar um nauðsyn þess, að Samfylking breyti um stefnu í umhverfismálum eða Evrópumálum. Engum sjálfstæðismanni dettur til hugar að krefjast þess að Björgvin og Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, setjist niður og ræði umhverfismál og stóriðju við Þórunni Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, þó allir sjái nauðsyn þess að þær umræður eigi sér stað. Slík afskiptasemi yrði afgreidd sem hroki og yfirgangur. Við látum fólki í öðrum flokkum einfaldlega sjálfu eftir að jafna ágreining sinn sín á milli án þess að blanda okkur í slaginn.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt í ríkisstjórnarsamstarfi við aðra stjórnmálaflokka hafa forystumenn hans lagt sig fram við að virða þá stefnu sem samstarfsflokkurinn á hverjum tíma hefur mótað í einstökum málaflokkum og þann stjórnarsáttmála sem gerður hefur verið um samstarf flokkanna.
Slík viðhorf lýsa vilja til þess að eiga gott samstarf sem byggist á heilindum. Þau sýna jafnframt að Sjálfstæðisflokkurinn ber virðingu fyrir viðhorfum annarra stjórnmálaflokka, þó svo að hann sé þeim ekki endilega sammála.
Við myndun núverandi ríkisstjórnar fyrir um það bil ári síðan samdi Samfylkingin um það við Sjálfstæðisflokkinn að ríkisstjórnin myndi ekki leggja drög að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Því samkomulagi hefur ekki verið breytt.
Segja má að blekið á stefnuyfirlýsingunni hafi varla verið þornað þegar ýmsir forystumenn Samfylkingarinnar fóru að tala um nauðsyn þess að hafinn yrði undirbúningur að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og nú gengur viðskiptaráðherrann jafnvel svo langt að mælast til þess að Sjálfstæðisflokkurinn breyti afstöðu sinni til Evrópusambandsaðildar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei haft það á sinni stefnuskrá að Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sú stefna hefur verið ákveðin á landsfundum flokksins sem fara með æðsta vald í málefnum flokksins eru stærstu lýðræðissamkomur landsins.
Vera má að afstaða Sjálfstæðisflokksins til aðildar Íslands að Evrópusambandinu kunni að breytast í ókominni framtíð. Henni verður hins vegar aðeins breytt á sama vettvangi, þ.e. á landsfundum flokksins. Það er hins vegar misskilningur að halda að hvatningarorð Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, muni þar einhverju breyta.
Samfylkingin hefur einn stjórnmálaflokka haft aðild Íslands að Evrópusambandinu á sinni stefnuskrá, þó svo að afar lítið hafi farið fyrir því stefnumáli aðdraganda þeirra alþingiskosninga sem flokkurinn hefur tekið þátt í. Við myndun núverandi ríkisstjórnar samdi Samfylkingin sjálf um að ekki yrði sótt um aðild á kjörtímabilinu. Í ljósi þess er erfitt að fá botn í hvaða tilgangi það þjónar hjá Björgvin G. Sigurðssyni, sem er ráðherra í ríkisstjórn Íslands sem starfar á grundvelli þessarar stefnuyfirlýsingar, að senda samstarfsflokknum slíkar kveðjur.
Nærtækara væri að mínu mati fyrir ráðherrann að einbeita sér frekar að þeim flóknu verkefnum á sviði efnahagsmála sem við okkur stjórnmálamönnum blasa um þessar mundir og að því að efla stjórnarsamstarfið í stað þess að reyna að hræra í stefnuskrám stjórnmálaflokka sem hann á ekki aðild að.
Birtist í Viðskiptablaðinu í dag.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Ég minnist þess ekki að ráðherrar eða varaformenn ríkisstjórnarflokka hafi áður sent hverjir öðrum eða ríkisstjórninni áskoranir um að gera eitt og annað t.d. að breyta ákvörðunum stofnana eins og maður hefur verið vitni að upp á síðkastið.
Sigurður Þórðarson, 8.7.2008 kl. 13:01
Kærar þakkir fyrir þetta Siðurður Kári.
Ég giska á að Björgvin G. Sigurðsson sé orðinn hræddur. Hræddur um að glugginn sé að lokast á einstakt tækifæri til að kratavæða allt Ísland á meðan ótti ríkir meðal almennings vegna mikillar óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum, - og áður en sjálft Evrópusambandið mun detta inn í djúpa og langvarandi kreppu. 10 ára kreppu sem mun ekki verða söluhæf vara.
Þá verður nefnilega svo erfitt að koma með sjanghæandi "bara kostir & engir gallar glansmynda auglýsingar" í því engu-öngþveiti sem þá mun ríkja á Íslandi. Því þá verða allar tölur um efnahag ESB aðeins ennþá verri en þær eru nú þegar og því algerlega óásættanlegar fyrir Íslendinga, sem þá munu alls ekki þurfa að fara út í eina naflaskoðunina í viðbót. Því þá mun Ísland hafa unnið sig hratt út úr vanda líðandi stundar, þökk sé hinu sveigjanlega hagkerfi Íslands. Hagkerfinu sem kratar vilja núna selja fyrir tíkall til ESB.
Svo þetta er síðasti séns viðskiptaráðherra áður en Gullna Hliðið lokast. Þessvegna er þessi örvænting.
Með bestu kveðjum og framtíðar óskum
- úr himnaríki ESB
Gunnar Rögnvaldsson, 8.7.2008 kl. 13:13
Afsakið innsláttarvillu í nafni Sigurðar Kára í innleggi mínu. Ég biðst velvirðingar á þessu.
Gunnar Rögnvaldsson, 8.7.2008 kl. 13:17
Það er furðulegt að geta ekki tekið afstöðu. Það er í raun heigulsháttur.
Valsól (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 13:33
Björgvin lýsti því ekki í fjölmiðlum að Sjálfsstæðisflokkurinn ætti að breyta stefnu sinni í evrópumálum svo hún yrði Samfylkingunni þóknanleg. Ég man nú ekki orðrétt hans ummæli, en þau voru ekki svona. Var Björgvin ekki að benda á að í kjölfar yfirlýsinga margra mikilsmætra sjálfsstæðismanna nýverið ásamt áskorunum stórra hagsmunaaðila vinnumarkaðarins um að skoða þurfi þessi mál að alvöru. Björgvin sagði einnig búast við því að þetta mál yrði á dagsrká næsta landsfundar Sjálfsstæðisflokksins, sem ég efa ekki að verði.
Það er algjör óþarfi hjá þér Sigurður Kári að snúa svona út úr orðum viðskiptaráðherra.
Að ganga inn í það ferli að:
Þetta er mjög hógvært ferli sem ég tel að stór hluti þjóðarinnar sætti sig við. Þetta gefur þjóðinni einni aukin trúverðugleika, sem okkur vantar upp á, á erlendum mörkuðum um þessar mundir.
Eggert Hjelm Herbertsson, 8.7.2008 kl. 13:50
Það er líka áhugavert að fylgjast með umræðunni um nýsköpun og framtíðardrauma Össurar og Björgvins um útfluttning á íslensku vatni og orku. Iðnaðarráðherra lofar frumkvöðlum milljarðahagnaði en reynsluboltinn Davíð S Thorsteinsson (Sól) blæs á hugmyndir og æðubunuganginn í iðnaðarráðherra og varar við gilliboðum og loforðum erlendra söluaðila, í viðtali í útvarpinu.
Davíð þekkir markaðinn og veit að í viðskiptum er enginn annars bróðir. Össur hefur ekki skilið það enn. Ekki skilið eðli og hugsunarhátt þeirra sem fara með völdin í viðskiptaheiminum. Þeirra sömu og nú stjórna næst stærsta flokki Íslands og sennilega hluta þess stærsta. Evrópuaðild hljómar í eyrum Samfylkingar menntaelítunnar eins og tékki á störf úti í heimi svona rétt til þess að þurfa ekki að hafa neitt fyrir launum sínum. Atvinulífið vill aðild til þess eins að fela hið raunverulega tap í rekstri fyrirtækjanna vegna gengdarlausar kaupgræðgi á félögum fyrir yfirverð. En auðvitað má líta á aðildarhgasmuni og er ekki verið að gera það ?
Áhugavert og uppbyggjandi í umræðunni er þó að fylgjast með bæjastjóranum á Höfn í Hornafirði, ungur hugmyndaríkur maður og kemur hann eins og ferskur blær inn í umræðuna um atvinnuuppbyggingu landsbyggðarinnar. Vonandi fá hugmyndir hans hljómgrunn og vonandi taka aðrir bæjastjórar upp stílinn hans.
Hann er hvetjandi en ekki letjandi! Hann bullar ekki. Flottur málfluttningur og traustvekjandi ungur maður.
Ekki veit ég hvort við ættum að leggja svona mikla áherslu á útfluttning á vatni en Kanadamenn hafa sett bann á slíkan útfluttning. Það er útbreidd skoðun í Kanada að yfirvofandi vatnsskortur hinum meginn landamæranna gæti verið ástæða innrásar í landið.
Það er ógnvekjandi tilhugsun að Bandaríkjamenn séu að verða vatnslausir því þeir svífast einksyns þegar kemur að innrásum inn í lönd sem búa yfir náttúruauðlyndum.
Samt yfirgáfu þeir frá okkur ? Við sem erum best í heimi og eigum allar þessa ómældu milljarðavirði auðlyndir.
Nýsköpunin á Íslandi á að tengjast þekkingarsamfélaginu og hugvitinu. Þjóðir sem leggja áherslu á hugvitið eru þær sem standa sterkastar á erfiðum tímum. Vonandi nær GGE með nýjum stjórnarformanni að breyta ímynd fyrirtækisins þannig að öll þjóðin geti staðið að baki því. Öll þjóðin þarf að treysta þeim sem fara með útrásina á orkunni. Hingað til hefur málið verið illa kynnt eða falið almenningi. Þjóðin mótmælti og vann sigur með aðstoð borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.! GGE fær auðvitað annað tækifæri til þess að sannfæra okkur um hag almennings í útrás orkunnar. Þrjár tilraunir en svo er það sturtan strákar!!
Ég skil ekki af hverju búið var til sérstakt Iðnaðarráðuneyti sem lítilsvirðir frumkvöðla með niðurlægjandi 150.000.000 kr. sem skipta á milli margra.
Er Össur að gera grín af nýsköpun, er hann alltaf að gera grín ? Er hann grín ?
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 14:01
Góðan dag,
Getur einhver hér sagt mér hvernig eftirfarandi útlistun Eggerts muni leysa þann vanda sem við stöndum frami fyrir í dag, smá innskot frá mér aftan við til skýringa.
Getur verið að menn séu að blanda saman langtíma plönum, og aðkallandi aðgerðum vegna vanda sem pólitíkusar og lítill hópur "ofurgróðastórmenna" kom okkur í með misnotkun á frelsi, hugsunarleysi og heimsku.
Reyndar held ég að þetta allt sé hluti af þeirri dellu skyndilausna sem við eru svo veik fyrir hér á landi, skyndilausna sem fyrra okkur ábyrgð á eigin lántökum og gerðum. Hvar annarsstaðar stjórnast til dæmis verðlag fasteigna, hlutabréfa, kvóta ofl af upphæð lánafyrirgreiðslu eins og hér, eru mörg lönd þar sem menn taka 40 ára gengistryggð lán til þess að greiða niður einkaneyslu?
Það versta er að nú á að fara að skera þá niður úr snörunni sem flugu mest og fóru hvað óvarlegast en við hin sitjum uppi með kostnaðinn.......
Elli P (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 17:20
Þessi vatnsútflutningur er annað mál. Ég þekki ekki þær forsendur nægjanlega til að geta metið það mál. Davíð Scheving náði ekki árangri á sínum tíma, en hugsanlega eru menn nú með nálgun á verkefninu sem skilar betri arði.
En burt séð frá því. Hvers vegna geta ekki allir skynsamir einstaklingar lagt blessun sína yfir það rökrétta ferli sem ég tíunda hér að ofan?
Eggert Hjelm Herbertsson, 8.7.2008 kl. 17:24
Ágæti Elli, það er stundum áhrifaríkt að ræða sig til niðurstöðu, það hefur reynst mér farsælt í rekstri, ætti að geta gert það hjá stjórnmálamönnum einnig. Það er engin að tala um skyndilausn, þetta er ferli sem tekur talsverðan tíma, ég átta mig ekki á hversu langan, 2-6 ár?
Eggert Hjelm Herbertsson, 8.7.2008 kl. 18:00
Góði Eggert, ekki ætla ég að gera lítið úr umræðum end oft verið með í svoleiðis, en tel þó að ISG og hennar kónar hafi ef eitthvað er komið óorði á þá ágætu list, enda hafa þau notað slagorð eins "umræðustjórnmál" til þess eins að forðast ákvarðanatöku. Það má ekki gleymast að þetta fólk hvað sem okkur kann að finnast um það eða kerfið sem það hrærist í var kosið til þess að taka ákvarðanir og bera ábyrgð á þeim ákvörðunum.
Ég er voða glaður að þú skulir átta þig á því að ESB umsókn er ekki til þess fallin að losa okkur frá vandamálum dagsins í dag, en tel að 2-6 ár sé svolítið vanáætlað hjá þér, hvað þá að við fáum Evru á þeim tíma. En þú ert sennilega í minnihluta ESB-sinna því orðræða flestra þeirra er þannig að stöðugt er vísað til "hugsanlegrar í framtíðinni" umsóknaraðild að ESB til lausnar á vanda dagsins.
Ég held að menn ættu frekar að snúa sér að því að bjarga því sem bjargað verður núna, án þess svo sem að gleyma framtíðar hugmyndavinnu. Og endilega hætta að blanda saman langtíma markmiðum og hugsjónum og skammtíma björgunaraðgerðum vegna óráðsíu og rugls...... við einfaldlega leysum ekki líklegt fjöldagjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja með ESB-pillunni.
Elli P (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 18:31
Það liggja allar staðreyndir á borðinu. Allir vita hvað þeir gagna að. Það er að segja þeir vita það í dag. En ESB í dag er ekki það sama og ESB á morgun. ESB sinnar eru alltaf að fara fram á það sem þeir kalla "skoða kosti og galla". En af hverju fer þessi umræða aldrei fram í þeim löndum sem nú þegar eru með í ESB. Af hverju tala þau aldrei um að skoða kosti og galla þess að segja sig úr ESB? Það er einfaldlega vegna eftirfarandi:
Það er ekki hægt að vita um kosti og galla fyrirfram. Því það tekur mörg mörg ár að læra að þekkja hvernig það er að láta draga úr sér tennurnar í tíu ára löngum tíma hjá tannlækni. En þegar þú kemur tannlaus út þá muntu ekki muna hvernig það var að hafa allar gömlu flugbeittu tennurnar í kjaftinum. Þú munt bara biðja mömmu um mjúka fæðu.
Þetta er alveg eins og Geir Haarde sagði: að það sé erfitt að kaupa hús sem maður hefur aldrei séð eða búið í.
Þegar 10 ára ferlinu inn í ESB verður lokið þá muntu komast að raun um að það ESB sem þú hélst að þú værir að ganga í, er þá orðið allt annað. ESB-sinnar munu þá segja þér að þetta hefði nú ekki átt að verða alveg svona, en að það sé orðið það samt, og þér er þá boðið að kjósa um það sem þú í upphafi hélst að myndi ekki ske, en sem núna samt er skeð. Þetta er svona eins og að fara yfir á tékkareikningi, þú segir bara við bankann að þú getir ekki borgað þennan yfirdrátt til baka og að bankinn verði því að hækka hann. Svona mun þér verða boðið að kjósa um það sem búið er að ske. Þetta er kallað að samþykkja yfirdráttinn.
Þetta er alltaf svona, hjá öllum löndum sem hafa gengið í ESB. Það er þessvegna sem það í raun er enginn meirihluti fyrir verkinu. Allir ganga nöldrandi inn í kosningabúrið og segja já við yfirdrættinum. Þetta er jú óskabarn embættismanna. Ekki fólksins.
Við könnumst öll við þetta. Dæmi úr daglegu lífi er t.d. þegar ríkisútgjöld fara fram úr áætlun en svo er "yfirdrátturinn" samþykkur með "nauði og nöldri" við næstu kosningar. Upp upp upp fara þau. En það er öllu verra þegar yfirdrátturinn sker undan lýðræðinu, dýrmætu sjálfstæðinu og hinu ómetanlega frelsi. Á endnaum þá er bara eitt að gera: afhenda þeim eldspýturnar!
ESB er ekki gjaldmiðill og Ísland er ekki króna.
Það er einfaldlega FÖLSUN að halda því fram að evra sé GaldraPappír. Og enginn virðist ætla sér að ganga í neitt annað en í evru, sýnist mér. Allavega ekki viðskiptaráðherra. Vinsamlegast ekki hugsa eins og að þú ætlir að ganga í vatnsþétt hólf inni í ESB. Ef þú gengur í ESB þá gengur þú í ESB - sem er svæði sem er verið að reyna að sameina í eitt ríki með einum forseta, einni löggjöf og einni stjórnarská. Þetta verður alger geðbilun og hræðilegt stórslys, sem í besta falli mun enda sem sameiginlegt gjaldþrot, og i versta falli borgarastyrjöld þar sem löndin fara að rífast um þrotabúið.
Núna er ESB alltaf að tapa. Alltaf að verða fátækara og fátækara miðað við sett markmið Lissabon 2000, og alltaf að verða fátækara miðað við Bandaríkin og miðað við Ísland.
Árangur ESB og Lissabon 2000 markmiðsins er núna þessi: (fyrir þá sem vita ekki hvað Lissabon 2000 markmið ESB er þá gengur það í stuttu máli út á að verða ríkasta og samkeppnishæfasta hagerfi heimsin árið 2010. Það eru því aðeins 2 ár þangað vil við hér í ESB verðum ríkust allra (brosa hér).
Þjóðartekjur á mann í ESB 2004 voru 18 árum á eftir tekjum í BNA
Þjóðartekjur á mann í ESB 2006 voru 21 árum á eftir tekjum í BNA
Þjóðartekjur á mann í ESB 2007 voru 22 árum á eftir tekjum í BNA
Framleiðni í ESB 2004 var 14 árum á eftir framleiðni BNA
Framleiðni í ESB 2006 var 17 árum á eftir framleiðni BNA
Framleiðni í ESB 2007 var 19 árum á eftir framleiðni BNA
Rannsóknir og þróun í ESB 2004 var 23 árum á eftir BNA
Rannsóknir og þróun í ESB 2006 var 28 árum á eftir BNA
Rannsóknir og þróun í ESB 2007 var 30 árum á eftir BNA
Atvinnuþáttaka í ESB er núna 11 til 28 árum á eftir BNA
Þetta vill hæstvirtur viðskiptaráðherra færa þjóðinni og fá tíkall í staðinn.
Kveðjur úr ESB
Gunnar Rögnvaldsson, 8.7.2008 kl. 19:04
Meira ruglið í þér Gunnar Rögnvaldsson að horfa alltaf á ESB eins og eitt land - allir mælikvarðarnir sem þú ert með eru mælikvarðar á einstök lönd en ekki á eitt samstarfs. T.d. eru lönd innan ESB sem hafa verið með mun hærri hagvöxt en við síðastliðin áratug, líka lönd með meiri framleiðni, rannsóknir og þróun og allt stefnir í að nokkur þeirra verði með minna atvinnuleysi áður en árið er liðið. Ísland getur verið með meiri framleiðni, rannsóknir og þjóðartekjur en meðaltal Evrópusambandins - okkur vantar hinsvegar öflugri bakhjarl fyrir bankana en Seðlabanka Íslands og stöðugri gjaldmiðil, og því er Evrópusambandsaðild augljós kostur fyrir okkur.
Ef þú ætlar að horfa á ESB sem heild, þá skaltu frekar benda á að ESB er stærsta hagkerfi í heimi, er með 1/3 og næst stærsti markaður í heimi. Einnig er þetta sú blokk sem við eigum 70% viðskipta okkar við, erum partur af innri markaði þess, eigum menningalega samleið með Evrópu og höfum því tekið upp 3/4 af regluverki þess (skv. þeim aðilum sem sjá um aðildarsamninga fyrir ný aðildarríki Evrópusambandsins). ESB er líka stærsti viðskiptaaðili Kína og Indlands, þannig að þið sem eruð hrifin af uppgangi þeirra getið bókað að við fáum betri viðskiptasamninga við þau lönd í gegnum ESB en með okkar sjálstæðu samningum þegar fram líða tímar.
Siggi Kári; Þú ættir kannski að senda Jónasi Haralz, Einari Benediktsyni og Sveini Andra líka tóninn :) .. annars vona ég að þið íhaldið haldið áfram þessum heigulshætti og náið að hrekja allt þetta vel gefna fólk ykkar yfir til Samfylkingarinnar. Það væri því best ef þið hlustuðuð ekkert á Björgin G.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 8.7.2008 kl. 23:22
"er með 1/3 og" átti ekki að fara með þarna fyrir ofan..
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 8.7.2008 kl. 23:23
Kæri Jónas Tryggvi Jóhannsson. Það var ekki ég sem setti upp Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins. Ég vildi óska að ég hefði getað komið vitinu fyrir blómaskreytingaembættismannanefndir ESB í Lissabon árið 2000. En ég var ekki þeirrar gæfu aðnjótandi. Því miður. Þá væri heimurinn ekki að hlægja svona að aulaskapnum í þeim núna.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 9.7.2008 kl. 00:01
Sigurður Kári sér greinilega enga ástæðu til að rökræða málin við almúgann
Eggert Hjelm Herbertsson, 9.7.2008 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.