Föstudagur, 6. júní 2008
Mislagðar hendur
Þessi vika hefur til dæmis ekki verið góð fyrir dagblaðið DV.
DV lagði mikið púður í að upplýsa um hneyksli sem tengt var Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, og lögheimili hans. Var því slegið upp á forsíðu blaðsins í gær að fjármálaráðherrann hefði verið staðinn að því að mergsjúga ríkissjóð í eigin þágu og hagnaðist um eina milljón króna á ári fyrir að skrá lögheimili sitt á Suðurlandi en ekki í Hafnarfirði.
Þegar málið var kannað ofan í þaula kom í ljós að þetta meinta hneyksli var ekkert hneyksli.
Í tilefni af forsíðufréttinni tók fréttavefurinn visir.is viðtal við Helga Bernódusson, skrifstofustjóra Alþingis. Sagði Helgi sagði í samtali við Vísi að forsíðufrétt DV í dag um Árna Mathiesen væri röng.
"Árni fær þessar greiðslur óháð því hvar hann er með lögheimili. Reglum sem lúta að þessu var breytt árið 1995 þannig að nú fá allir þingmenn landsbyggðarkjördæmanna þriggja sömu greiðslur, að upphæð 90,700 krónur á mánuði burtséð frá því hvar þeir eru með lögheimili. Það má því segja að DV sé 14 árum of seint með fréttina," sagði Helgi.
Í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag kom fram að fjármálaráðherrann hyggðist ekki höfða mál á hendur DV vegna þessa fréttaflutnings, enda hefðu þeir dregið fréttina til baka.
x x x
Á baksíðu DV í dag birtist síðan önnur furðufrétt.
Þar segir af framgöngu Grétars Mars Jónssonar, hins vörpulega þingmanns Frjálslynda flokksins, í umræðum á Alþingi á fimmtudaginn fyrir rúmri viku, daginn sem jarðskjálfti skók Suðurland, undir fyrirsögninni ,,Orðljótur eftir jarðskjálfta."
Í fréttinni kemur fram að Grétar Mar hafi farið mikinn í ræðustól Alþingis um meint mannréttindabrot stjórnvalda vegna kvótakerfisins. Á einum stað í fréttinni segir: ,,
,,Umræðan um kvótann og mannréttindin hófst klukkan fjögur og gustaði þar mjög af Grétari Mar sem kallaði ríkisstjórnina mannréttindaníðinga og druslur og sagði þá vera með skítlegt eðli. Fáir fylgdust með enda flestir að fylgjast með tíðindum af skjálftanum. En Sturla Böðvarsson, forseti þingsins, fylgdist þó grannt með og sló í bjöllu þegar hin þungu orð féllu af munni þingmannsins. Eftir umræðuna vítti hann síðan Grétar Mar fyrir ummælin."
Ég var í fundarsal Alþingis þegar Grétar Mar Jónsson lét þessi orð falla. Mér fannst þau ekki vera honum sæmandi þá og sú skoðun mín hefur ekki breyst.
Hins vegar er ljóst að sá blaðamaður sem skrifaði fréttina var ekki á staðnum og fylgdist ekki með umræðunum, því Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, var ekki viðstaddur umræðuna heldur var henni stjórnað af Einari Má Sigurðarsyni, þingmanni Samfylkingarinnar, en hann er einn varaforseta Alþingis.
Það er heldur ekki rétt að Grétar Mar hafi verið víttur fyrir ummæli sín, þó full ástæða hefði verið til. Hins vegar sagði Einar Már Sigurðarson, starfandi forseti, í lok umræðunnar eitthvað á þá leið að ummæli Grétars Mars hefðu verið algjörlega óásættanleg, en beitti ekki vítum.
Síðar í frétt DV segir:
,,Grétar segir að hann hafi í ræðu sinni tekið upp ummæli sem Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hafði notað um Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, sem kallaður var gunga og drusla. Þá segist hann hafa notað skítlegt eðli sem Davíð notaði sem einkunn um Ólaf Ragnar Grímsson, þáverandi fjármálaráðherra."
Annað hvort hefur minnisleysi leikið Grétar Mar eða blaðamann grátt. Hið rétta er að það var Ólafur Ragnar Grímsson, þá þingmaður Alþýðubandalagsins, sem sagði í ræðu á Alþingi, ekki bara einu sinni heldur tvisvar, að Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, hefði skítlegt eðli, en ekki öfugt.
Þetta finnst mér að bæði höfundur fréttarinnar og þingmaðurinn ættu að vita.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.6.2008 kl. 00:21 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Frábær pistill Sigurður Kári!
Ég vona að menn séu ekki að vakta hjá mér textann, en ég held að ég hafi verið talinn sæmilegur í stafsetningu til þessa!
Kveðja,
Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.6.2008 kl. 22:18
Þú nefndir vandamálið. DV.
Ekki þess virði að lesa það.
HP Foss, 11.6.2008 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.