Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Orð í tíma töluð
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, skrifaði eftirfarandi í pistli á heimasíðu sinni í gær:
,,Í kvöldfréttum hljóðvarps ríkisins var vitnað í Björgvin G. Sigurðsson um nauðsyn þess, að sjálfstæðismenn tækju innan flokks síns afstöðu til Evrópusambandsins, sem væri Björgvini að skapi.
Björgvin starfar ekki síður en Þórunn Sveinbjarnardóttir í ríkisstjórn, sem hefur meðal annars mótað sér skýra stefnu í Evrópumálum. Um þá stefnu sömdu forystumenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við myndun þessarar ríkisstjórnar og hún gildir fyrir flokkana, á meðan þeir eiga samstarf.
Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn gefa ekki yfirlýsingar um nauðsyn þess, að Samfylking breyti um stefnu í umhverfismálum eða Evrópumálum. Þeir virða þá stefnu, sem samstarfsflokkur þeirra hefur mótað og þann sáttmála, sem síðan hefur verið gerður um samstarf flokkanna.
Sjálfstæðismenn ræða Evrópumál í sinn hóp, hvað sem skoðunum Björgvins G. Sigurðssonar líður. Þingflokkur okkar sjálfstæðismanna hélt nýlega sérstakan fund um Evrópumálin og þar var samstaða þingmanna flokksins áréttuð.
Engum sjálfstæðismanni dettur í hug að krefjast þess, að Björgvin ræði um umhverfismál og stóriðju við Þórunni Sveinbjarnardóttur, þótt allir sjái, að þess kunni að vera þörf."
Mér finnst ástæða til að taka undir þessi orð Björns Bjarnasonar, því ég er honum hjartanlega sammála.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
En er ekki kominn tími á að skipta um skoðun og alvarlega fara að ræða þetta, frekar en að stinga hausnum í sandinn?
Aðstæður eru einfaldlega breyttar, alveg eins og forsendur kjarasamninga eru brostnar.
Krónan og einangrunarstefnan sem að þú og þinn flokkur standið fyrir (svo maður tali nú ekki um óstjórn og aðgerðarleysi) er búið spil. Fjármálamarkaðurinn sér það, atvinnulífið sér það, hagfræðingar sjá það, almenningur sér það og nú eru stjórnmálamenn farnir að sjá það. Nema þið.
Hvernig skýrirðu annars að sjöunda mánuðinn í röð minnkar fylgi ykkar og stjórnarinnar?
Og aðalumkvörtunarefnið? Að-gerðar-leysi!
Þið gætuð náttúrulega prófað að hlusta á fólkið í landinu, en þá væruð þið ekki "Sjálfstæðisflokkurinn"...
Áddni, 3.7.2008 kl. 08:53
Sæll Sigurður.
Gaman að sjá að þú leyfir athugasemdir og ritskoðir þær ekki. Ég er sammála honum Áddna, hér að ofan, og skil ekki þetta aðgerðaleysi ríkisstjórnar, aðallega þó Geirs og Árna, í efnahagsmálum. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið forræðishyggjustefnu í fjármálum í svona mörg ár með Seðlabankann í broddi fylkingar og þegar vandamál koma upp þá á bara að reyna að þegja málið í hel.
Ég skil vel að þið séuð pirraðir út í Björgvin að reka á eftir en það er bahra augljóst að það er ekki eining innan ykkar fólks um ESB og því lætur hann svona. það sem hins vegar pirrar mig er ókurteisi Björns í garð Þórunnar: "...þótt allir sjái, að þess kunni að vera þörf." Hann er ótrúlega heimskur miðað við hvað hann er vel gefinn. Þetta hefur Björn gert oftar en einu sinni. Talað af mikilli yfirvegun um eitt og annað og klúðrar svo málum í síðustu setningu, líklega vegna pirrings.
Þetta átti ekki að vera svona langt og ég á ekki von von á að nokkur lesi þetta nöldur og tuð enda ekki ætlunin af minni hálfu. Bara leiður á kjánalegum Sjálfstæðismönnum, sem trúa aá stjórnmál og vilja ekki missa völdin sín, sem þeir eru þó ekki að nota almenningi til framdráttar.
Með kveðju,
Bjarki
P.S. Sigurður, ekki láta nota þig sem geltandi varðhund. Það er ekki þitt að segja til um hvað Ingibjörg má tala um og hvað ekki. Manstu, það er lýræði og málfrelsi á Íslandi?
Bjarki Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 10:48
Ástandið á Íslandi er ekki einsdæmi, heldur er það svipað í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við í þeim efnahagslega öldudal sem ríður yfir heimsbyggðina þessa mánuðina. Það er engin ástæða til að taka einhverjar gerræðislegar ákvarðanir varðandi aðild að Evrópusambandinu á þessum tímapunkti.
Umræðan er samt sjálfsögð en ekki á þeim grundvelli að við björgum okkur úr þeim vandræðum sem nú eru í gangi með aðildarumsókn. Samfylkingin er bara að hnykkja á sínum sjónarmiðum núna, nú er lag. Því miður hefur Samf. oft verið ber að "populisma", og Björgvin G. hamrar á þessu núna. Kannski til að draga athygli óánægðra umhverfisverndarsinna í flokknum eftir skóflustunguna í Helguvík.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.7.2008 kl. 11:06
Blessðir Sigurður og Áddni.
Ég er í raun alveg sammála Bjorgvin G Sigurðssyni að tíminn sé kominn til að taka þessa umræðu upp innan raða sjálfstæðisflokksins. Það að Þingflokkurinn sé sammála um að óbreytt stefna skuli ríkja breytir þar engu. Það er alveg ljóst að þingmenninir eru fulltrúar þeirra er kusu flokkinn í síðustu kosningum, þar á meðal mín. Það er líka ljóst af blaðaskrifum og umfjöllun um þetta mál að fjölmargir sjálfstæðismenn eru alls ekki sammála þingflokkinum um þessa afstöðu og vilja að þessi umræða verði tekinn á hvorn veginn, svo sem hún fer.
Það er enginn lausn að hlaupa frá umræðunni og vera eins og staður hestur við staur, í stað þess að halda áfram og sjá hvað bíður handan við hólinn. Ég held að þjóðin sé ekki tilbúinn að fara í aðra svona rússibanareið í efnahagsmálunum , ef lausnin liggur fyrir. En hún verður þá að vera ljós. Og hún verður ekki ljós fyrr en umræðan hefur farið fram.
Hannes Friðriksson , 3.7.2008 kl. 11:12
Mikið rétt er það hjá þér Gunnar að yfir heimsbyggðina alla ríður nú stór og góð kreppa.
Hinsvegar verður að taka alvarlega að með breytingu á mynt á Íslandi og inngöngu í ESB, myndi óhjákvæmilega fylgja ýmsir kostir sem að ekki hafa verið mikið tíundaðir.
Við myndum EKKI lifa við heimsins hæstu vexti. Það er harla ólíklegt að 12,13,14% verðbólga yrði lengi við líði. Og síðast en ekki síst myndum við losna við verðtrygginguna, sem að við svo hagkvæmlega vorum búinn að gleyma að gerði foreldra margra okkar gjaldþrota!
Ég sem launþegi, almennur borgari og KJÓSANDI, sætti mig ekki við að sjá húsnæðislánin mín hækka um milljónir á ári, þökk sé ríkisverndaðri okurvaxtastefnu sem að ekki einu sinni handrukkarar geta stælt sig af!
Finnst fólki kannski allt í lagi að borga 17% vexti af húsnæðislánum? Eða nær 20% eins og hjá mörgum?
Því segi ég, tökum umræðuna og höfum þetta á borðinu. Ekki bara slá á hana með hroka og fyrirlitningu fyrir vinnuveitundum sínum, kjósendunum.
Áddni, 3.7.2008 kl. 11:30
Áddni, þarna tekur þú verðtryggingu sem vexti, sem er náttúrulega ekki rétt, nema ef laun hækkuðu ekkert á sama tíma.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.7.2008 kl. 11:48
Hér er tvennt sem rétt er að staldra við og íhuga.
1. Orðheldni og heiðarleiki Samfó í stjórnarsamstarfi.
2. Óþreyja almennings -kjósenda, um ,,aðgerðir" í fjármálum.
Um það fyrsta vissi ég og hafði uppi varnaðarorð um það við okkar forystumenn á kosningavökunni. Allt hefur það gegnið eftir og frekar minna um svikin en ég bjóst við.
Um óþreyju kjósenda er annað mál og erfiðara um að fjalla. Nokkur atriði koma upp í hugan.
1. Fólki er talið trú um, að vextir lækki hratt og verði fljótt á pari við Þýskaland.
Fals og lygi, sjá vaxtatöflur í nýju aðildarríkjunum.
2. Fólki er talin trú um, að Verðtryggingin yrði aflögð fljótlega, já strax við inngöngu í ESB.
Lygi og þvæla, fjármálakerfið heimtaði ,,aðlögun" og aðfaraaðgerðir og ívilnandi reglur.
Kappmáttur launa er hér með því hæsta sem þekkist í heimi.
Fákeppni í bankastarfsemi er með því alversta sem þekkist
Vaxtaokur er það alskelfilegasta sem þekkist í siðmenntuðu samfélagi.
Sjálftaka í afar mörgu er OF algeng hér.
Alt þetta má laga með lagasetningu á OKKAR FORSENDUM.
Lítum til Svisslendinga í þeim efnum og hyggjum að, hvort ekki sé nokkuð í málflutningi Ömma um að jafnvel væri affarasælt, að segja sig úr EES og hefja tvíhliða viðræður við ESB en alls ekki aðildarviðræður.
Miðbæjaríhaldið
andsnúinn einokun og EINNIG yfirþjóðlegu valdi yfir Íslandi
Bjarni Kjartansson, 3.7.2008 kl. 12:32
Það eru alvarlegar misfellur í málflutningi Björgvins G. Sigurðssonar sem er rétt að staldra við.
1. Hann klifar á "hlutfallsvanda" þ.e. að efnahagslífið á Íslandi sé orðið svo stórt miðað við aðra þætti þjóðlífsins og þess vegna sé krónan sem óvart er gjaldmiðill sístækkandi efnahagslífs að verða minni og æ meira til trafala.
2. Fullyrt er að Ísland fljúgi inn í Evrópusambandið og geti þar með losnað við krónuna og er þetta einkar ódýr málflutningur því þó svo Ísland gangi inn er landið langt frá því að uppfylla skilyrði ESB til að taka upp evru og er þar einkum um að kenna værukærri og óábyrgri stjórn efnahagsmála Geirs Haarde á umliðnum árum.
Nú í sumar reynir á hvort að ríkisstjórnin sé í stakk búin til að ná stöðugleika og verður það ekki gert bara með einhverri lántöku heldur í gegnum ríkisfjármálin og stjórn fiskveiða. Ríkisstjórnin féll á fyrsta prófinu þ.e. að leyfa ekki meiri þorskveiðar þrátt fyrir alvarlega stöðu efnahagsmála og að ráðgjöf Hafró hafi reynst sannarlega röng á sl. 15 árum.
Sigurjón Þórðarson, 3.7.2008 kl. 14:03
Sæll Sigurður
Ég tek mig mikinn Sjálfstæðismann og er sammála því að fólki í öðrum flokkum kemur stefan flokksins ekki við sem slík. Hinsvegar er ég mjög hissa á hvernig forystumenn flokksins blása ESB alltaf út af borðinu. Ég man þegar Sjálfstæðisflokkurinn var duglegur við að koma EES samningunum í höfn með krötum á sínum tíma. Fyrir löngu hefði ég viljað sjá minn góða flokk endurtaka leikinn varðandi aðeild að ESB og myntbandalaginu. Eitthvað röfl við hinn og þennan, jafnvel samráðherra, er einskis virði og vengur enga athygli hjá almennum stuðningsmönnum , það er bara pólitískt skvaldur.
Ég skil ekki af hverju flokkurinn þverskallast svona við að sækja um aðild að ESB - ég næ því ekki og tel að hann sé með því að fara mjög burt frá sjónarmiðum sinna stuðningasmanna. Breytið nú um stefnu og nýtið samstarfið við Samfylkinguna og sækið um - sýnið þann myndugleika fyrir íslenska þjóð.
kær kveðja
Sveinn V. Ólafsson
Sveinn Valdimar Ólafsson, 3.7.2008 kl. 16:47
Það lýsir Samfylkingunni betur en flest annað hversu fúsir talsmenn hennar eru ævinlega til að fela yfirþjóðlegu valdi allar ákvarðanir fyrir okkar hönd.
Ég legg til að við fölumst eftir því hjá skrifstofustjórum ESB að þeir taki við þessu blessaða fólki og borgi þeim þokkaleg laun við að semja reglugerðir handa fákunnandi þjóðum. Við gætum þægt þeim fyrir með að senda þeim sviðakjamma, hangiketslæri og súrmat fyrir jólin.
Árni Gunnarsson, 3.7.2008 kl. 18:33
Undarlegt að halda því fram að kreppan hér sé eingöngu til komin vegna alþjóðakreppu. Má vera að hún sé orsakavaldur - en hún hefur alla vega leikið okkur merkilega grátt. Ekki glíma margar aðrar þjóðir við gríðarrýrnað gengi gjaldmiðla sinna (jú, reyndar er dollarinn ekki á góðu róli, en BNA eru alla vega með stóran innanlandsmarkað, ólíkt okkur), verðbólgu í tveimur stöfum, né samdrátt (neikvæðan hagvöxt).
Jú, við erum enn þeirrar gæfu aðnjótandi að búa við óvenjulágt atvinnuleysi, en jafnvel þar ku vera blikur á lofti.
Hinn almenni launamaður á Íslandi sér fram á mjög skert kjör, og það er hreint ekkert gamanmál, sem verður afgreitt bara sísvona.
Eitthvað er nú dýpra á kreppunni hjá okkur, myndi ég því halda, og ef þetta heldur áfram mikið lengur þýðir lítið, til lengdar, að sópa því bara undir teppið.
Ef stjórnmálamenn geta þakkað sér góðæri hljóta þeir einnig að bera einhverja ábyrgð á slæmu árunum - ekki satt?
Ekki það að ESB sé endilega töfralausn ... langt í frá - en hverjar eru lausnirnar þá? Ekki hef ég séð þær mikið ræddar, nema á mjög almennum nótum og vangaveltum um möguleika. Nokkru minna fer hins vegar fyrir aðgerðum. Hér er ég auðvitað að tala um ríkisstjórnina sem heild - núverandi stjórnarflokkar verða einfaldlega að finna einhverjar lausnir, og ég vona að þeir muni bera gæfu til þess. Ég hef litla trú á að nokkur önnur stjórn sé betur í stakk búin til að takast á við vandamálin. Ef þessi stjórn bregst, þá er fokið í flest skjól.
Þarfagreinir, 3.7.2008 kl. 18:59
Sæll Sigurður.
Þetta er alveg frábær grein hjá Birni enda kemur hann yfirleitt með skemmtilega pistla á síðuna sína.
Þetta er auðvitað alveg rétt, fólk sem að er saman í ríkisstjórn á ekki að tala á móti hvoru öðru, enda vinnur það saman að því að bæta hag íslendinga, en það á ekki að vera að koma með einhver skot á samstarfsflokkinn til að styrkja stöðu sína. Slíkt er í verkahring stjórnarandstöðunnar, en kannski eiga sumir flokkar frekar heima þar en annars staðar.
Auðbergur D. Gíslason
15 ára Sjálfstæðismaður
Auðbergur Daníel Gíslason, 4.7.2008 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.