Laugardagur, 7. júní 2008
Hanna Birna nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Í morgun var ég gestur Einars Þorsteinssonar í þættinum Vikulokin á Rás 1. Viðmælendur mínir í þættinum voru þau Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, varaþingmaður vinstri grænna.
Í þættinum var ég beðinn um að lýsa skoðun minni á stöðu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem mikið hefur verið til umræðu síðustu vikur og mánuði.
Ég lýsti þeirri eindregnu skoðun minni að nauðsynlegt væri fyrir borgarstjórnarflokkinn að taka af skarið og ákveða hver úr hópi borgarfulltrúanna skyldi leiða flokkinn það sem eftir er kjörtímabilsins. Það væri mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að óvissu um forystumál okkar sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur yrði strax eytt og endir bundinn á þá forystukreppu sem ríkt hefur.
Síðar í dag var síðan tilkynnt að Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, myndi taka við af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, sem leiðtogi okkar sjálfstæðismanna í borgarstjórn og taka við embætti borgarstjóra eftir næstu áramót.
Ég hef um árabil starfað með Hönnu Birnu á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og veit að hún er vel að því kominn að leiða borgarstjórnarflokk okkar sjálfstæðismanna.
Ég vil því nota tækifærið og óska Hönnu Birnu innilega til hamingju.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Ég óska okkur til hamingju !
Stefanía, 8.6.2008 kl. 01:16
Æ, ég kaus Vilhjálm til að vera í forustu þetta kjörtímabil.
Hanna Birna er ágæt, en...
En í dag, ætla ég bara að óska Vilhjálmi og Guðrúnu til hamingju með brúðkaupsdaginn.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 11:51
Ég kaus ekki Sjálfstæðisflokkinn en ég óska Hönnu Birnu til hamingju og held að hún muni starfa af heiðarleika og dugnaði fyrir borgarbúa. En við þig Sigurður Kári vil ég segja að það var ömurlegt af þér að vera með í því að troða prestum inn í grunnskólana. Ég vill ekki að einhverjir prestar séu að fylla mitt barn með sínum skoðunum ekkert frekar en ég myndi samþykkja að Vinstri grænir fengu aðgang að börnum til að troða sínum áróðri í. Þú mátt hafa skömm fyrir það að nú þarf ég að standa í því að vera með einhverjar útskýringar í skóla barnsins og láta taka hann út úr þeim tímum sem prestur heimsækir. Þarna er verið að búa til grunn fyrir einelti og ef barnið mitt verður fyrir einelti þá verður það meðal annarra þér að kenna. Takk fyrir að valda mér og mínum miklum vanda. Það er furðulegt ef ég sem trúlaus einstaklingur þarf að fara út í baráttu eins og hommar og lesbíur þurftu að gera svo þið stjórnmálamenn skiljið sjónarmið okkar. Við viljum bara jafnan rétt á við aðra hópa í þjóðfélaginu og að þingmenn fari eftir stjórnarskránni og mismuni ekki fólki eftir skoðunum þess.
Valsól (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.