Á Hólum í Hjaltadal

2004_0828_130003AA_aj.thumbÍ gær fór ég norður í land og heimsótti Hóla í Hjaltadal ásamt nefnd sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, skipaði í vetur.  Nefndin hefur það hlutverk að gera tillögur um gera tillögur um framtíðaruppbyggingu Háskólans á Hólum.

Með mér í för voru aðrir nefndarmenn, þau Guðfinna S. Bjarnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, Anna Kristín Gunnarsdóttir, varaþingmaður sama flokks, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í Menntamálaráðuneytinu, sem er formaður nefndarinnar.

Hólaskóli starfar á háskólastigi og sérstaða hans er afar mikil.  Þar er nemendum boðið upp á nám í hrossa hestadeild, leggja nemendur stund á nám í fiskeldi og fiskeldislíffræði, ferðamálafræðum og hrossarækt og reiðmennsku.

Sérstaka Hólaskóla felst ekki síður í landræðilegri staðsetningu hans og tenglum hans við menningu og sögu þjóðarinnar.  Á Hólum er náttúrufegurð mikil og segja fróðir menn að þar sé skjólbesta bæjarstæði landsins.  Saga staðarins er auðvitað stórmerk.  Stofnað var til biskupsstóls og skóla á Hólum árið 1106, eða fyrir rúmlega 900 árum.  Á þeim tíma hafa mörg af helstu stórmennum Íslandsögunnar komið við sögu á staðnum, svo sem Jón Arason, Guðmundur Góði Arason, Arngrímur lærði og Guðbrandur Þorláksson biskup, svo fáeinir séu nefndir.  Það má því segja að maður feti í fótspor helstu sögupersóna íslenskrar sögu þegar komið er að Hólum.

Að lokinni heimsókn í skólann, hina glæsilegu kikju staðarins, Auðunarstofu og fleiri staði á Hólum héldum við til Sauðárkróks og kynntum okkur starfsemi skólans þar í bæ, ásamt því að hitta framámenn í atvinnu- og stjórnmálalífi Skagafjarðar.

Eins og áður segir er vegni nefndinnar að gera tillögur um framtíðaruppbyggingu Háskólans á Hólum.  Það verkefni er spennandi og krefjandi, en ég hef fulla trú á því að vel takist til, enda framtíðartækifæri hans mikil og góð.  Enda til mikils að vinna þar sem Hólar í Hjaltadal er einn helsti sögustaður íslensku þjóðarinnar og mikilvægt fyrir menningu okkar og sögu sem full ástæða er til að sýndur verði mikill sómi.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Það heitir Auðunarstofa en ekki Auðnarstofa.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 11.4.2008 kl. 15:50

2 Smámynd: Sigurður Kári Kristjánsson

Ég þykist vita það.  Þakka þér ábendinguna.  Þetta var einungis innsláttarvilla.

Sigurður Kári Kristjánsson, 11.4.2008 kl. 16:02

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Guði sé lof að þér og Þorgerði eru ekki falin merkilegri verkefni en auðvitað er það bara óskhyggja.

Baldur Fjölnisson, 11.4.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband