Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Tjáningarfrelsi á Ólympíuleikunum skert
Þessi frétt var flutt í fréttum Ríkisútvarpsins í dag:
,,Jacques Rogge, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, tilkynnti í dag að allir þeir íþróttamenn sem keppa á Ólympíuleikunum í Peking í sumar muni þurfa að fylgja einskonar leiðarvísi um hvað þeir megi segja opinberlega og hvað ekki.
Þetta segir Rogge nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að leikarnir dragist enn frekar inn í þann pólitíska óróa sem umlykið hefur Kína og stefnu stjórnvalda undanfarið. Rogge sagði jafnframt að ekki væri verið að hefta tjáningarfrelsi íþróttamanna, þeir mættu segja það sem þeir vildu, svo lengi sem það væri ekki áróður."
Það er auðvitað ekki hægt að halda því fram, og ætlast til þess að nokkur trúi því, að áform Alþjóða Ólympíunefndarinnar um að stjórna því hvað keppendur á Ólympíuleikunum í Peking í sumar segja opinberlega og hvað ekki feli ekki í sér skerðingu á tjáningarfrelsi.
Það sjá allir.
Ég hef fullan skilning á því að forsvarsmenn Alþjóða Ólympíunefndarinnar vilji að leikarnir fari vel fram.
En er ekki full langt gengið að ætla að stjórna því hvað þátttakendur á Ólympíuleikunum segja opinberlega og hvað ekki?
Er ekki frekar bitamunur en fjár á slíkum reglum og þeim sem kínversk stjórnvöld hafa beitt almenning þar í landi um áratugaskeið til þess að kveða niður gagnrýni á stjórnarhætti í landinu?
Er ekki full langt gengið í undirlægjuhætti ólympíuhreyfingarinnar gagnvart stjórnvöldum í Peking að ætla að hefta tjáningarfrelsi fólks sem keppir á leikunum?
Það finnst mér.
En ekki vissi ég að Alþjóða Ólympíunefndin teldi að með þátttöku á Ólympíuleikunum afsöluðu keppendur sér mannréttindum sínum.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.4.2008 kl. 00:29 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Hér erum við algerlega og óendanlega sammála.
Kurteisi er eitt, undirlægjuháttur og aumingjaskapur annað.
láttu menn heyra þetta skýrt og skorinort.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 11.4.2008 kl. 09:52
Þá hefur þú ekki fylgst með eða lesið þér til um sögu Ólympíuleikana.
Ég rifjaði upp í bloggfærslu minni í gær hvernig sambúð ÓL og stjórnmála hefur verið allar götur frá árinu 1936.
En árið 1968 voru bandaríkjamennirnir og spretthlaupararnir, Tommie Smith og John Carlos, reknir heim frá ÓL ó Mexíkófyrir að heilsa með "black Power" undir fánahyllingu leikanna.
GÞÖhttp://orangetours.no/Dunni, 11.4.2008 kl. 09:57
Ég fagna þessari færslu þinni, Sigurður Kári, og er sammála henni – nema að vísu þessum orðum:
– því að grimmileg kúgunin og ofsóknirnar í Kína hefur farið fram úr öllu því, sem Alþjóða-Ólympíunefndinni getur nokkurn tímann látið sér til hugar koma. Harðstjórnin í Tíbet hefur svo verið sér á parti og varað lengur, eins og rakið er í mörgum afhjúpandi greinum á þessum efnisflokki Moggabloggs míns: Tíbet, Kína, Taívan.
Menn lesi líka þennan leiðara Mbl. í dag (opinn öllum á netinu), þar sem með góðum rökum er einarlega gagnrýnt, að Þorgerður Katrín, flokkssystir okkar, fari á ÓL í Peking. Þar segir í lokin:
Jón Valur Jensson, 11.4.2008 kl. 10:40
Hvað ætli maðurinn eigi við með "áróðri"? Og hvað ætla þeir að gera við þá þiþróttamenn sem láta sér ekki segjast? Beita þá ofbeldi? Heimvísun black powermannanna var ekki til fyrirmyndar og ætti ekki að nota sem fyrirmynd.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.4.2008 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.