Ţriđjudagur, 15. apríl 2008
Skólagjöld á háskólastigi?
Á forsíđu Fréttablađsins á sunnudag er eftir mér haft ađ ţađ sé ađeins tímaspursmál hvenćr opinberum háskólum verđi veitt heimild til ađ innheimta skólagjöld og lýsti ég í viđtali viđ blađiđ ţeirri skođun minni ađ stjórnarflokkarnir ţyrftu ađ taka afstöđu til ţess hvort veita ćtti opinberu háskólunum heimildina og ađ ég skynjađi ţađ ađ sjónarmiđ um ađ veita slíka heimild vćri fariđ ađ njóta sífellt meiri stuđnings hjá samstarfsflokki okkar í ríkisstjórn, Samfylkingunni.
Í sömu frétt er viđtal viđ Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, sem fagnar ţví ađ ţessi fari fram og eftir henni haft ađ ţađ sé alveg ljóst ađ núverandi fyrirkomulag skerđi samkeppnisstöđu Háskóla Íslands ţví ađrir skólar hafi heimildir til ţess ađ innheimta skólagjöld til viđbótar viđ framlög ríkisins og ţá stöđu ţurfi ađ rćđa.
Í pistli á leiđarasíđu Fréttablađsins í dag segir ađ eflaust hafi fariđ um margan vinstrimanninn ţegar ég lýsti ţeirri skođun minni á forsíđufréttinni á sunnudag ađ hugmyndir um skólagjöld í opinberum háskólum nytu sífellt meiri stuđnings innan samstarfsflokksins. Greinir höfundur pistilsins frá ţví ađ Guđbjartur Hannesson, leiđtogi Samfylkingarinnar og nefndarmađur í menntamálanefnd, hafi sett sig í samband viđ Fréttablađiđ til ţess ađ árétta ađ Samfylkingin hefđi ekki breytt afstöđu sinni til málsins. Samfylkingin vćri ekki hlynnt upptöku skólagjalda í opinberum háskólum.
Áđur en lengra er haldiđ er rétt ađ árétta sérstaklega ađ Háskóli Íslands innheimtir í dag skólagjöld á einstökum námsleiđum, ţrátt fyrir ađ almenna heimild til gjaldtökunnar sé ekki ađ finna í núgildandi löggjöf. Til ađ mynda innheimtir skólinn skólagjöld af ţeim sem nú stunda MBA-nám viđ skólann, en viđ ţá gjaldtöku styđst skólinn viđ heimild sem honum er veitt til slíkrar gjaldtöku vegna endurmenntunarnámskeiđa sem skólinn stendur fyrir. Deila má um hversu eđlileg sú leiđ viđ innheimtu skólagjalda er, en hún er engu ađ síđur stađreynd í framkvćmd. Ég hef ekki orđiđ var viđ ađ sú gjaldtaka hafi kallađ á hávćr mótmćli.
Ţá er rétt ađ geta ţess einnig ađ forsvarsmenn Háskóla Íslands hafa margsinnis kallađ eftir heimild skólans til innheimtu skólagjalda. Nćgir ţar ađ nefna ađ fyrrum forsetar viđskipta- og hagfrćđideildar og lagadeildar hafa opinberlega kallađ eftir ţví ađ ţessum deildum verđi gert heimild ađ innheimta skólagjöld, a.m.k. vegna framhaldsnáms viđ deildirnar.
Ég hef aldrei veriđ hrćddur viđ ađ lýsa ţeirri skođun minni ađ ég tel ađ löggjafinn eigi ađ veita opinberu háskólunum, ţar á međal Háskóla Íslands, ađ innheimta skólagjöld. Ţađ verđi síđan ákvörđun skólans sjálfs ađ ákveđa hvort ţađ verđi gert og hversu há skólagjöldin ţurfi ađ vera. Hlutverk ríkisins yrđi síđan ađ tryggja nemendum ađgang ađ lánum hjá Lánasjóđi íslenskra námsmanna til ađ mćta gjaldtökunni.
Eins og kunnugt er kynnti núverandi rektor Háskóla Íslands, skömmu eftir rektorskjör, ţađ markmiđ sitt ađ koma Háskóla Íslands í hóp 100 bestu háskóla heimsins. Ţessi markmiđ eru háleit og á ţeim fjölmörgu fundum sem um ţessi markmiđ hefur veriđ rćtt hef ég ekki orđiđ var viđ annađ en ađ allir sem láta sig málefni Háskóla Íslands varđa styđji áform rektors, hvort sem um er ađ rćđa kennara, nemendur eđa stjórnmálamenn.
Ég hef margoft sagt ţá skiptir mestu fyrir Háskóla Íslands, ćtli hann sér ađ ná ţví háleita markmiđi sem ađ er stefnt, ađ tryggt verđi ađ skólinn sitji viđ sama borđ á öllum sviđum og ţeir skólar sem hann sjálfur kýs ađ bera sig saman viđ. Ţar er tekjuöflunarsviđiđ ekki undanskiliđ.
Langflestir ţeirra háskóla sem teljast til ţeirra 100 bestu í heiminum í dag innheimta skólagjöld af nemendum sínum og nýta ţau gjöld til kennslu, rannsókna og uppbyggingar ađ öđru leyti í skólastarfinu. Mađur hlýtur ţví ađ spyrja ţá sem vilja styrkja og efla Háskóla Íslands hvers vegna skólinn ćtti ekki ađ sitja viđ sama borđ og ađrir skólar ađ ţessu leyti?
Meini menn eitthvađ međ stuđningi sínum viđ áform Háskóla Íslands um ađ verđa einn af 100 bestu háskólum í heimi verđa menn ađ nálgast umrćđuna um upptöku skólagjalda fordómalaust og međ hagsmuni skólans til framtíđar. Ţađ kann ađ vera erfitt á stundum, ekki síst fyrir stjórnmálamenn og hagsmunasamtök ţeirra stúdenta sem nú stunda nám viđ skólann, enda sjaldan til vinsćlda falliđ ađ mćla fyrir aukinni gjaldtöku. En í ljósi ţeirra áforma sem Háskóli Íslands hefur kynnt og allir vilja styđja, er nauđsynlegt ađ nálgast viđfangsefniđ međ ţessum hćtti međ uppbyggingu og eflingu skólans til framtíđar í huga.
En ţađ er ástćđa til ađ huga ađ fleiri atriđum í tengslum viđ umrćđu um upptöku skólagjalda viđ opinbera háskóla.
Góđ menntun er vissulega til hagbóta fyrir samfélagiđ allt, enda leggur ríkiđ gríđarlega fjármuni til menntakerfisins til ţess ađ tryggja sem mest og best frambođ og gćđi ţeirrar menntunar sem bođiđ er upp á í skólakerfinu. Ţađ er gert í ţeirri trú ađ fjárfesting í menntun skili sér margfalt til samfélagsins. Hins vegar má ekki líta framhjá ţví ađ arđsemi menntunar skilar sér fyrst og fremst til ţess sem aflar sér hennar. Í menntun felst fjárfesting til framtíđar fyrir ţann sem aflar sér menntunarinnar. Međ henni eykur nemandinn möguleika sína á vinnumarkađi og í flestum tilvikum felur meiri menntun í sér aukna möguleika á hćrri atvinnutekjum til frambúđar. Um ţađ held ég ađ ekki ţurfi ađ deila.
En ţá vaknar sú spurning hvort ekki sé eđlilegt ađ sá sem aflar sér menntunar leggi meira af mörkum viđ fjármögnun sinnar eigin menntunar en ađrir? Er ţađ ekki eđlileg krafa?
Ţá má halda ţví fram ađ innheimta skólagjalda auki skilvirkni í skólakerfinu. Međ innheimtu skólagjalda fá nemendur meiri tilfinningu fyrir ţeim kostnađi sem fellur til vegna ţeirrar menntunar sem ţeir sćkja sér, auk ţess sem gjaldtakan hvetur til ţess ađ nemendur ljúki námi sínu á tilsettum tíma.
Eins og áđur segir lýsti ég ţeirri skođun minni ađ ţau sjónarmiđ sem ég hef hér fariđ yfir njóti nú meiri skilnings hjá samstarfsflokki okkar sjálfstćđismanna í ríkisstjórn en áđur. Međ ţví er ég ekki ađ segja ađ stefna Samfylkingarinnar hafi breyst. Ég er einungis ađ lýsa ţeirri tilfinningu minni ađ ţessi sjónarmiđ falli nú í mýkri jarđveg hjá Samfylkingunni en áđur.
Vegna athugasemda Guđbjarts Hannessonar, félaga míns í menntamálanefnd Alţingis, í Fréttablađinu, er ástćđa ađ taka fram ađ ţađ er ekki nýtt ađ forsvarsmenn Samfylkingarinnar tali fyrir skólagjöldum á háskólastigi.
Ţann 15. október 2004 birtist viđtal í Viđskiptablađinu viđ Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráđherra og formann Samfylkingarinnar. Í viđtalinu var Ingibjörg Sólrún spurđ um afstöđu hennar til innheimtu skólagjalda á háskólastigi og í svari hennar kom eftirfarandi međal annars fram:
,,Mér finnst skólagjöld á háskólastigi alveg geta komiđ til álita. Ţađ skiptir auđvitađ verulegu máli hvernig ţau eru lögđ á, t.d. hvort ţađ yrđi á allt háskólastigiđ eđa einvörđungu framhaldsnám. Ţađ er líka verulegur munur á ađstćđum eftir háskólagreinum, en ég sé engin sanngirnisrök fyrir ţví ađ fólk borgi verulegar fjárhćđir fyrir fullorđinsfrćđslu og fyrir börn á leikskólum en ekkert fyrir ađgang ađ háskólum."
Ég fć ekki betur séđ en ađ í ţessum orđum felist nokkur skilningur á ţeim sjónarmiđum sem ég hef hér mćlt fyrir og tek undir orđ Ingibjargar Sólrúnar frá árinu 2004. Og ég finn ekki annađ en ađ frá ţeim tíma er viđtaliđ var tekiđ hafi skilningur á skólagjöldum á háskólastigi aukist innan Samfylkingarinnar.
Sigurđur Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Andskotans djöfull bara.
Í stjórnarskrá okkar er kveđiđ á um jafnrćđi borgaranna og hún er ćđsta réttarheimild íslenska ríkisins og gengur ţví framar öllum kröfum um samkeppnishćfi háskólanna.
Verđi ríkisháskólum veitt frelsi til ađ taka skólagjöld er jafn réttur borgaranna til ađ njóta ćđri menntunnar án tillits til efnahags ađ engu orđinn. Hver er afleiđing ţess? Biliđ milli ríkra og fátćkra stćkkar enn og háskólamenntun verđur ađ 'hástéttar'forréttindum.
Stjórnvöld ţurfa einnig ađ gćta sín og skođa ákvćđi ţeirra mannréttindasamninga sem Ísland er ađili ađ. Í réttinum til menntunnar felst sú skylda ríkja ađ veita svokallađa ćđri menntun, endurgjaldslaust eđa eftir ţví sem fjárhagur viđkomandi ríkis leyfir. Ţó víđa kreppi ađ ríkinu um ţessar mundir, getur íslenska ríkiđ ekki fćrt rök fyrir ţví ađ ţađ hafi ekki efni á ađ veita ćđri menntun endurgjaldslaust, sem eitt ríkasta land í heimi. Međ ađild ađ alţjóđlegum mannréttindasamningum er ríkiđ búiđ ađ binda hendur sínar ađ ţessu leiti.
Ađalheiđur Ámundadóttir, 15.4.2008 kl. 13:07
Ţađ er vitnađ ţarna í orđ Ingibjargar sem túlka má sem stuđning viđ gjaldtöku.En ţađ er eins og mig minni ađ ég hafi séđ einhversstađar í viđtölum viđ bćđi Ţorgerđi og Kristínu ađ gjaldtaka gćti veriđ varhugaverđ. Ţví ekki ađ vitna í ţađ líka. Ef ţetta er misminni mitt biđst ég velvirđingar á ţessum skrifum? ,ef ekki vćri gaman ađ fá svar viđ ţessu.
Kveđja
Ari Guđmar Hallgrímsson, 15.4.2008 kl. 13:32
Bara svo ţađ sé á hreinu. Ekkert finn ég í stjórnarsáttmálanum um skólagjöld á háskólastigi. En ţetta segir ţađ sem segja ţarf: http://www.samfylkingin.is/Forsida/Frettir/Frettir/Lesafrett/2209
kv gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráđ) 15.4.2008 kl. 13:57
Vegna athugasemdar Ađalheiđar Ámundardóttur vil ég benda á eftirfarandi í pistli mínum:
,,Hlutverk ríkisins yrđi síđan ađ tryggja nemendum ađgang ađ lánum hjá Lánasjóđi íslenskra námsmanna til ađ mćta gjaldtökunni.,,
Ég er ţeirrar skođunar ađ međ ţví ađ tryggja ađ nemendur geti fengiđ lán fyrir skólagjöldum, eins og nemendum t.d. viđ Háskólann í Reykjavík og viđ Háskólann á Bifröst eru tryggđ, sé jafnrétti til náms tryggt.
Sigurđur Kári Kristjánsson, 15.4.2008 kl. 15:57
En hvađ ţá međ okkur, sem ekki eigum von á háum tekjum í framtíđinni, ţrátt fyrir ađ stunda nám á háskólastigi? Í fullkomnum heimi myndu menn auđvitađ fá laun í samrćmi viđ námstíma, en eins og heimurinn er í dag eru mörg störf sem krefjast háskólamenntunnar ekki sérlega hátt launuđ. Ég stunda sjálfur nám viđ hugvísindadeild, og hugvísindanám er sjaldan leiđ ađ háum launum. Fólk er nú ţegar ađ borga fram eftir ćvinni af framfćrslulánum LÍN, og margir eiga fullt í fangi međ ţađ. Ef ofan á ţau bćtast síđan lán fyrir skólagjöldum ţarftu ađ verđa helvíti vel launađur eftir útskrift til ţess ađ hafa efni á ţví ađ stunda háskólanám. Ţannig skerđa skólagjöld jafnrétti til náms, og einnig möguleikann á ţví ađ hafa almennilega háskólastarfsemi hér á landi, međ fjölbreyttu úrvali greina. Ţađ hlýtur nú ađ vera samfélaginu öllu til hagsbóta, ekki bara einstaklinganna, ađ halda ţeirri fjölbreyttni viđ.
Sölvi Karlsson (IP-tala skráđ) 17.4.2008 kl. 16:45
Mađur á varla orđ! Verst finnst mér ţó ađ heyra ađ fólk sé gjörsamlega ađ fara á bak orđa sinna. Fólk sem mađur trúđi á og kaus.
,,Hlutverk ríkisins yrđi síđan ađ tryggja nemendum ađgang ađ lánum hjá Lánasjóđi íslenskra námsmanna til ađ mćta gjaldtökunni.,,
"Ég er ţeirrar skođunar ađ međ ţví ađ tryggja ađ nemendur geti fengiđ lán fyrir skólagjöldum, eins og nemendum t.d. viđ Háskólann í Reykjavík og viđ Háskólann á Bifröst eru tryggđ, sé jafnrétti til náms tryggt."
Ég verđ bara ađ segja ađ ég sé ekki jafnréttiđ í ţví ađ trođa námslánum ofan í námsţyrsta stúdenta og telja ţeim trú um ađ ţađ ađ steypa sér í skuldir sé bara allt í lagi. Međ ţessu er ég alls ekki ađ gagnrýna lánasjóđinn ţví hann hefur reynst vel en ađ taka hluverk ríkisins ađ tryggja ađ allir geti fengiđ lán fram yfir ţađ hlutverk ríkisins ađ allir eigi jafnan rétt á menntun finnst mér bera merki um ađ ţađ sé eitthvađ mikiđ ađ.
Ţú segir ađ langflestir skólar í topp 100 taki viđ skólagjöldum, ekki allir. Afhverju er ekki hćgt ađ stefna ađ ţví ađ ná í topp 100 án ţess ađ steypa stúdentum í ennfrekari skuldir? Og kannski fá ríkiđ til ţess ađ koma frekar inn í ţetta auratal?
Ég er örugglega ekki ađ koma međ nein rök á móti ţessu frumvarpi ykkar sem ţú hefur ekki heyrt áđur en er ekki komin tími til ađ heyra og virkilega hlusta á raddir stúdenta.
Ţórhalla Rein (IP-tala skráđ) 17.4.2008 kl. 17:36
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.